Eina bakaríi bæjarins skellt fyrirvaralaust í lás Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2024 13:33 Miðinn sem settur var upp í glugga á hurð Heimabakarís í gærmorgun, þar sem tilkynnt var að bakaríinu yrði lokað. Húsvíkingar ráku upp stór augu í gærmorgun þegar eina bakaríi bæjarins var skyndilega skellt í lás. Sveitastjórnarfulltrúi segir mikinn missi að bakaríi í bænum, sem starfrækt hefur verið í rúm hundrað ár, og algjör óvissa ríki um framhaldið Bakarí hefur staðið við Garðarsbraut á Húsavík frá árinu 1923. Reksturinn hefur þó verið undir mismunandi nöfnum og undir stjórn nokkurra eigenda í gegnum tíðina. Frá árinu 2015 hefur bakaríið heitið Heimabakarí - en níu ára sögu þess virðist hafa lokið í gær, þegar viðskiptavinir komu að læstum dyrum. „Því miður hefur Heimabakarí lokað vegna rekstarörðugleika. Þökkum viðskiptin á liðnum árum,“ stóð skrifað á blaði í glugga bakarísins. Aldey Unnar Traustadóttir, íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi, segir tíðindin hafa komið Húsvíkingum í opna skjöldu. Aldey Unnar Traustadóttir er íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi. „Mér finnst þetta fyrst og fremst mjög leiðinlegt að þetta þyrfti að fara svona og leiðinlegt bæði fyrir eigendur og íbúa þegar eitthvað svona gerist. Af því að í svona litlum samfélögum skipta allir svona hlutir máli,“ segir Aldey. „Það sem er kannski undarlegast í þessu er að maður hafði ekki frétt neitt af þessu. Oftast í svona litlum samfélögum fréttir maður af alls konar en þetta virðist ekki hafa spurst neitt út og svo var bara miði á hurðinni þar sem stóð að það þyrfti að loka.“ Endurspegli ef til vill ástandið í samfélaginu Aldey segir algjöra óvissu ríkja um framhaldið, hvort bakarí verði opnað á ný við Garðarsbraut. Að hennar mati ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að reka áfram bakarí í bænum, þó að hún sýni því skilning að rekstrarumhverfið sé erfitt. „En jú, ég held að þetta hafi allt áhrif, hvernig samfélagið er núna, hvernig staðan er í samfélaginu. Það eru allir að draga saman og heimilin eru að gera það líka, jafnvel að versla minna, og sömuleiðis dýrara fyrir eigendur að búa til vörurnar.“ Aldey reiknar með að málið verði rætt á fundi byggðaráðs Norðurþings á fimmtudag. Ekki náðist í eigendur Heimabakarís við vinnslu fréttarinnar. Verslun Norðurþing Bakarí Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Bakarí hefur staðið við Garðarsbraut á Húsavík frá árinu 1923. Reksturinn hefur þó verið undir mismunandi nöfnum og undir stjórn nokkurra eigenda í gegnum tíðina. Frá árinu 2015 hefur bakaríið heitið Heimabakarí - en níu ára sögu þess virðist hafa lokið í gær, þegar viðskiptavinir komu að læstum dyrum. „Því miður hefur Heimabakarí lokað vegna rekstarörðugleika. Þökkum viðskiptin á liðnum árum,“ stóð skrifað á blaði í glugga bakarísins. Aldey Unnar Traustadóttir, íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi, segir tíðindin hafa komið Húsvíkingum í opna skjöldu. Aldey Unnar Traustadóttir er íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi. „Mér finnst þetta fyrst og fremst mjög leiðinlegt að þetta þyrfti að fara svona og leiðinlegt bæði fyrir eigendur og íbúa þegar eitthvað svona gerist. Af því að í svona litlum samfélögum skipta allir svona hlutir máli,“ segir Aldey. „Það sem er kannski undarlegast í þessu er að maður hafði ekki frétt neitt af þessu. Oftast í svona litlum samfélögum fréttir maður af alls konar en þetta virðist ekki hafa spurst neitt út og svo var bara miði á hurðinni þar sem stóð að það þyrfti að loka.“ Endurspegli ef til vill ástandið í samfélaginu Aldey segir algjöra óvissu ríkja um framhaldið, hvort bakarí verði opnað á ný við Garðarsbraut. Að hennar mati ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að reka áfram bakarí í bænum, þó að hún sýni því skilning að rekstrarumhverfið sé erfitt. „En jú, ég held að þetta hafi allt áhrif, hvernig samfélagið er núna, hvernig staðan er í samfélaginu. Það eru allir að draga saman og heimilin eru að gera það líka, jafnvel að versla minna, og sömuleiðis dýrara fyrir eigendur að búa til vörurnar.“ Aldey reiknar með að málið verði rætt á fundi byggðaráðs Norðurþings á fimmtudag. Ekki náðist í eigendur Heimabakarís við vinnslu fréttarinnar.
Verslun Norðurþing Bakarí Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira