Íslendingaliðið hefur unnið keppnina undanfarin tvö ár en átti erfitt uppdráttar framan af leik og var þremur mörkum undir í hálfleik, 12-15.
Í síðari hálfleik var meiri orka í Magdeburg á meðan leikmenn Al-Ahly urðu þreyttari og þreyttari. Tókst liðinu ekki að skora í rúmlega tíu mínútur og á þeim tíma sneri Magdeburg leiknum sér í hag.
Lokatölur 28-24 Magdeburg í vil. Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk í leiknum og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö.
Reigning champions 🇩🇪 SC Magdeburg had to sweat against 🇪🇬 Al Ahly but they will defend their title on Thursday ⭐ They will meet 🇭🇺 Veszprém HC who defeated 🇪🇸 Barça, in another exhilarating #ihfclubwch semi-final 🔥
— International Handball Federation (@ihfhandball) October 1, 2024
Reviews ➡️ https://t.co/OIfJaDT9ud pic.twitter.com/98XUDqx5M1
Á fimmtudag fer úrslitaleikur mótsins fram þar sem Magdeburg mætir Bjarka Má Elíssyni og félögum í Veszprém. Þar getur Magdeburg tryggt sér sigur í keppninni þriðja árið í röð.