Fjöldi skotflauga lenti í Ísrael Samúel Karl Ólason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. október 2024 16:43 Skotflaugum og braki úr þeim hefur rignt yfir Ísrael. AP Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael frá Íran í dag. Viðvörunarlúðrar ómuðu víðsvegar í Ísrael og er útlit fyrir að þó nokkrar þeirra hafi náð í gegnum loftvarnir Ísraela og brak úr mörgum féll til jarðar. Fyrr í dag höfðu fregnir borist af því að Íranar stefndu að því að gera árásir á fjögur skotmörk í Ísrael. Þau skotmörk voru sögð vera þrjár herstöðvar og höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, skammt norður af Tel Aviv. Sjá einnig: Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Í yfirlýsingu frá Byltingarverði Íran segir að árásin sé hefndaraðgerð vegna dauða Hassan Nasrallah, leiðtoga Hamas, sem féll í loftárás Ísraela í Líbanon á föstudaginn. Þá voru Ísraelar varaðir við því að hefna sín vegna árásarinnar. Her Ísrael segir margar skotflaugar hafa verið skotnar niður en einn Palestínumaður er sagður hafa dáið þegar hann varð fyrir braki úr einni skotflaug á Vesturbakkanum. Talsmaður hersins segir að árás Íran muni „hafa afleiðingar“. Ísraelar muni bregðast við þegar þeim hentar. Multiple missile impacts seen outside #TelAviv, as the skies light up with enemy missiles & interceptors.pic.twitter.com/4LcNIRpYjV— Charles Lister (@Charles_Lister) October 1, 2024 Multiple intercepts over us just now pic.twitter.com/AfzxFsF7Q7— Jim Sciutto (@jimsciutto) October 1, 2024 Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Fyrr í dag höfðu fregnir borist af því að Íranar stefndu að því að gera árásir á fjögur skotmörk í Ísrael. Þau skotmörk voru sögð vera þrjár herstöðvar og höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, skammt norður af Tel Aviv. Sjá einnig: Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Í yfirlýsingu frá Byltingarverði Íran segir að árásin sé hefndaraðgerð vegna dauða Hassan Nasrallah, leiðtoga Hamas, sem féll í loftárás Ísraela í Líbanon á föstudaginn. Þá voru Ísraelar varaðir við því að hefna sín vegna árásarinnar. Her Ísrael segir margar skotflaugar hafa verið skotnar niður en einn Palestínumaður er sagður hafa dáið þegar hann varð fyrir braki úr einni skotflaug á Vesturbakkanum. Talsmaður hersins segir að árás Íran muni „hafa afleiðingar“. Ísraelar muni bregðast við þegar þeim hentar. Multiple missile impacts seen outside #TelAviv, as the skies light up with enemy missiles & interceptors.pic.twitter.com/4LcNIRpYjV— Charles Lister (@Charles_Lister) October 1, 2024 Multiple intercepts over us just now pic.twitter.com/AfzxFsF7Q7— Jim Sciutto (@jimsciutto) October 1, 2024 Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Ísrael Hernaður Íran Tengdar fréttir Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. 1. október 2024 14:10 Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna. 1. október 2024 06:40 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. 1. október 2024 14:10
Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna. 1. október 2024 06:40
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent