Meistararnir lentu undir en unnu samt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2024 16:00 Króatíski miðjumaðurinn Mateo Kovacic gerði gæfumuninn í leik Manchester City og Fulham í dag. getty/Gareth Copley Mateo Kovacic skoraði tvö mörk þegar Manchester City bar sigurorð af Fulham, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í dag. City er í 2. sæti deildarinnar með sautján stig, einu stigi á eftir toppliði Liverpool. Fulham er í 6. sætinu með ellefu stig. Gestirnir náðu forystunni á 26. mínútu þegar Andreas Pereira skoraði eftir skemmtilega hælsendingu Raúls Jiménez. Sex mínútum síðar jafnaði Kovacic og hann skoraði svo annað mark sitt í upphafi seinni hálfleiks. Jérémy Doku kom Englandsmeisturunum í 3-1 með frábæru marki á 82. mínútu Rodrigo Muniz hleypti aftur spennu í leikinn þegar hann skoraði sex mínútum síðar. En City hélt út og vann sinn fimmta deildarsigur á tímabilinu. Enski boltinn
Mateo Kovacic skoraði tvö mörk þegar Manchester City bar sigurorð af Fulham, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í dag. City er í 2. sæti deildarinnar með sautján stig, einu stigi á eftir toppliði Liverpool. Fulham er í 6. sætinu með ellefu stig. Gestirnir náðu forystunni á 26. mínútu þegar Andreas Pereira skoraði eftir skemmtilega hælsendingu Raúls Jiménez. Sex mínútum síðar jafnaði Kovacic og hann skoraði svo annað mark sitt í upphafi seinni hálfleiks. Jérémy Doku kom Englandsmeisturunum í 3-1 með frábæru marki á 82. mínútu Rodrigo Muniz hleypti aftur spennu í leikinn þegar hann skoraði sex mínútum síðar. En City hélt út og vann sinn fimmta deildarsigur á tímabilinu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti