Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. október 2024 21:02 Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra Hafnarfirði, og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins. Ívar/Vilhelm Meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra mótmælir áformum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að afnema lög um orlof húsmæðra og segir að það yrði skerðing á lífsgæðum fjölmargra kvenna. Í frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er lagt til að afnema lög um orlof húsmæðra sem hafa verið í gildi frá árinu 1972. Lögin tryggja heimavinnandi húsmæðrum orlofsrétt sem er nýttur til að niðurgreiða ýmsar ferðir sem þær geta sótt um hjá orlofsnefndum sveitarfélaga. Lögin hafa verið umdeild í gegnum tíðina en sem dæmi hefur bæjarstjórn Hveragerðis og Garðabæjar ályktað gegn fyrirkomulaginu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfesti í samtali við fréttastofu að orlofsréttindi húsmæðra kosti sveitarfélagið 2,9 milljónir á ári sem gerir um 157 krónur á hvern íbúa. Umdeild lög séu tímaskekkja „Lengi hefur verið til umræðu að leggja niður orlof húsmæðra. Er m.a. talið að um tímaskekkju sé að ræða enda hafa lögin verið umdeild vegna jafnréttissjónarmiða. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax. Ekki má gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafa haft fyrir þær konur sem þær hafa farið. Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo. Aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð og það sem mestu máli skiptir, íbúum væri ekki mismunað á grundvelli kynferðis.“ segir í frumvarpinu. „Barn síns tíma“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins, segir lög um orlof húsmæðra vera íþyngjandi fyrir sveitarfélög. Tímabært sé að fella þau úr gildi og margvíslegar ástæður liggi að baki. „Það er auðvitað sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaganna sem hafa ekki val um að taka þátt í þessu. Það eru jafnræðissjónarmið. Þetta er að mati okkar flutningsmanna ekki góð meðferð og nýting á almannafé. Það er líka bara viðhorfið sem að felst í þessum lögum, okkur þykir það vera úrelt. Samfélagið okkar hefur blessunarlega gjörbreyst og það er bara barns síns tíma að vera veita svona úthlutanir á grundvelli kyns.“ Ekki hægt að afnema lögin án fulls jafnréttis Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði hafnar því að fyrirkomulagið sé íþyngjandi fyrir sveitarfélögin og segir það ekki nema miklum kostnaði fyrir samfélagið. „Þetta er því miður ekki tímabært frumvarp þó svo að við höfum jafnréttislög þá hafa þau ekki náð fram jafnrétti í launum fyrir konur og það nær ekki aftur í tímann til kvenna sem voru á lágum launum og hafa því lágar lífeyrisgreiðslur.“ Hún bendir á að síðast þegar að orlof húsmæðra fór fyrir Jafnréttisstofu var litið svo á að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn jafnréttislögum. Hún segir orlofsferðir skipta miklu máli fyrir félagslegt líf húsmæðra. „Þar erum við að fara með 100 konur á ári sem nýta sér þetta. Þetta yrði skerðing á þeirra lífsgæðum. Þeim finnst þetta alltaf vera eitthvað sem þær hafa áhyggjur af. Ef þetta yrði lagt niður hvað gerum við þá? Þetta er sértæk aðgerð og hennar er því miður þörf enn þá. Ég ætla skora bara á þingfólk, þingmenn og vinnuveitendur að koma þessu í lag í eitt skipti fyrir öll.“ Jafnréttismál Ferðalög Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Í frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er lagt til að afnema lög um orlof húsmæðra sem hafa verið í gildi frá árinu 1972. Lögin tryggja heimavinnandi húsmæðrum orlofsrétt sem er nýttur til að niðurgreiða ýmsar ferðir sem þær geta sótt um hjá orlofsnefndum sveitarfélaga. Lögin hafa verið umdeild í gegnum tíðina en sem dæmi hefur bæjarstjórn Hveragerðis og Garðabæjar ályktað gegn fyrirkomulaginu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfesti í samtali við fréttastofu að orlofsréttindi húsmæðra kosti sveitarfélagið 2,9 milljónir á ári sem gerir um 157 krónur á hvern íbúa. Umdeild lög séu tímaskekkja „Lengi hefur verið til umræðu að leggja niður orlof húsmæðra. Er m.a. talið að um tímaskekkju sé að ræða enda hafa lögin verið umdeild vegna jafnréttissjónarmiða. Það er því skylda Alþingis að afnema þau strax. Ekki má gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafa haft fyrir þær konur sem þær hafa farið. Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo. Aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð og það sem mestu máli skiptir, íbúum væri ekki mismunað á grundvelli kynferðis.“ segir í frumvarpinu. „Barn síns tíma“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðflutningsmaður frumvarpsins, segir lög um orlof húsmæðra vera íþyngjandi fyrir sveitarfélög. Tímabært sé að fella þau úr gildi og margvíslegar ástæður liggi að baki. „Það er auðvitað sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaganna sem hafa ekki val um að taka þátt í þessu. Það eru jafnræðissjónarmið. Þetta er að mati okkar flutningsmanna ekki góð meðferð og nýting á almannafé. Það er líka bara viðhorfið sem að felst í þessum lögum, okkur þykir það vera úrelt. Samfélagið okkar hefur blessunarlega gjörbreyst og það er bara barns síns tíma að vera veita svona úthlutanir á grundvelli kyns.“ Ekki hægt að afnema lögin án fulls jafnréttis Hildur Helga Gísladóttir, meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði hafnar því að fyrirkomulagið sé íþyngjandi fyrir sveitarfélögin og segir það ekki nema miklum kostnaði fyrir samfélagið. „Þetta er því miður ekki tímabært frumvarp þó svo að við höfum jafnréttislög þá hafa þau ekki náð fram jafnrétti í launum fyrir konur og það nær ekki aftur í tímann til kvenna sem voru á lágum launum og hafa því lágar lífeyrisgreiðslur.“ Hún bendir á að síðast þegar að orlof húsmæðra fór fyrir Jafnréttisstofu var litið svo á að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn jafnréttislögum. Hún segir orlofsferðir skipta miklu máli fyrir félagslegt líf húsmæðra. „Þar erum við að fara með 100 konur á ári sem nýta sér þetta. Þetta yrði skerðing á þeirra lífsgæðum. Þeim finnst þetta alltaf vera eitthvað sem þær hafa áhyggjur af. Ef þetta yrði lagt niður hvað gerum við þá? Þetta er sértæk aðgerð og hennar er því miður þörf enn þá. Ég ætla skora bara á þingfólk, þingmenn og vinnuveitendur að koma þessu í lag í eitt skipti fyrir öll.“
Jafnréttismál Ferðalög Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira