Magdeburg missti heimsmeistaratitilinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. október 2024 19:30 Ómar Ingi og félagar í Magdeburg náðu ekki verja titilinn sem þeir hafa unnið síðustu fjögur ár. EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Ungverska liðið Veszprém er heimsmeistari félagsliða eftir 34-33 sigur gegn þýska liðinu Magdeburg í framlengdum leik. Magdeburg hafði unnið keppnina fjögur ár í röð og var ósigrað í síðustu fimmtán leikjum fyrir þennan. Leikurinn var mjög kaflaskiptur, Veszprém byrjaði vel og tók þriggja marka forystu, Magdeburg fylgdi því svo eftir með frábæru áhlaupi. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru þar fremstir í flokki með 5 mörk og 5 stoðsendingar samanlagt í fyrri hálfleik. Aftur byrjaði Veszprém hins vegar betur í seinni hálfleik og skoraði fimm mörk í röð, en Magdeburg neitaði að gefast upp, fékk ekki á sig mark í síðustu þremur sóknunum og jafnaði leikinn undir blálokin. Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik kvöldsins.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Þegar í framlenginguna var komið virtist leikurinn því vera að sveiflast meira í átt að Magdeburg sigri, en markvörður Veszprém steig upp á ögurstundu. Varði vel tvær sóknir í röð og hjálpaði sínu liði að vinna HM félagsliða í fyrsta sinn. Bjarki Már Elísson er leikmaður Veszprém en tók ekki þátt í leik kvöldsins. Gísli Þorgeir í liði Magdeburg endaði leikinn með 3 mörk, Ómar Ingi skoraði sjö. Heimaliðið varð óvænt ofar en Barcelona Gestgjafaliðið frá Egyptalandi, Al-Ahly, vann mjög óvæntan 32-29 sigur gegn Barcelona í leik um þriðja sætið. Barcelona er sigursælasta lið í sögu keppninnar, vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, þykir eitt besta lið heims og hafði komist átta sinnum á verðlaunapall á mótinu, eða í hvert einasta skipti sem liðið hafði tekið þátt. Al-Ahly er ekki eins hátt skrifað og hafði þangað til aðeins unnið einn leik gegn liði frá Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr á mótinu og þar vann Barcelona örugglega, 31-23. Leikur dagsins var hins vegar allt öðruvísi. Frábær byrjun heimamanna lagði grunninn að góðum sigri, Barcelona barðist til baka og minnkaði muninn töluvert í seinni hálfleik en tókst ekki að minnka muninn nóg og Al-Ahly fór með þriggja marka sigur, 32-29. Handbolti Ungverski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Leikurinn var mjög kaflaskiptur, Veszprém byrjaði vel og tók þriggja marka forystu, Magdeburg fylgdi því svo eftir með frábæru áhlaupi. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru þar fremstir í flokki með 5 mörk og 5 stoðsendingar samanlagt í fyrri hálfleik. Aftur byrjaði Veszprém hins vegar betur í seinni hálfleik og skoraði fimm mörk í röð, en Magdeburg neitaði að gefast upp, fékk ekki á sig mark í síðustu þremur sóknunum og jafnaði leikinn undir blálokin. Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik kvöldsins.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Þegar í framlenginguna var komið virtist leikurinn því vera að sveiflast meira í átt að Magdeburg sigri, en markvörður Veszprém steig upp á ögurstundu. Varði vel tvær sóknir í röð og hjálpaði sínu liði að vinna HM félagsliða í fyrsta sinn. Bjarki Már Elísson er leikmaður Veszprém en tók ekki þátt í leik kvöldsins. Gísli Þorgeir í liði Magdeburg endaði leikinn með 3 mörk, Ómar Ingi skoraði sjö. Heimaliðið varð óvænt ofar en Barcelona Gestgjafaliðið frá Egyptalandi, Al-Ahly, vann mjög óvæntan 32-29 sigur gegn Barcelona í leik um þriðja sætið. Barcelona er sigursælasta lið í sögu keppninnar, vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, þykir eitt besta lið heims og hafði komist átta sinnum á verðlaunapall á mótinu, eða í hvert einasta skipti sem liðið hafði tekið þátt. Al-Ahly er ekki eins hátt skrifað og hafði þangað til aðeins unnið einn leik gegn liði frá Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr á mótinu og þar vann Barcelona örugglega, 31-23. Leikur dagsins var hins vegar allt öðruvísi. Frábær byrjun heimamanna lagði grunninn að góðum sigri, Barcelona barðist til baka og minnkaði muninn töluvert í seinni hálfleik en tókst ekki að minnka muninn nóg og Al-Ahly fór með þriggja marka sigur, 32-29.
Handbolti Ungverski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni