Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson skrifar 4. október 2024 11:16 Nýrri brú yfir Ölfusá, norðan við Selfoss, er ætlað að létta af umferð gegnum bæinn. En það er til önnur leið yfir Ölfusá til að komast framhjá. Hún liggur um Þrengslin og Eyrarbakkaveg. Með því að bæta veginn um Þrengsli og sveigja Eyrarbakkaveg suður fyrir Selfoss verður til greiðfær leið sem gerir nýja brú yfir Ölfusá óþarfa. Kostnaðurinn við vegabæturnar verður aldrei nema brot af verðmiða brúarinnar. Til mikils er að vinna. Ekki aðeins sparast gríðarlegir fjármunir með því að hætta við brúarsmíðina, heldur þarf hvort sem er að bæta Þrengslaveg til muna. Hann er of mjór og í raun hættulegur miðað við þá vaxandi umferð sem um hann fer vegna aukinna umsvifa í Þorlákshöfn. Þá mun bættur vegur um Þrengsli aðskilja þann hluta umferðarinnar sem er á leið austur fyrir Selfoss frá þeim hluta sem er á leið í Hveragerði, Selfoss eða uppsveitir Suðurlands með auknu öryggi og aðgengi. Betri leið að öllu leyti Þrengslin eru að öllu leyti betra vegstæði en Hellisheiðin. Þau eru mest í 288 metra hæð yfir sjávarmáli meðan Hellisheiðin fer í 374 metra og lokast oft vegna ófærðar. Veðuraðstæður í Þrengslum eru miklu betri og sætir undantekningu að vegurinn þar loki vegna ófærðar. Vetrarviðhald er langtum auðveldara. Með því að breikka veginn, setja klifurakrein á einu brekkuna, framúrakstursreinar (2+1) og lýsingu væri kominn fyrsta flokks og greiðfær akvegur. Ekki þarf að fjölyrða um þau einstöku akstursskilyrði sem eru á láglendinu á Eyrarbakkavegi, fjærri fjöllum og sviptivindum. Tvíbreið brúin yfir ósa Ölfusár getur annað mikilli umferð. Hið eina sem þarf til er að leggja um 15 km langan nýjan kafla fyrir sunnan Selfoss til að tengja Eyrarbakkaveg inn á Suðurlandsveginn. Á góðum degi tæki minna en 5 mínútur að fara þessa leið frekar en yfir Hellisheiði og gegnum Selfoss. Á móti kemur svo gríðalegur fjárhagslegur sparnaður og stórlega aukið umferðaöryggi. Ætli það skipti stjórnmálafólk máli? Mikilvægt fyrir Þorlákshöfn, mikilvægt fyrir hagkerfi landsins Fyrir Þorlákshöfn eru úrbætur á Þrengslaveginum afar brýnar, óháð öðru. Þorlákshöfn er eitt helsta verðmætasköpunarsvæði Íslands. Sú staða mun styrkjast á næstu árum og vara næstu áratugi. Á næstu 5 til 7 árum er stefnt að fjárfestingum hér fyrir um 500 milljarða króna. Öllum má ljóst vera að slíkur uppgangur er ekki staðbundinn heldur skilar sé beint í öflugra hagkerfi í landinu öllu. Greiðar og öruggar samgöngur eru lífsnauðsyn til að það gangi upp sem skyldi. Í Þorlákshöfn og reyndar Ölfusi öllu eru miklir vaxtarmöguleikar og með bættum samgöngum færist sveitarfélagið nær jaðri höfuðborgarsvæðisins. Flugvöllur á suðurlandi Fyrir löngu er ljóst að umræða um flugvöll í Hvassahrauni er í besta falli til þess eins að tefja vitræna umræðu um það mikilvæga mál. Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrotasvæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð. Lengi hefur verið rætt um möguleika þess að staðsetja nýjan flugvöll hér austan við höfuðborgina. Nýr vegur um Þrengsli opna á möguleika þess að byggja nýjan flugvöll sunnan við Selfoss. Sú staðsetning er í stuttri akstursfjarlægð frá Leifsstöð, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan væru fyrirtaks samgöngutengingar við aðalþéttbýlið á suðvestur horninu um Þrengslaveg sem er snjóléttur og öruggur. Tækifærin sem tengjast því að vera með alþjóðaflugvöll og eina helstu útflutningshöfn landsins steinsnar hvort frá öðru eru ómæld. Leiðin sem lögð var til fyrir 79 árum Hugmynd sú sem hér er rædd er ekki ný af nálinni. Ítrekað hefur verið bent á hversu mjög Þrengslin eru öryggara og betra vegstæði. Í mars 1944 samþykkti Alþingi að fela fimm manna nefnd að koma með tillögur um hagkvæmustu og öruggustu samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendis. Rúmlega ári síðar sendi nefndin samgöngumálaráðherra ítarlegt álit og sagði að leiðin um Þrengslin væri best. Sú leið tryggði meira öryggi í vetrarsamgöngum og þar væru færri brekkur. Lagði nefndin til að fullkomnar endurbætur yrðu gerðar á veginum. Segja má að nú sé komið að því að fara eftir þessum vel rökstuddu tæplega áttatíuara gömlu tillögum. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Samgöngur Ölfus Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýrri brú yfir Ölfusá, norðan við Selfoss, er ætlað að létta af umferð gegnum bæinn. En það er til önnur leið yfir Ölfusá til að komast framhjá. Hún liggur um Þrengslin og Eyrarbakkaveg. Með því að bæta veginn um Þrengsli og sveigja Eyrarbakkaveg suður fyrir Selfoss verður til greiðfær leið sem gerir nýja brú yfir Ölfusá óþarfa. Kostnaðurinn við vegabæturnar verður aldrei nema brot af verðmiða brúarinnar. Til mikils er að vinna. Ekki aðeins sparast gríðarlegir fjármunir með því að hætta við brúarsmíðina, heldur þarf hvort sem er að bæta Þrengslaveg til muna. Hann er of mjór og í raun hættulegur miðað við þá vaxandi umferð sem um hann fer vegna aukinna umsvifa í Þorlákshöfn. Þá mun bættur vegur um Þrengsli aðskilja þann hluta umferðarinnar sem er á leið austur fyrir Selfoss frá þeim hluta sem er á leið í Hveragerði, Selfoss eða uppsveitir Suðurlands með auknu öryggi og aðgengi. Betri leið að öllu leyti Þrengslin eru að öllu leyti betra vegstæði en Hellisheiðin. Þau eru mest í 288 metra hæð yfir sjávarmáli meðan Hellisheiðin fer í 374 metra og lokast oft vegna ófærðar. Veðuraðstæður í Þrengslum eru miklu betri og sætir undantekningu að vegurinn þar loki vegna ófærðar. Vetrarviðhald er langtum auðveldara. Með því að breikka veginn, setja klifurakrein á einu brekkuna, framúrakstursreinar (2+1) og lýsingu væri kominn fyrsta flokks og greiðfær akvegur. Ekki þarf að fjölyrða um þau einstöku akstursskilyrði sem eru á láglendinu á Eyrarbakkavegi, fjærri fjöllum og sviptivindum. Tvíbreið brúin yfir ósa Ölfusár getur annað mikilli umferð. Hið eina sem þarf til er að leggja um 15 km langan nýjan kafla fyrir sunnan Selfoss til að tengja Eyrarbakkaveg inn á Suðurlandsveginn. Á góðum degi tæki minna en 5 mínútur að fara þessa leið frekar en yfir Hellisheiði og gegnum Selfoss. Á móti kemur svo gríðalegur fjárhagslegur sparnaður og stórlega aukið umferðaöryggi. Ætli það skipti stjórnmálafólk máli? Mikilvægt fyrir Þorlákshöfn, mikilvægt fyrir hagkerfi landsins Fyrir Þorlákshöfn eru úrbætur á Þrengslaveginum afar brýnar, óháð öðru. Þorlákshöfn er eitt helsta verðmætasköpunarsvæði Íslands. Sú staða mun styrkjast á næstu árum og vara næstu áratugi. Á næstu 5 til 7 árum er stefnt að fjárfestingum hér fyrir um 500 milljarða króna. Öllum má ljóst vera að slíkur uppgangur er ekki staðbundinn heldur skilar sé beint í öflugra hagkerfi í landinu öllu. Greiðar og öruggar samgöngur eru lífsnauðsyn til að það gangi upp sem skyldi. Í Þorlákshöfn og reyndar Ölfusi öllu eru miklir vaxtarmöguleikar og með bættum samgöngum færist sveitarfélagið nær jaðri höfuðborgarsvæðisins. Flugvöllur á suðurlandi Fyrir löngu er ljóst að umræða um flugvöll í Hvassahrauni er í besta falli til þess eins að tefja vitræna umræðu um það mikilvæga mál. Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrotasvæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð. Lengi hefur verið rætt um möguleika þess að staðsetja nýjan flugvöll hér austan við höfuðborgina. Nýr vegur um Þrengsli opna á möguleika þess að byggja nýjan flugvöll sunnan við Selfoss. Sú staðsetning er í stuttri akstursfjarlægð frá Leifsstöð, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan væru fyrirtaks samgöngutengingar við aðalþéttbýlið á suðvestur horninu um Þrengslaveg sem er snjóléttur og öruggur. Tækifærin sem tengjast því að vera með alþjóðaflugvöll og eina helstu útflutningshöfn landsins steinsnar hvort frá öðru eru ómæld. Leiðin sem lögð var til fyrir 79 árum Hugmynd sú sem hér er rædd er ekki ný af nálinni. Ítrekað hefur verið bent á hversu mjög Þrengslin eru öryggara og betra vegstæði. Í mars 1944 samþykkti Alþingi að fela fimm manna nefnd að koma með tillögur um hagkvæmustu og öruggustu samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendis. Rúmlega ári síðar sendi nefndin samgöngumálaráðherra ítarlegt álit og sagði að leiðin um Þrengslin væri best. Sú leið tryggði meira öryggi í vetrarsamgöngum og þar væru færri brekkur. Lagði nefndin til að fullkomnar endurbætur yrðu gerðar á veginum. Segja má að nú sé komið að því að fara eftir þessum vel rökstuddu tæplega áttatíuara gömlu tillögum. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun