Af myndefni af vettvangi má sjá að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglumanna við sendiráðið. Þá sést mótmælandi liggja í jörðinni meðan lögreglumenn standa yfir honum. Mótmælendur og lögreglumenn sjást ýta hvorn í annan.
Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir komið hafi til ryskinga milli mótmælenda og lögreglumanna í samtali við fréttastofu. Enginn hafi þó verið handtekinn og allt farið vel.
Félagið Ísland Palestína stóð fyrir mótmælunum, en tilefni þeirra var að á mánudaginn er eitt ár liðið frá því að Ísraelar lýstu yfir stríði á hendur Palestínu. Í lýsingu Facebook-viðburðar mótmælanna segir að með þeim sé réttlætis of frelsis fyrir Palestínu og Líbanon krafist.
