Fjöldi skotflauga lenti í Ísrael Samúel Karl Ólason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. október 2024 16:43 Skotflaugum og braki úr þeim hefur rignt yfir Ísrael. AP Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael frá Íran í dag. Viðvörunarlúðrar ómuðu víðsvegar í Ísrael og er útlit fyrir að þó nokkrar þeirra hafi náð í gegnum loftvarnir Ísraela og brak úr mörgum féll til jarðar. Fyrr í dag höfðu fregnir borist af því að Íranar stefndu að því að gera árásir á fjögur skotmörk í Ísrael. Þau skotmörk voru sögð vera þrjár herstöðvar og höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, skammt norður af Tel Aviv. Sjá einnig: Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Í yfirlýsingu frá Byltingarverði Íran segir að árásin sé hefndaraðgerð vegna dauða Hassan Nasrallah, leiðtoga Hamas, sem féll í loftárás Ísraela í Líbanon á föstudaginn. Þá voru Ísraelar varaðir við því að hefna sín vegna árásarinnar. Her Ísrael segir margar skotflaugar hafa verið skotnar niður en einn Palestínumaður er sagður hafa dáið þegar hann varð fyrir braki úr einni skotflaug á Vesturbakkanum. Talsmaður hersins segir að árás Íran muni „hafa afleiðingar“. Ísraelar muni bregðast við þegar þeim hentar. Multiple missile impacts seen outside #TelAviv, as the skies light up with enemy missiles & interceptors.pic.twitter.com/4LcNIRpYjV— Charles Lister (@Charles_Lister) October 1, 2024 Multiple intercepts over us just now pic.twitter.com/AfzxFsF7Q7— Jim Sciutto (@jimsciutto) October 1, 2024 Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Fyrr í dag höfðu fregnir borist af því að Íranar stefndu að því að gera árásir á fjögur skotmörk í Ísrael. Þau skotmörk voru sögð vera þrjár herstöðvar og höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, skammt norður af Tel Aviv. Sjá einnig: Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Í yfirlýsingu frá Byltingarverði Íran segir að árásin sé hefndaraðgerð vegna dauða Hassan Nasrallah, leiðtoga Hamas, sem féll í loftárás Ísraela í Líbanon á föstudaginn. Þá voru Ísraelar varaðir við því að hefna sín vegna árásarinnar. Her Ísrael segir margar skotflaugar hafa verið skotnar niður en einn Palestínumaður er sagður hafa dáið þegar hann varð fyrir braki úr einni skotflaug á Vesturbakkanum. Talsmaður hersins segir að árás Íran muni „hafa afleiðingar“. Ísraelar muni bregðast við þegar þeim hentar. Multiple missile impacts seen outside #TelAviv, as the skies light up with enemy missiles & interceptors.pic.twitter.com/4LcNIRpYjV— Charles Lister (@Charles_Lister) October 1, 2024 Multiple intercepts over us just now pic.twitter.com/AfzxFsF7Q7— Jim Sciutto (@jimsciutto) October 1, 2024 Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Ísrael Hernaður Íran Tengdar fréttir Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. 1. október 2024 14:10 Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna. 1. október 2024 06:40 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Sjá meira
Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. 1. október 2024 14:10
Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna. 1. október 2024 06:40