Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2024 21:30 Leikmenn Dortmund fagna einu af sjö mörkum sínum í kvöld. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. Borussia Dortmund lagði Celtic 7-1, Barcelona vann Young Boys 5-0 og Inter lagði Rauðu stjörnuna 4-0. Skömmustulegir Skotar Í Þýskalandi tók Borussia Dortmund á móti Celtic frá Skotlandi. Það var leikur kattarins að músinni þar sem staðan var 5-1 heimamönnum í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Emre Can kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu. Daizen Maeda jafnaði metin óvænt fyrir gestina aðeins tveimur mínútum síðar en eftir það var leikurinn eign heimaliðsins. A man on fire 🔥 pic.twitter.com/bTd7w8xhUs— Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 1, 2024 Karim Adeyemi kom Dortmund yfir á nýjan leik ekki löngu eftir að gestirnir jöfnuðu metin. Á 34. mínútu bætti Adyemi við öðru marki sínu og þriðja marki heimaliðsins. Þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks fékk Dortmund vítaspyrnu á nýjan leik. Serhou Guirassy fór á punktinn að þessu sinni og kom Dortmund 4-1 yfir. Adeyemi fullkomnaði svo þrennu sína tveimur mínútum síðar og þar við sat þangað til fyrri hálfleik lauk. Adeyemi var valinn maður leiksins að leik loknum. Please and thank you 🏆 pic.twitter.com/jMdfKZcoLb— Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 1, 2024 Guirassy bætti við öðru marki sínu og sjötta marki Dortmund á 66. mínútu leiksins. Felix Nmecha bætti við sjöunda markinu á 79. mínútu og ótrúlegt en satt þá var það síðasta mark leiksins, lokatölur 7-1 Dortmund í vil. Dortmund fer með sigrinum á toppinn með sex stig og 10 mörk skoruðu í fyrstu tveimur umferðum Meistaradeildarinnar þetta tímabilið. Celtic er með þrjú stig eftir sigur á Slovan Bratislava í fyrstu umferð. Stuðningsmenn Celtic mættu með fána Palestínu á leikinn ásamt því að þeir mynduðu slagorðið „Frjáls Palestína“ á ensku.EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Brattir Börsungar Í Katalóníu var Young Boys frá Sviss í heimsókn og segja má að gestirnir hafi ekki átt mikið erindi í heimamenn í kvöld. Pólska markamaskínan Robert Lewandowski kom Börsungum yfir á 8. mínútu eftir sendingu Raphinha. Brasilíumaðurinn bætti svo við öðru marki heimaliðsins eftir rúmlega hálftíma. Það var svo Iñigo Martínez sem bætti við þriðja markinu eftir sendingu frá Pedri og staðan 3-0 í hálfleik. Raphinha’s winning magic! pic.twitter.com/id8pUyikEV— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 1, 2024 Það voru aðeins sex mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Lewandowski bætti við öðru marki sínu eftir undirbúning Martínez. Til að bæta gráu ofan á svart þá skoruðu gestirnir sjálfir fimma mark Börsunga þegar Mohamed Camara setti boltann í eigið net. 🔥 FULL TIME!!!!! 🔥#BarçaYoungBoys pic.twitter.com/ckbeK9UndA— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 1, 2024 Börsungar eru komnir á blað eftir tap gegn Monaco í fyrstu umferð. Young Boys eru án stiga og með markatöluna 0-8. Stjörnuhrap í Mílanó Inter Milan lagði Rauðu Stjörnuna frá Serbíu 4-0 í Mílanó. Hakan Çalhanoğlu skoraði eina mark fyrri hálfleiks. Marko Arnautović tvöfaldaði forystuna á 59. mínútu. Lautaro Martínez kom inn af bekknum og bætti við þriðja markinu áður en hann fiskaði vítaspyrnu. Mehdi Taremi fór á punktinn og skoraði fjórða mark Inter. Inter nú með fjögur stig eftir jafntefli við Manchester City í fyrstu umferð á meðan Rauða stjarnan er án stiga. SENTITE LA SUA VOCE??? 🔈🔉🔊🐂#ForzaInter #InterFKCZ #UCL pic.twitter.com/WWh1a3GyFx— Inter ⭐⭐ (@Inter) October 1, 2024 Önnur úrslit voru þau að Bayer Leverkusen vann 1-0 sigur á AC Milan þökk sé marki Victor Boniface. Þá gerðu PSV og Sporting 1-1 jafntefli. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Brest er komið á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 útisigur á Salzburg. Þá gerði Sparta Prag 1-1 jafntefli við Stuttgart ytra. 1. október 2024 18:46 Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00 Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Borussia Dortmund lagði Celtic 7-1, Barcelona vann Young Boys 5-0 og Inter lagði Rauðu stjörnuna 4-0. Skömmustulegir Skotar Í Þýskalandi tók Borussia Dortmund á móti Celtic frá Skotlandi. Það var leikur kattarins að músinni þar sem staðan var 5-1 heimamönnum í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Emre Can kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu. Daizen Maeda jafnaði metin óvænt fyrir gestina aðeins tveimur mínútum síðar en eftir það var leikurinn eign heimaliðsins. A man on fire 🔥 pic.twitter.com/bTd7w8xhUs— Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 1, 2024 Karim Adeyemi kom Dortmund yfir á nýjan leik ekki löngu eftir að gestirnir jöfnuðu metin. Á 34. mínútu bætti Adyemi við öðru marki sínu og þriðja marki heimaliðsins. Þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks fékk Dortmund vítaspyrnu á nýjan leik. Serhou Guirassy fór á punktinn að þessu sinni og kom Dortmund 4-1 yfir. Adeyemi fullkomnaði svo þrennu sína tveimur mínútum síðar og þar við sat þangað til fyrri hálfleik lauk. Adeyemi var valinn maður leiksins að leik loknum. Please and thank you 🏆 pic.twitter.com/jMdfKZcoLb— Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 1, 2024 Guirassy bætti við öðru marki sínu og sjötta marki Dortmund á 66. mínútu leiksins. Felix Nmecha bætti við sjöunda markinu á 79. mínútu og ótrúlegt en satt þá var það síðasta mark leiksins, lokatölur 7-1 Dortmund í vil. Dortmund fer með sigrinum á toppinn með sex stig og 10 mörk skoruðu í fyrstu tveimur umferðum Meistaradeildarinnar þetta tímabilið. Celtic er með þrjú stig eftir sigur á Slovan Bratislava í fyrstu umferð. Stuðningsmenn Celtic mættu með fána Palestínu á leikinn ásamt því að þeir mynduðu slagorðið „Frjáls Palestína“ á ensku.EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Brattir Börsungar Í Katalóníu var Young Boys frá Sviss í heimsókn og segja má að gestirnir hafi ekki átt mikið erindi í heimamenn í kvöld. Pólska markamaskínan Robert Lewandowski kom Börsungum yfir á 8. mínútu eftir sendingu Raphinha. Brasilíumaðurinn bætti svo við öðru marki heimaliðsins eftir rúmlega hálftíma. Það var svo Iñigo Martínez sem bætti við þriðja markinu eftir sendingu frá Pedri og staðan 3-0 í hálfleik. Raphinha’s winning magic! pic.twitter.com/id8pUyikEV— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 1, 2024 Það voru aðeins sex mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Lewandowski bætti við öðru marki sínu eftir undirbúning Martínez. Til að bæta gráu ofan á svart þá skoruðu gestirnir sjálfir fimma mark Börsunga þegar Mohamed Camara setti boltann í eigið net. 🔥 FULL TIME!!!!! 🔥#BarçaYoungBoys pic.twitter.com/ckbeK9UndA— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 1, 2024 Börsungar eru komnir á blað eftir tap gegn Monaco í fyrstu umferð. Young Boys eru án stiga og með markatöluna 0-8. Stjörnuhrap í Mílanó Inter Milan lagði Rauðu Stjörnuna frá Serbíu 4-0 í Mílanó. Hakan Çalhanoğlu skoraði eina mark fyrri hálfleiks. Marko Arnautović tvöfaldaði forystuna á 59. mínútu. Lautaro Martínez kom inn af bekknum og bætti við þriðja markinu áður en hann fiskaði vítaspyrnu. Mehdi Taremi fór á punktinn og skoraði fjórða mark Inter. Inter nú með fjögur stig eftir jafntefli við Manchester City í fyrstu umferð á meðan Rauða stjarnan er án stiga. SENTITE LA SUA VOCE??? 🔈🔉🔊🐂#ForzaInter #InterFKCZ #UCL pic.twitter.com/WWh1a3GyFx— Inter ⭐⭐ (@Inter) October 1, 2024 Önnur úrslit voru þau að Bayer Leverkusen vann 1-0 sigur á AC Milan þökk sé marki Victor Boniface. Þá gerðu PSV og Sporting 1-1 jafntefli.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Brest er komið á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 útisigur á Salzburg. Þá gerði Sparta Prag 1-1 jafntefli við Stuttgart ytra. 1. október 2024 18:46 Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00 Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Brest er komið á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 útisigur á Salzburg. Þá gerði Sparta Prag 1-1 jafntefli við Stuttgart ytra. 1. október 2024 18:46
Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00
Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00