Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2024 21:02 Aðalsteinn Sigfússon sést hér í miðjunni. Honum á hægri hönd, í hvarfi á bak við blóðflöguvélina, er Hákon sonur hans. Guðrún Aðalsteinsdóttir situr með appelsínusafa í hönd í forgrunni og ræðir við bróður sinn, Sigfús. Vísir/sigurjón Blóðgjafi sem nýverið fagnaði sjötugsafmæli gaf í morgun blóð í hinsta sinn vegna aldurs, þrátt fyrir að vera við hestaheilsu. Hann skilur við Blóðbankann með trega en vonar að börn hans, sem öll voru einnig mætt í blóðgjöf föður sínum til stuðnings, taki við keflinu. Sár vöntun er á blóðgjöfum um þessar mundir. Það var sannkallað ættarmót í Blóðbankanum við Snorrabraut í morgunsárið. Við hittum þar fyrir Aðalstein Sigfússon, blóðgjafa til fimmtíu ára, og börn hans Hákon, Sigfús og Guðrúnu. „Nú er ég að gefa í síðasta sinn. Búinn að gefa 250 sinnum og mér finnst ég hafa skyldu til að halda áfram en ég get ekki gert það sjálfur þannig að ég bað börnin mín um að koma og þau munu halda áfram,“ segir Aðalsteinn þar sem hann situr mitt á milli sona sinna í Blóðbankanum. Allir voru þeir þar önnum kafnir við að gefa blóðflögur. Hvernig er tilfinningin að vera að gera þetta í síðasta sinn? „Hún er svona blendin, þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held að það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til þess að gera þetta.“ Fjórði fjölskyldumeðlimurinn, Guðrún, lá á bekk hinum megin við vegginn og var að gefa blóð í fyrsta sinn þegar fréttastofa ræddi við hana. „Þetta er bara spennandi. Gott að koma og skemmtilegt að koma og taka við keflinu af pabba sem er búinn að vera að gera þetta í 50 ár. Ég er ekki alveg jafnöflug og bræður mínir hérna hinum megin en ég ætla að taka mig á, þetta skiptir máli,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir. „Ég held það sé um 30 prósent af Íslendingum sem eiga það á hættu eða munu þurfa á blóði að halda einhvern tímann á ævinni. Þannig að, komið og gefið!“ segir Aðalsteinn að lokum. Blóðgjöf Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Það var sannkallað ættarmót í Blóðbankanum við Snorrabraut í morgunsárið. Við hittum þar fyrir Aðalstein Sigfússon, blóðgjafa til fimmtíu ára, og börn hans Hákon, Sigfús og Guðrúnu. „Nú er ég að gefa í síðasta sinn. Búinn að gefa 250 sinnum og mér finnst ég hafa skyldu til að halda áfram en ég get ekki gert það sjálfur þannig að ég bað börnin mín um að koma og þau munu halda áfram,“ segir Aðalsteinn þar sem hann situr mitt á milli sona sinna í Blóðbankanum. Allir voru þeir þar önnum kafnir við að gefa blóðflögur. Hvernig er tilfinningin að vera að gera þetta í síðasta sinn? „Hún er svona blendin, þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held að það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til þess að gera þetta.“ Fjórði fjölskyldumeðlimurinn, Guðrún, lá á bekk hinum megin við vegginn og var að gefa blóð í fyrsta sinn þegar fréttastofa ræddi við hana. „Þetta er bara spennandi. Gott að koma og skemmtilegt að koma og taka við keflinu af pabba sem er búinn að vera að gera þetta í 50 ár. Ég er ekki alveg jafnöflug og bræður mínir hérna hinum megin en ég ætla að taka mig á, þetta skiptir máli,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir. „Ég held það sé um 30 prósent af Íslendingum sem eiga það á hættu eða munu þurfa á blóði að halda einhvern tímann á ævinni. Þannig að, komið og gefið!“ segir Aðalsteinn að lokum.
Blóðgjöf Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13