Daníel og Irma taka spennandi stökk: „Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn“ Aron Guðmundsson skrifar 1. október 2024 09:31 Daníel og Irma sjá fram á spennandi tíma í þjálfun hjá hinum reynslumikla Yannick Tregaro Vísir/Sigurjón Tvö af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Stökkvararnir Daníel Ingi Egilsson og Irma Gunnarsdóttir. Hefja fljótlega þjálfun hjá hinum reynslumikla og sigursælaYannick Tregaro og taka skrefið í atvinnumennskuna. Daníel hvetur fólk til að elta drauma sína líkt og hann geri núna og aldrei gefast upp. Tregaro er reyndur þjálfari með langan feril sem þjálfari að baki sem hófst þegar að hann var aðeins 23 ára gamall. Svíinn hefur þjálfað íþróttafólk sem hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum og er þar þekktastur þrístökkvarinn Christian Olsson sem var á sínum tíma einn besti þrístökkvari í heimi og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Daníel, sem fyrr á árinu bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki utanhúss, hungrar í frekari árangur og er spenntur fyrir því að flytja út til Svíþjóðar og æfa undir stjórn Tregaro. „Maður fann fyrir löngun til þess að prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að ná frábærum árangri hér heima á Íslandi en svo finnur maður fyrir meira hungri. Langar að ná enn þá lengra og þá fær maður hugmyndina að því að fara út í meira atvinnumannaumhverfi með mjög svo reyndum þjálfara. Það var í raun bara hungrið í að ná meiri árangri sem leiddi til þess að maður fór að leita út á við. Daníel Ingi bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki fyrr á árinuVísir/Sigurjón „Fyrir mann sjálfan. Að geta kynnst því hvernig er að vera atvinnumaður í sinni íþrótt. Verður frábært. Ég held að flestir þeir sem vilja ná árangri vilji geta upplifað sig sem atvinnumann í sínu sporti. Að vera halda núna út til Svíþjóðar gefur manni smá meiri tilfinningunni fyrir því hvernig það er akkúrat að vera atvinnumaður.“ Svipaða sögu er að segja af Irmu sem er ríkjandi Íslandsmethafinn í þrístökki kvenna utanhúss en hún mun byrja í fjarþjálfun hér heima hjá Tregaro á meðan að hún klárar nám. „Þegar að það er frá mun ég klárlega láta reyna á það að flytja út og upplifa drauminn minn. Þótt maður geti ekki farið strax þá er alltaf hægt að finna lausn á því. Eins og ég er að gera með því að byrja í fjarþjálfun þó það sé smá erfiðara. Irmu Gunnarsdóttur í atrennuFacebook FRÍ „Það er rosalega spennandi að svona reyndur og flottur þjálfari vilji taka við þjálfuninni hjá manni. Ég er allavegana mjög spennt fyrir því og lýst mjög vel á þennan mann.“ Það að reyndur þjálfari á borð við Tregaro sé að taka við þjálfun tveggja af okkar bestu stökkvurum veit á gott. „Ég bara hvet alla sem hafa þann draum. Að verða atvinnumenn í sinni íþrótt. Að gefast ekki upp á þeim draumi,“ segir Daníel. „Láta vaða á þetta. Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn. Hugsa „af hverju reyndi ég ekki að fara út og gerast atvinnumaður.“ Aldrei missa vonina á því að verða ekki atvinnumaður. Þetta er bara með þeim betri tilfinningum sem maður getur upplifað sem íþróttamaður. Að vita það inni að maður sé atvinnumaður í sinni íþrótt.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Tregaro er reyndur þjálfari með langan feril sem þjálfari að baki sem hófst þegar að hann var aðeins 23 ára gamall. Svíinn hefur þjálfað íþróttafólk sem hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum og er þar þekktastur þrístökkvarinn Christian Olsson sem var á sínum tíma einn besti þrístökkvari í heimi og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Daníel, sem fyrr á árinu bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki utanhúss, hungrar í frekari árangur og er spenntur fyrir því að flytja út til Svíþjóðar og æfa undir stjórn Tregaro. „Maður fann fyrir löngun til þess að prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að ná frábærum árangri hér heima á Íslandi en svo finnur maður fyrir meira hungri. Langar að ná enn þá lengra og þá fær maður hugmyndina að því að fara út í meira atvinnumannaumhverfi með mjög svo reyndum þjálfara. Það var í raun bara hungrið í að ná meiri árangri sem leiddi til þess að maður fór að leita út á við. Daníel Ingi bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki fyrr á árinuVísir/Sigurjón „Fyrir mann sjálfan. Að geta kynnst því hvernig er að vera atvinnumaður í sinni íþrótt. Verður frábært. Ég held að flestir þeir sem vilja ná árangri vilji geta upplifað sig sem atvinnumann í sínu sporti. Að vera halda núna út til Svíþjóðar gefur manni smá meiri tilfinningunni fyrir því hvernig það er akkúrat að vera atvinnumaður.“ Svipaða sögu er að segja af Irmu sem er ríkjandi Íslandsmethafinn í þrístökki kvenna utanhúss en hún mun byrja í fjarþjálfun hér heima hjá Tregaro á meðan að hún klárar nám. „Þegar að það er frá mun ég klárlega láta reyna á það að flytja út og upplifa drauminn minn. Þótt maður geti ekki farið strax þá er alltaf hægt að finna lausn á því. Eins og ég er að gera með því að byrja í fjarþjálfun þó það sé smá erfiðara. Irmu Gunnarsdóttur í atrennuFacebook FRÍ „Það er rosalega spennandi að svona reyndur og flottur þjálfari vilji taka við þjálfuninni hjá manni. Ég er allavegana mjög spennt fyrir því og lýst mjög vel á þennan mann.“ Það að reyndur þjálfari á borð við Tregaro sé að taka við þjálfun tveggja af okkar bestu stökkvurum veit á gott. „Ég bara hvet alla sem hafa þann draum. Að verða atvinnumenn í sinni íþrótt. Að gefast ekki upp á þeim draumi,“ segir Daníel. „Láta vaða á þetta. Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn. Hugsa „af hverju reyndi ég ekki að fara út og gerast atvinnumaður.“ Aldrei missa vonina á því að verða ekki atvinnumaður. Þetta er bara með þeim betri tilfinningum sem maður getur upplifað sem íþróttamaður. Að vita það inni að maður sé atvinnumaður í sinni íþrótt.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira