Segir valsað um sjúkraskrána eins og á rölti um Kringluna Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2024 15:02 Flugmaðurinn sem kvartaði til Persónuverndra fékk ekki heillbrigðisvottorð og missti þannig réttindi sín. Myndin er frá Keflavíkurflugvelli og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Vilhelm Lögmaður flugmanns sem kvartaði til Persónuverndar vegna aðgangs Samgöngustofu að sjúkraskrá hans segir stofnunina fara með rangt mál um hverjir höfðu aðgang að gögnunum. Flugmaðurinn missti starfsleyfi sitt á grundvelli upplýsinga úr sjúkraskránni sem lögmaðurinn segir hafa verið teknar úr samhengi. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rifti samningi við Samgöngustofu um aðgang að sjúkraskrám eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulagið stríddi gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd tilkynnti í gær að hún hefði hafið frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum heilsugæslunnar í gær. Flugmaðurinn sem kvartaði til Persónuverndar undan uppflettingum trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá hans, var sviptur heilbrigðisvottorði sem varð til þess að hann missti réttindi sem atvinnuflugmaður. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður hans, segir að Samgöngustofa hafi tekið upplýsingar úr sjúkraskrá flugmannsins úr samhengi. „Það er bara valsað um sjúkraskrána hans eins og þú sért bara að rölta um Kringluna að skoða og þar teknir handahófskenndir hlutir, setningar eða orð og búin til einhver saga sem enginn fótur er fyrir og á þeim grunni er viðkomandi aðili síðan sviptur þessu heilbrigðisvottorð,“ segir lögmaðurinn. Gögn vistuð á almennu drifi Samgöngustofa fullyrti að aðeins yfirlæknir flugsviðs hennar hefði aðgang að sjúkraskrám og að engir aðrir starfsmenn stofnunarinnar hefðu haft eða hefðu slíkan aðgang í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í gær. Mikilvægt væri fyrir flugöryggi að yfirlæknir hefði nauðsynleg gögn til þess að leggja mat á heilbrigði umsækjenda um heilbrigðisvottorð. Þetta segir Páll Ágúst yfirklór og efnislega rangt. Samkvæmt úrlausn Persónuverndar og gögnum sem flugmaðurinn fékk hafi upplýsingar úr sjúkraskrá hans verið vistaðar og geymdar á almennu drifi sem starfsmenn Samgöngustofu höfðu aðgang að. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Auk þess hafi almennir starfsmenn stofnunarinnar skrifað undir bréf sem innihéldu persónulegar upplýsingar sem var eingöngu að finna í sjúkraskrá flugmannsins. „Þannig að það er í raun og veru orðhengilsháttur að bara yfirlæknir flugsviðs hafi haft aðgang að sjúkraskránum. Það getur vel verið að hann einn hafi haft aðgang að sjúkraskrárforritinu sjálfu en meðferðin á upplýsingunum úr sjúkraskránum var ekki með þeim hætti að hann einn hafði aðgang að þeim,“ segir Páll Ágúst við Vísi. Upplýsinganna aflað með ólögmætum hætti Flugmaðurinn hefur þegar farið fram á það við Samgöngustofu að fá réttindi sín aftur. Páll Ágúst segir úrlausn Persónuverndar staðfesta að Samgöngustofa hafi aldrei átt að hafa aðgang að sjúkraskrá flugmannsins og upplýsinganna hafi því verið aflað með ólögmætum hætti. Lög um loftferðir eru skýr um að Samgöngustofa geti kallað eftir almennum heilsufarsupplýsingum, að mati Páls Ágúst. Ekki sé hins vegar gert ráð fyrir að Samgöngustofa hafi ótakmarkaðan aðgang að sjúkraskrám einstaklinga. Það tíðkist ekki í Evrópu að sambærileg yfirvöld og Samgöngustofa hafi svo víðtækar heimildir til þess að fletta í sjúkraskrám. „Það getur verið alls konar dót í sjúkraskránni þinni sem tengist því ekki á nokkurn hátt hvort þú sért hæfur til að fljúga eða ekki. Í sjúkraskrá er að finna þær persónulegustu upplýsingar sem hægt er að finna um fólk,“ segir lögmaðurinn sem útilokar ekki að flugmaðurinn leiti réttar síns frekar. Heilsugæslan segist taka ábendingar Persónuverndar alvarlega. Búið sé að rifta öllum samningum um aðgang stofnana að sjúkraskrám fyrir utan við einkareknar heilsugæslustöðvar. Þá sé byrjað að afla upplýsinga vegna frumkvæðisskoðunar Persónuverndar. Fréttir af flugi Persónuvernd Heilsugæsla Stjórnsýsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02 Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rifti samningi við Samgöngustofu um aðgang að sjúkraskrám eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulagið stríddi gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd tilkynnti í gær að hún hefði hafið frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum heilsugæslunnar í gær. Flugmaðurinn sem kvartaði til Persónuverndar undan uppflettingum trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá hans, var sviptur heilbrigðisvottorði sem varð til þess að hann missti réttindi sem atvinnuflugmaður. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður hans, segir að Samgöngustofa hafi tekið upplýsingar úr sjúkraskrá flugmannsins úr samhengi. „Það er bara valsað um sjúkraskrána hans eins og þú sért bara að rölta um Kringluna að skoða og þar teknir handahófskenndir hlutir, setningar eða orð og búin til einhver saga sem enginn fótur er fyrir og á þeim grunni er viðkomandi aðili síðan sviptur þessu heilbrigðisvottorð,“ segir lögmaðurinn. Gögn vistuð á almennu drifi Samgöngustofa fullyrti að aðeins yfirlæknir flugsviðs hennar hefði aðgang að sjúkraskrám og að engir aðrir starfsmenn stofnunarinnar hefðu haft eða hefðu slíkan aðgang í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í gær. Mikilvægt væri fyrir flugöryggi að yfirlæknir hefði nauðsynleg gögn til þess að leggja mat á heilbrigði umsækjenda um heilbrigðisvottorð. Þetta segir Páll Ágúst yfirklór og efnislega rangt. Samkvæmt úrlausn Persónuverndar og gögnum sem flugmaðurinn fékk hafi upplýsingar úr sjúkraskrá hans verið vistaðar og geymdar á almennu drifi sem starfsmenn Samgöngustofu höfðu aðgang að. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Auk þess hafi almennir starfsmenn stofnunarinnar skrifað undir bréf sem innihéldu persónulegar upplýsingar sem var eingöngu að finna í sjúkraskrá flugmannsins. „Þannig að það er í raun og veru orðhengilsháttur að bara yfirlæknir flugsviðs hafi haft aðgang að sjúkraskránum. Það getur vel verið að hann einn hafi haft aðgang að sjúkraskrárforritinu sjálfu en meðferðin á upplýsingunum úr sjúkraskránum var ekki með þeim hætti að hann einn hafði aðgang að þeim,“ segir Páll Ágúst við Vísi. Upplýsinganna aflað með ólögmætum hætti Flugmaðurinn hefur þegar farið fram á það við Samgöngustofu að fá réttindi sín aftur. Páll Ágúst segir úrlausn Persónuverndar staðfesta að Samgöngustofa hafi aldrei átt að hafa aðgang að sjúkraskrá flugmannsins og upplýsinganna hafi því verið aflað með ólögmætum hætti. Lög um loftferðir eru skýr um að Samgöngustofa geti kallað eftir almennum heilsufarsupplýsingum, að mati Páls Ágúst. Ekki sé hins vegar gert ráð fyrir að Samgöngustofa hafi ótakmarkaðan aðgang að sjúkraskrám einstaklinga. Það tíðkist ekki í Evrópu að sambærileg yfirvöld og Samgöngustofa hafi svo víðtækar heimildir til þess að fletta í sjúkraskrám. „Það getur verið alls konar dót í sjúkraskránni þinni sem tengist því ekki á nokkurn hátt hvort þú sért hæfur til að fljúga eða ekki. Í sjúkraskrá er að finna þær persónulegustu upplýsingar sem hægt er að finna um fólk,“ segir lögmaðurinn sem útilokar ekki að flugmaðurinn leiti réttar síns frekar. Heilsugæslan segist taka ábendingar Persónuverndar alvarlega. Búið sé að rifta öllum samningum um aðgang stofnana að sjúkraskrám fyrir utan við einkareknar heilsugæslustöðvar. Þá sé byrjað að afla upplýsinga vegna frumkvæðisskoðunar Persónuverndar.
Fréttir af flugi Persónuvernd Heilsugæsla Stjórnsýsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02 Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02
Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22