Uppgjörið: Stjarnan - Valur 95-81 | Sigur gegn meisturunum í fyrsta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2024 18:17 Hilmar Smári skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna í kvöld. Vísir/Diego Stjarnan vann virkilega sterkan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 95-81. Gestirnir frá Hlíðarenda virtust betur samstilltir þegar leikurinn hófst og Valsmenn byggðu upp fínasta forskot á fyrstu mínútum leiksins. Kristinn Pálsson setti niður þrjá þrista og mest náði liðið tíu stiga forskoti í stöðunni 8-18. Þá vöknuðu Stjörnumenn hins vegar til lífsins. Heimamenn skoruðu síðustu níu stig leikhlutans og munurinn því aðeins eitt stig þegar 1. leikhluta lauk, staðan 17-18. Stjörnumenn héldu svo áfram þar sem frá var horfið í 2. leikhluta. Eftir jafnar mínútur í upphafi leikhlutans komust þeir aftur á flug, skoruðu ellefu stig í röð og náðu níu stiga forskoti í stöðunni 34-25. Stjarnan hélt forskotinu út hálfleikinn og leiddi með sex stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja, 40-34. Liðin buðu svo upp á fjörugan 3. leikhluta þar sem Stjörnumenn náðu mest 12 stiga forskoti í stöðunni 50-38. Þá náðu Valsmenn þó loks vopnum sínum á ný og hægt, en örugglega, minnkuðu þeir muninn niður í eitt stig áður en liðið náði forystunni á ný með tveimur vítum frá Sherif Kenny. Valsliðið leiddi því með einu stigi fyrir lokaleikhlutann, staðan 64-65. Fjórði leikhluti var svo jafn og spennandi, í það minnsta framan af. Liðin skiptust á að skora og á tímapunkti rigndi þristunum niður. Um miðbik leikhlutans fór þó að draga í sundur með liðunum og heimamenn náðu upp góðu forskoti á ný. Það bil náðu Valsmenn aldrei að brúa og niðurstaðan varð að lokum 14 stiga sigur Stjörnunnar, 95-81. Atvik leiksins Um miðjan 2. leikhluta voru Valsmenn í basli og lentir tíu stigum undir. Það var lítið sem gekk sóknarlega hjá liðinu, en Kristinn Pálsson negldi niður þrist, fékk villuna og skoraði úr vítinu. Við það vöknuðu Valsmenn á ný og úr varð spennandi leikur, sem Valsmenn reyndar misstu niður á lokametrunum. Stjörnur og skúrkar Taiwo Badmus átti erfitt uppdráttar framan af leik, en endaði þó með 27 stig fyrir Val. Hann skoraði aðeins úr einu af sex skotum sínum í opnum leik í fyrri hálfleik, en bætti að miklu leyti upp fyrir það með því að vera gríðarlega öruggur á vítalínunni. Þá skilaði Kristinn Pálsson sínu í kvöld og rúmlega það. Hann endaði með 22 stig, þar af skoraði hann 21 stig fyrir utan þriggja stiga línuna. Í liði Stjörnunnar voru það Ægir Þór Steinarsson og Hilmar Smári Henningsson sem drógu vagninn. Ægir endaði með 24 stig og Hilmar 23, en á hinum enda vallarins átti Bjarni Guðmann Jónsson hörkuleik og hélt helstu sóknarógnum Vals í skefjum. Kári Jónsson hefur hins vegar oft átt betri daga. Hann endaði með fjögur stig í kvöld og skoraði sína fyrstu körfu ekki fyrr en í 4. leikhluta. Hann skoraði aðeins úr tveimur af níu skotum sínum og setti ekkert af fimm þriggja stiga skotum niður. Dómararnir Dómarar leiksins höfðu fín tök á málunum lengst af. Eins og svo oft vill verða fannst báðum liðum þó halla á sig á einhverjum tímapunkti. Í þriðja leikhluta var búið að dæma 20 villur á Stjörnuna, en aðeins 12 á Val og heimamenn ekkert allt of kátir. Í fjórða leikhluta fannst Valsmönnum hins vegar dæmið snúast við. Stemning og umgjörð Umhyggjuhöllin var nokkuð þétt setin þetta föstudagskvöldið og létu áhorfendur vel í sér heyra þegar líða tók á leikinn. Umgjörð Stjörnumanna var svo til fyrirmyndar. Bónus-deild karla Stjarnan Valur
Stjarnan vann virkilega sterkan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 95-81. Gestirnir frá Hlíðarenda virtust betur samstilltir þegar leikurinn hófst og Valsmenn byggðu upp fínasta forskot á fyrstu mínútum leiksins. Kristinn Pálsson setti niður þrjá þrista og mest náði liðið tíu stiga forskoti í stöðunni 8-18. Þá vöknuðu Stjörnumenn hins vegar til lífsins. Heimamenn skoruðu síðustu níu stig leikhlutans og munurinn því aðeins eitt stig þegar 1. leikhluta lauk, staðan 17-18. Stjörnumenn héldu svo áfram þar sem frá var horfið í 2. leikhluta. Eftir jafnar mínútur í upphafi leikhlutans komust þeir aftur á flug, skoruðu ellefu stig í röð og náðu níu stiga forskoti í stöðunni 34-25. Stjarnan hélt forskotinu út hálfleikinn og leiddi með sex stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja, 40-34. Liðin buðu svo upp á fjörugan 3. leikhluta þar sem Stjörnumenn náðu mest 12 stiga forskoti í stöðunni 50-38. Þá náðu Valsmenn þó loks vopnum sínum á ný og hægt, en örugglega, minnkuðu þeir muninn niður í eitt stig áður en liðið náði forystunni á ný með tveimur vítum frá Sherif Kenny. Valsliðið leiddi því með einu stigi fyrir lokaleikhlutann, staðan 64-65. Fjórði leikhluti var svo jafn og spennandi, í það minnsta framan af. Liðin skiptust á að skora og á tímapunkti rigndi þristunum niður. Um miðbik leikhlutans fór þó að draga í sundur með liðunum og heimamenn náðu upp góðu forskoti á ný. Það bil náðu Valsmenn aldrei að brúa og niðurstaðan varð að lokum 14 stiga sigur Stjörnunnar, 95-81. Atvik leiksins Um miðjan 2. leikhluta voru Valsmenn í basli og lentir tíu stigum undir. Það var lítið sem gekk sóknarlega hjá liðinu, en Kristinn Pálsson negldi niður þrist, fékk villuna og skoraði úr vítinu. Við það vöknuðu Valsmenn á ný og úr varð spennandi leikur, sem Valsmenn reyndar misstu niður á lokametrunum. Stjörnur og skúrkar Taiwo Badmus átti erfitt uppdráttar framan af leik, en endaði þó með 27 stig fyrir Val. Hann skoraði aðeins úr einu af sex skotum sínum í opnum leik í fyrri hálfleik, en bætti að miklu leyti upp fyrir það með því að vera gríðarlega öruggur á vítalínunni. Þá skilaði Kristinn Pálsson sínu í kvöld og rúmlega það. Hann endaði með 22 stig, þar af skoraði hann 21 stig fyrir utan þriggja stiga línuna. Í liði Stjörnunnar voru það Ægir Þór Steinarsson og Hilmar Smári Henningsson sem drógu vagninn. Ægir endaði með 24 stig og Hilmar 23, en á hinum enda vallarins átti Bjarni Guðmann Jónsson hörkuleik og hélt helstu sóknarógnum Vals í skefjum. Kári Jónsson hefur hins vegar oft átt betri daga. Hann endaði með fjögur stig í kvöld og skoraði sína fyrstu körfu ekki fyrr en í 4. leikhluta. Hann skoraði aðeins úr tveimur af níu skotum sínum og setti ekkert af fimm þriggja stiga skotum niður. Dómararnir Dómarar leiksins höfðu fín tök á málunum lengst af. Eins og svo oft vill verða fannst báðum liðum þó halla á sig á einhverjum tímapunkti. Í þriðja leikhluta var búið að dæma 20 villur á Stjörnuna, en aðeins 12 á Val og heimamenn ekkert allt of kátir. Í fjórða leikhluta fannst Valsmönnum hins vegar dæmið snúast við. Stemning og umgjörð Umhyggjuhöllin var nokkuð þétt setin þetta föstudagskvöldið og létu áhorfendur vel í sér heyra þegar líða tók á leikinn. Umgjörð Stjörnumanna var svo til fyrirmyndar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti