Einstakur atburður og viðbúnaður Marinó G. Njálsson skrifar 4. október 2024 11:00 Enn einn „einstakur“ atburður átti sér stað og viðbúnað skorti. Málið er að ekkert er ófyrirséð annað en tímasetning atburðarins. Hver verður næsti einstaki, óvænti atburðurinn sem setur allt á hliðina? Hefur verið lagt í vinnu við að greina mögulega atburði og koma í veg fyrir að þeir valdi tjóni fyrir íbúa viðkomandi svæða? Fyrir utan, að þetta var ekki einstakur atburður. Það er bara svo langt síðan þetta gerðist síðast. Þá er ég ekki að tala um rafmagnsleysið, heldur höggið á kerfið Ég hef í nokkur ár verið að dunda mér við, að kortleggja svona ”ófyrirséða, einstaka” atburði og reyna að átta mig á því hvar þeir gætu átt sér stað. Ég skipti landinu í 119 svæði og skoðaði hvaða áhrif 130 mismunandi atburðir gætu haft á hverju svæði. Svæðin byggja á sveitarfélagaskipan landsins og skiptast í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðir, eftir því sem við á innan hvers sveitarfélags. 130 atburðir er örugglega ekki tæmandi listi yfir það sem þyrfti að skoða, en dugar líklega vel til að fá stóru myndina. Fyrir hver atburð hef ég síðan metið afleiðingar sem líklegt/hugsanlegt er að hann geti valdið á hverju svæði miðað við að atburðurinn eigi sér stað innan eðlilegra tímamarka að teknu tilliti til eðli hans. Þannig eru sumar náttúruvár þess eðlis, að þó þær hendi mjög sjaldan, þá eru afleiðingarnar mjög miklar. Skalinn sem ég vinn með, er frá 0 (ólíklegt að af atburði verði eða hann eigi ekki við og því engar afleiðingar) upp í 5 (afleiðingarnar eru mjög miklar fyrir lífsgæði íbúa, þó tímabundið gæti verið). Dæmi um atburði með 0 eru áhrif af stíflurofi, þar sem ekki er stífla, vor- eða sumarhret á höfuðborgarsvæðinu, eldgos og áhrif þeirra á Vestfjörðum og jarðskjálftar á Austfjörðum. Dæmi um atburði með 5 eru eldgos og jarðskjálftar í Hafnarfirði (ath. að Krýsuvík tilheyrir Hafnarfirði), hraunrennsli í óbyggðum Þingeyjarsveitar, kuldatíð með miklum langvarandi kulda um nánast allt Norðurland, langvarandi rafmagnsleysi (á við nánast öll svæði) og aðgangur að neysluvatni (á við nánast öll svæði). Hafa skal varann á, að eingöngu er um mitt mat að ræða og þó þekking mín á áhættustjórnun sé mikil, þá þarf að hver aðili fyrir sig, að endurmeta sínar tölur. Þó það liggi áhemju vinna að baki, þá vil ég gefa þeim sveitarfélögum, sem þess óska, aðgang að þessu brölti mínu án nokkurra skuldbindinga eða kostnaðar. Ég legg vara við, að þetta er aðeins fyrsti hluti af mun umfangsmeiri vinnu, sem ég er að sjálfsögðu tilbúinn að koma að (og er raunar byrjaður á í hjáverkum). Nánari upplýsingar er að finna hér: Sveitarfélög – Áhættumat og áfallaþol Eftir að búið er að bera kennsl á mögulega atburði innan hvers svæðis og hugsanlegar afleiðingar, þá þarf að meta líkur á atburði og út frá því áhættuna sem honum fylgir. Áhættuna þarf að meðhöndla sem hægt er að gera með ýmsu móti, styðja við viðbragðsaðila með skjölum, ferlum, viðbragðsáætlunum, neyðaráætlunum, rýmingaráætlunum, tólum og tækjum o.s.frv. Hægt er að læra mikið af reynslu Grindvíkinga, en líka Siglfirðinga, Seyðfirðinga, Norðfirðinga, Vestmannaeyinga og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að takast á við ólík, en alvarleg áföll. Hættum að líta á meinta „einstaka“ atburði sem eitthvað sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Sýnum fyrirhyggju, höfum uppi forvarnir og vaktanir og verum svo tilbúin, þegar atburðir verða. Það nefnilega reddast ekki allt alltaf. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í upplýsingaöryggi, netöryggi, persónuvernd og áhættustjórnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marinó G. Njálsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Enn einn „einstakur“ atburður átti sér stað og viðbúnað skorti. Málið er að ekkert er ófyrirséð annað en tímasetning atburðarins. Hver verður næsti einstaki, óvænti atburðurinn sem setur allt á hliðina? Hefur verið lagt í vinnu við að greina mögulega atburði og koma í veg fyrir að þeir valdi tjóni fyrir íbúa viðkomandi svæða? Fyrir utan, að þetta var ekki einstakur atburður. Það er bara svo langt síðan þetta gerðist síðast. Þá er ég ekki að tala um rafmagnsleysið, heldur höggið á kerfið Ég hef í nokkur ár verið að dunda mér við, að kortleggja svona ”ófyrirséða, einstaka” atburði og reyna að átta mig á því hvar þeir gætu átt sér stað. Ég skipti landinu í 119 svæði og skoðaði hvaða áhrif 130 mismunandi atburðir gætu haft á hverju svæði. Svæðin byggja á sveitarfélagaskipan landsins og skiptast í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðir, eftir því sem við á innan hvers sveitarfélags. 130 atburðir er örugglega ekki tæmandi listi yfir það sem þyrfti að skoða, en dugar líklega vel til að fá stóru myndina. Fyrir hver atburð hef ég síðan metið afleiðingar sem líklegt/hugsanlegt er að hann geti valdið á hverju svæði miðað við að atburðurinn eigi sér stað innan eðlilegra tímamarka að teknu tilliti til eðli hans. Þannig eru sumar náttúruvár þess eðlis, að þó þær hendi mjög sjaldan, þá eru afleiðingarnar mjög miklar. Skalinn sem ég vinn með, er frá 0 (ólíklegt að af atburði verði eða hann eigi ekki við og því engar afleiðingar) upp í 5 (afleiðingarnar eru mjög miklar fyrir lífsgæði íbúa, þó tímabundið gæti verið). Dæmi um atburði með 0 eru áhrif af stíflurofi, þar sem ekki er stífla, vor- eða sumarhret á höfuðborgarsvæðinu, eldgos og áhrif þeirra á Vestfjörðum og jarðskjálftar á Austfjörðum. Dæmi um atburði með 5 eru eldgos og jarðskjálftar í Hafnarfirði (ath. að Krýsuvík tilheyrir Hafnarfirði), hraunrennsli í óbyggðum Þingeyjarsveitar, kuldatíð með miklum langvarandi kulda um nánast allt Norðurland, langvarandi rafmagnsleysi (á við nánast öll svæði) og aðgangur að neysluvatni (á við nánast öll svæði). Hafa skal varann á, að eingöngu er um mitt mat að ræða og þó þekking mín á áhættustjórnun sé mikil, þá þarf að hver aðili fyrir sig, að endurmeta sínar tölur. Þó það liggi áhemju vinna að baki, þá vil ég gefa þeim sveitarfélögum, sem þess óska, aðgang að þessu brölti mínu án nokkurra skuldbindinga eða kostnaðar. Ég legg vara við, að þetta er aðeins fyrsti hluti af mun umfangsmeiri vinnu, sem ég er að sjálfsögðu tilbúinn að koma að (og er raunar byrjaður á í hjáverkum). Nánari upplýsingar er að finna hér: Sveitarfélög – Áhættumat og áfallaþol Eftir að búið er að bera kennsl á mögulega atburði innan hvers svæðis og hugsanlegar afleiðingar, þá þarf að meta líkur á atburði og út frá því áhættuna sem honum fylgir. Áhættuna þarf að meðhöndla sem hægt er að gera með ýmsu móti, styðja við viðbragðsaðila með skjölum, ferlum, viðbragðsáætlunum, neyðaráætlunum, rýmingaráætlunum, tólum og tækjum o.s.frv. Hægt er að læra mikið af reynslu Grindvíkinga, en líka Siglfirðinga, Seyðfirðinga, Norðfirðinga, Vestmannaeyinga og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að takast á við ólík, en alvarleg áföll. Hættum að líta á meinta „einstaka“ atburði sem eitthvað sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Sýnum fyrirhyggju, höfum uppi forvarnir og vaktanir og verum svo tilbúin, þegar atburðir verða. Það nefnilega reddast ekki allt alltaf. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í upplýsingaöryggi, netöryggi, persónuvernd og áhættustjórnun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun