Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2024 07:03 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, þurfti að fækka störfum hjá embættinu um sx í fyrra vegna niðurskurðarkröfu í fjárlögum þessa árs. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur ekki mannafla til þess að halda úti rannsókn á ólöglegu samráði Eimskipa og Samskipa á sama tíma og möguleg brot nálgast það að fyrnast. Sex starfsmönnum embættisins var sagt upp í fyrra vegna niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum stjórnenda skipafélaganna tveggja hófst árið 2014. Fjórir núverandi og fyrrverandi stjórnendur félaganna hafa haft stöðu sakbornings við rannsóknina. Samkeppniseftirlitið gerði Samskipum að greiða 4,2 milljarða króna í sekt vegna ólöglegs samráðs við Eimskip en síðarnefnda félagið gerði sátt við eftirlitið um að það greiddi 1,5 milljarða króna fyrir sinn þátt. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir málið enn skráð í rannsókn hjá embættinu en hún sé ekki virk í augnablikinu. Málið sé umfangsmikið og mannaflafrekt og embættið hafi einfaldlega ekki mannafla í að vinna það samfellt samhliða öðrum stórum málum. „Það er tíu ára fyrningartími á þessum brotum. Ég reikna með að taka stöðuna á því þegar við förum að hafa einhverjar lausar hendur,“ segir hann við Vísi. Sektirnar sem Samskipum og Eimskipum voru gerðar vörðuðu ólöglegt samráð sem Samkeppniseftirlitið sagði hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2013. Að minnsta kosti hluti mögulegra lögbrota gæti því þegar verið fyrndur. „Það er reglulega farið yfir málastöðuna. Það er náttúrulega endalaus forgangsröðun í gangi eins og annars staðar í opinbera kerfinu,“ segir Ólafur Þór. Meiri niðurskurðarkrafa en annars staðar hjá löggæslu og í dómskerfi Nokkur stór mál sem komu upp árið 2019 hafa haldið stórum hópi starfsmanna héraðssaksóknaraembættisins uppteknum, meðal annars umfangsmikið peningaþvættismál þar sem hátt í fimmtíu manns hafa stöðu sakbornings og tengist stórum fíkniefnamálum. Þá kom mál Samherja í Namibíu inn á borð embættisins á sama tíma. Til að bæta gráu ofan á svart fékk embætti héraðssaksóknara á sig fimm prósent niðurskurðarkröfu í fjárlögum þessa árs. Ólafur Þór segir að fækkað hafi verið um sex störf hjá embættinu vegna þess í fyrra. Fækkað hafi verið á öllum sviðum embættisins, þar á meðal aðstoðarsaksóknurum og rannsakendum. Ólafur Þór segir að löggæsla og dómstólar hafi einnig fengið á sig niðurskurðarkröfu í fyrra en hún hafi verið innan við helmingur þess sem embætti hans þurfti að minnka við sig. „Einhverra hluta vegna var niðurskurðurinn dýpri hjá ákæruvaldinu en hjá þessum stofnunum sem við störfum í miklu návígi við. Þá verður náttúrulega slagsíða á því embætti sem er skorið meira niður en önnur. Það eru ekki mjög flókin vísindi,“ segir hann. Varðandi rannsóknina á samráðsmáli skipafélaganna segir Ólafur Þór að það sjái fyrir endann á rannsókn nokkurra þeirra stóru mála sem hafa haldið starfsmönnum embættisins frá því. „Þá förum við að ráðstafa þeim mannskap sem losnar og huga að því sem eftir stendur.“ Rekstur hins opinbera Dómsmál Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. 26. september 2024 17:47 Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. 28. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum stjórnenda skipafélaganna tveggja hófst árið 2014. Fjórir núverandi og fyrrverandi stjórnendur félaganna hafa haft stöðu sakbornings við rannsóknina. Samkeppniseftirlitið gerði Samskipum að greiða 4,2 milljarða króna í sekt vegna ólöglegs samráðs við Eimskip en síðarnefnda félagið gerði sátt við eftirlitið um að það greiddi 1,5 milljarða króna fyrir sinn þátt. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir málið enn skráð í rannsókn hjá embættinu en hún sé ekki virk í augnablikinu. Málið sé umfangsmikið og mannaflafrekt og embættið hafi einfaldlega ekki mannafla í að vinna það samfellt samhliða öðrum stórum málum. „Það er tíu ára fyrningartími á þessum brotum. Ég reikna með að taka stöðuna á því þegar við förum að hafa einhverjar lausar hendur,“ segir hann við Vísi. Sektirnar sem Samskipum og Eimskipum voru gerðar vörðuðu ólöglegt samráð sem Samkeppniseftirlitið sagði hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2013. Að minnsta kosti hluti mögulegra lögbrota gæti því þegar verið fyrndur. „Það er reglulega farið yfir málastöðuna. Það er náttúrulega endalaus forgangsröðun í gangi eins og annars staðar í opinbera kerfinu,“ segir Ólafur Þór. Meiri niðurskurðarkrafa en annars staðar hjá löggæslu og í dómskerfi Nokkur stór mál sem komu upp árið 2019 hafa haldið stórum hópi starfsmanna héraðssaksóknaraembættisins uppteknum, meðal annars umfangsmikið peningaþvættismál þar sem hátt í fimmtíu manns hafa stöðu sakbornings og tengist stórum fíkniefnamálum. Þá kom mál Samherja í Namibíu inn á borð embættisins á sama tíma. Til að bæta gráu ofan á svart fékk embætti héraðssaksóknara á sig fimm prósent niðurskurðarkröfu í fjárlögum þessa árs. Ólafur Þór segir að fækkað hafi verið um sex störf hjá embættinu vegna þess í fyrra. Fækkað hafi verið á öllum sviðum embættisins, þar á meðal aðstoðarsaksóknurum og rannsakendum. Ólafur Þór segir að löggæsla og dómstólar hafi einnig fengið á sig niðurskurðarkröfu í fyrra en hún hafi verið innan við helmingur þess sem embætti hans þurfti að minnka við sig. „Einhverra hluta vegna var niðurskurðurinn dýpri hjá ákæruvaldinu en hjá þessum stofnunum sem við störfum í miklu návígi við. Þá verður náttúrulega slagsíða á því embætti sem er skorið meira niður en önnur. Það eru ekki mjög flókin vísindi,“ segir hann. Varðandi rannsóknina á samráðsmáli skipafélaganna segir Ólafur Þór að það sjái fyrir endann á rannsókn nokkurra þeirra stóru mála sem hafa haldið starfsmönnum embættisins frá því. „Þá förum við að ráðstafa þeim mannskap sem losnar og huga að því sem eftir stendur.“
Rekstur hins opinbera Dómsmál Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. 26. september 2024 17:47 Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. 28. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. 26. september 2024 17:47
Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. 28. ágúst 2024 14:24
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent