Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2024 10:32 Laila Hasanovic og Mick Schumacher. Dóttir Michaels Schumacher gekk í það heilaga um helgina og áður en langt um líður gæti sonur hans líka verið á leið í hnapphelduna. Schumacher sást í fyrsta sinn í ellefu ár meðal fólks í brúðkaupi dóttur sinnar, Ginu-Mariu, á Mallorca um helgina. Hann lenti í skíðaslysi í frönsku ölpunum í desember 2013 og alla tíð síðan hefur mikil leynd ríkt um ástand hans. Engar myndir hafa birst af Schumacher úr brúðkaupinu enda þurftu allir gestir þess að láta frá sér síma og myndavélar við komuna. Sem fyrr sagði er þess eflaust ekki langt að bíða að Mick, sonur heimsmeistarans sjöfalda, gangi í hjónaband en kærasta hans, danska fyrirsætan Laila Hasanovic, birti mynd af demantshring á Instagram á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Laila Hasanovic🦂 (@lailahasanovic) Þau byrjuðu að hittast fyrir rúmu ári og fjölskylda Schumachers ku vera yfir sig hrifin af Lailu. Þegar það var svo komið að því fyrir Lailu að hitta Schumacher kaus fjölskyldan um það pg það flaug í gegn. Hún er fyrsta kærasta Micks sem fær að hitta Schumacher. Mick hefur sjálfur keppt í Formúlu 1 eins og faðir sinn og er núna varaökumaður fyrir Mercedes. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Schumacher sást í fyrsta sinn í ellefu ár meðal fólks í brúðkaupi dóttur sinnar, Ginu-Mariu, á Mallorca um helgina. Hann lenti í skíðaslysi í frönsku ölpunum í desember 2013 og alla tíð síðan hefur mikil leynd ríkt um ástand hans. Engar myndir hafa birst af Schumacher úr brúðkaupinu enda þurftu allir gestir þess að láta frá sér síma og myndavélar við komuna. Sem fyrr sagði er þess eflaust ekki langt að bíða að Mick, sonur heimsmeistarans sjöfalda, gangi í hjónaband en kærasta hans, danska fyrirsætan Laila Hasanovic, birti mynd af demantshring á Instagram á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Laila Hasanovic🦂 (@lailahasanovic) Þau byrjuðu að hittast fyrir rúmu ári og fjölskylda Schumachers ku vera yfir sig hrifin af Lailu. Þegar það var svo komið að því fyrir Lailu að hitta Schumacher kaus fjölskyldan um það pg það flaug í gegn. Hún er fyrsta kærasta Micks sem fær að hitta Schumacher. Mick hefur sjálfur keppt í Formúlu 1 eins og faðir sinn og er núna varaökumaður fyrir Mercedes.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira