Haldið í hefðina í Hafnarfirði eftir óhapp Ólafs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2024 09:01 Ólafur hefur svo sannarlega orðið áhrifavaldur mikill í Hafnarfjarðarhöfn. Rafmagnskassar í Hafnarfjarðarhöfn hafa um árabil verið málaðir gulir. Það er hefð sem tíðkast hvergi annars staðar í höfnum landsins. Ástæðuna má rekja til óhapps sem varð þegar tölvunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ólafur Waage var þar við málningarvinnu fyrir þó nokkrum árum síðan. „Það var einn sem sendi mér skilaboð sem vinnur fyrir hafnir í höfuðborginni, hefur málað þetta nokkrum sinnum og hann vissi aldrei af hverju þetta væri öðruvísi í Hafnarfirði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé um skemmtilega sögu að ræða, en töluverður tími er liðinn eða yfir 25 ár. Ólafur sagði fyrst frá málinu á vinsælum samfélagsmiðlareikningi sínum „That Nordic Guy“ þar sem hann er með þúsundir fylgjenda á Instagram, TikTok og Youtube. Ekkert slíkt í öðrum höfnum Ólafur er nú búsettur í Noregi og hefur þar öðlast töluverðar vinsældir fyrir hispurslaust grín sitt, þar sem Norðurlöndin eru honum innblástur. Hann er uppalinn í Hafnarfirði þar sem hann var við vinnu í Hafnarfjarðarhöfn eitt örlagaríkt sumar við að mála kantinn í höfninni gulan. „Hér er venjuleg höfn á Íslandi,“ segir Ólafur í myndbandinu sínu. Þar sýnir hann myndir frá nokkrum öðrum íslenskum höfnum þar sem má sjá að kanturinn er ávallt gulur en rafmagnskassarnir gráir líkt og tíðkast um land allt. „Þegar ég var ungur og vitlaus var ég ráðinn af bænum til þess að mála einn kant gulan. Og af því að ég var ungur og vitlaus gerði ég allt sem ég gat til að auðvelda mér vinnuna, eins og að setja málningardolluna á kassann á meðan ég var að mála,“ útskýrir Ólafur. „Eins og þið getið búist við rakst ég í dolluna og hellti gulri málningu yfir allan gráa kassann. Verandi ungur og vitlaus ákvað ég að mála kassann gulan því ég hélt að enginn myndi taka eftir þessu og hér er kassinn í dag. Já, þeir halda áfram að mála hann gulan og það er ekki gert í neinni annarri höfn. Svo er svo langt liðið að þeir vita líklega ekki af hverju þeir mála kassana gula. Þeir gera það bara.“ Grín og gaman Hafnarfjörður Hafnarmál Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Það var einn sem sendi mér skilaboð sem vinnur fyrir hafnir í höfuðborginni, hefur málað þetta nokkrum sinnum og hann vissi aldrei af hverju þetta væri öðruvísi í Hafnarfirði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé um skemmtilega sögu að ræða, en töluverður tími er liðinn eða yfir 25 ár. Ólafur sagði fyrst frá málinu á vinsælum samfélagsmiðlareikningi sínum „That Nordic Guy“ þar sem hann er með þúsundir fylgjenda á Instagram, TikTok og Youtube. Ekkert slíkt í öðrum höfnum Ólafur er nú búsettur í Noregi og hefur þar öðlast töluverðar vinsældir fyrir hispurslaust grín sitt, þar sem Norðurlöndin eru honum innblástur. Hann er uppalinn í Hafnarfirði þar sem hann var við vinnu í Hafnarfjarðarhöfn eitt örlagaríkt sumar við að mála kantinn í höfninni gulan. „Hér er venjuleg höfn á Íslandi,“ segir Ólafur í myndbandinu sínu. Þar sýnir hann myndir frá nokkrum öðrum íslenskum höfnum þar sem má sjá að kanturinn er ávallt gulur en rafmagnskassarnir gráir líkt og tíðkast um land allt. „Þegar ég var ungur og vitlaus var ég ráðinn af bænum til þess að mála einn kant gulan. Og af því að ég var ungur og vitlaus gerði ég allt sem ég gat til að auðvelda mér vinnuna, eins og að setja málningardolluna á kassann á meðan ég var að mála,“ útskýrir Ólafur. „Eins og þið getið búist við rakst ég í dolluna og hellti gulri málningu yfir allan gráa kassann. Verandi ungur og vitlaus ákvað ég að mála kassann gulan því ég hélt að enginn myndi taka eftir þessu og hér er kassinn í dag. Já, þeir halda áfram að mála hann gulan og það er ekki gert í neinni annarri höfn. Svo er svo langt liðið að þeir vita líklega ekki af hverju þeir mála kassana gula. Þeir gera það bara.“
Grín og gaman Hafnarfjörður Hafnarmál Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira