Kostir gamaldags samræmdra prófa Pawel Bartoszek skrifar 6. október 2024 14:31 Til skýringar: Með (gamaldags) samræmdum prófum í þessari grein er átt við stór próf sem haldin eru samdægurs í mörgum skólum, próf sem eru samin og yfirfarin miðlægt og próf sem hafa áhrif á leið nemenda í gegnum skólakerfið. Hér er því átt við próf eins og gömlu samræmdu prófin voru: próf þar sem mikið er undir. Þær tillögur um námsmat sem lagðar hafa verið til kallast „Matsferill“ og byggja á styttri prófum sem nemendur taka ekki allir á sama tíma. Matsferillinn er athyglisverð hugmynd sem hefur ýmsa kosti: sá stærsti er möguleikinn á tíðari endurgjöf til nemenda. En í nokkrum veigamiklum atriðum þá eru „gamaldags“ samræmd próf betri. Óumflýjanleiki Gamaldags samræmd próf eru óumflýjanleg. Þau eru haldin á ákveðnum degi, sama hvort nemandanum eða skólanum hans líkar það betur eða ekki. Óumflýjanleikinn býr til hvatningu. Nemendur vita að prófin koma og efnið verður það sama, óháð því hvort kennarinn hafi verið veikur og ekki komist yfir allt. Þetta veitir aðhald í námi og það er kostur. Til samanburðar má nefna að í drögum að tillögu um Matsferilinn segir: „Kennarar og skólarnir sjálfir bera ábyrgð á fyrirlögn matstækjanna ásamt því að sjá um að skrá og halda utan um niðurstöður í námsmatskerfi skólans og gera þær aðgengilegar forsjáraðilum og nemendum samkvæmt lögum. Kennarar og skólar njóta trausts til að taka ákvörðun um hvaða verkfæri Matsferils þau nota, fyrir hvaða nemendur, hvenær þau eru lögð fyrir og hve oft. Allir grunnskólar skulu þó meta námsárangur nemenda sinna í stærðfræði og íslensku, eða íslensku sem öðru tungumáli.“ Með öðrum orðum ráða kennararnir og skólarnir ferðinni þegar kemur að tímasetningu prófanna og því hversu oft er prófað. Blindni Næsti kostur gamaldags samræmdra prófa er blindni þeirra. Allir nemendur fá sama prófið. Nemandinn er metinn án fyrirframmótaðra hugmynda sem kennarinn hefur um hann. Prófúrlausnin hans verður yfirfarin af utanaðkomandi prófdómurum. Þetta gerir prófin að mikilvægu jafnréttistæki. Líkt lýst var hér að ofan er í Matsferlinum gert ráð fyrir að kennarar og skólar „njóti trausts“ til að ákveða hvaða nemendur verða prófaðir í hverju, hvenær og hve oft. Það gerir prófin ekki lengur blind. Til dæmis má ímynda sér að metnaðarfullir foreldrar muni fara fram á að matsþættir séu endurteknir uns viðunandi árangur næst, en foreldrar sem fylgjast ekki jafnmikið með skólagöngu barna sinna geri það síður. Þarna er hætta á að matið dragi frekar fram mismun í félagslegum bakgrunni nemenda, fremur en að draga úr honum. Árangursmat nemenda Næsta spurning er síðan hvort Matsferilinn muni mega nota til að bera nemendur saman innbyrðis, til dæmis við inntöku í framhaldsskóla. Í tillögunum segir: „Óheimilter þó að birta niðurstöður einstakra nemenda, námshópa, skóla eða sveitarfélaga opinberlega eða að vera með samanburð þar á milli.“ Af þessu má því ráða óheimilt verði að nota þennan, þó samræmda, mælikvarða við inntöku í framhaldsskóla. Matsferilinn verður þá mögulega nýttur inn í skólaeinkunn en inntakan í skólanna mun ófram ráðast af ósamræmdu mati. Svo það sé sagt: Ekkert kerfi til að úthluta nemendum takmörkuðum plássum (sumra) framhaldsskóla er fullkomið en samræmd, miðlæg mæling er samt sanngjörnust og gegnsæjust. Hana má fá fram með gamaldags samræmdum prófum. Árangursmat skóla Loks á eru samræmd próf líka mikilvægt tæki fyrir mat menntastofnunum sjálfum. Tæki sem nota má til að vita hvar allt sé eins og það eigi að vera, hvar breytinga sé þörf eða hvar meiri stuðning vantar. Hér er fólk auðvitað mjög smeykt, að svona tölur, ef þær eru birtar opinberlega hafi neikvæð áhrif á ákveðin skólasamfélög sem standa höllum fæti. Það eru raunveruleg rök, en trompa ekki sjálfsagða, lýðræðislega kröfu um gegnsæi. Það myndi aldrei líðast að halda ástandsskýrslum um skólahúsnæði leyndum fyrir almenningi. Hví ætti því að hvíla leynd yfir þeim þætti skólastarfsins sem mestu máli skiptir? Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim. Gagna-laus ár Þrátt fyrir ýmsa mögulega kosti Matsferilsins er samt fjarri að hugmyndin hafi verið það óumdeilt frábær að rétt hafi verið að henda til hliðar öðru samræmdu mati á meðan unnið væri að því að koma henni á. Líklega hefði hið þveröfuga verið rétt: Að keyra samræmdu könnunarprófin sem enn voru við lýði samhliða Matsferlinum í 2-3 ár til að tapa ekki samfellu í gögnum. Það var því miður ekki gert. Of mikið frelsi - of mikil leynd Stærstu spurningamerkin sem setja má við Matsferilinn felast í þeim þáttum sem auglýstir hafa verið sem hans helstu kostir. Of mikið frelsi kennara til að ákveða hvað sé prófað og hvenær getur verið varhugavert. Sú leynd sem hvíla á yfir öllum niðurstöðunum er það líka. Matsferlinum fylgja ákveðin tækifæri. En þegar kemur að óumflýjanleikanum, blindni prófanna og möguleikanum til að bera saman árangur nemenda og skóla þá hafa „gamaldags“ samræmd próf ýmsa kosti sem Matsferillinn hefur ekki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skóla- og menntamál Viðreisn Grunnskólar Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Til skýringar: Með (gamaldags) samræmdum prófum í þessari grein er átt við stór próf sem haldin eru samdægurs í mörgum skólum, próf sem eru samin og yfirfarin miðlægt og próf sem hafa áhrif á leið nemenda í gegnum skólakerfið. Hér er því átt við próf eins og gömlu samræmdu prófin voru: próf þar sem mikið er undir. Þær tillögur um námsmat sem lagðar hafa verið til kallast „Matsferill“ og byggja á styttri prófum sem nemendur taka ekki allir á sama tíma. Matsferillinn er athyglisverð hugmynd sem hefur ýmsa kosti: sá stærsti er möguleikinn á tíðari endurgjöf til nemenda. En í nokkrum veigamiklum atriðum þá eru „gamaldags“ samræmd próf betri. Óumflýjanleiki Gamaldags samræmd próf eru óumflýjanleg. Þau eru haldin á ákveðnum degi, sama hvort nemandanum eða skólanum hans líkar það betur eða ekki. Óumflýjanleikinn býr til hvatningu. Nemendur vita að prófin koma og efnið verður það sama, óháð því hvort kennarinn hafi verið veikur og ekki komist yfir allt. Þetta veitir aðhald í námi og það er kostur. Til samanburðar má nefna að í drögum að tillögu um Matsferilinn segir: „Kennarar og skólarnir sjálfir bera ábyrgð á fyrirlögn matstækjanna ásamt því að sjá um að skrá og halda utan um niðurstöður í námsmatskerfi skólans og gera þær aðgengilegar forsjáraðilum og nemendum samkvæmt lögum. Kennarar og skólar njóta trausts til að taka ákvörðun um hvaða verkfæri Matsferils þau nota, fyrir hvaða nemendur, hvenær þau eru lögð fyrir og hve oft. Allir grunnskólar skulu þó meta námsárangur nemenda sinna í stærðfræði og íslensku, eða íslensku sem öðru tungumáli.“ Með öðrum orðum ráða kennararnir og skólarnir ferðinni þegar kemur að tímasetningu prófanna og því hversu oft er prófað. Blindni Næsti kostur gamaldags samræmdra prófa er blindni þeirra. Allir nemendur fá sama prófið. Nemandinn er metinn án fyrirframmótaðra hugmynda sem kennarinn hefur um hann. Prófúrlausnin hans verður yfirfarin af utanaðkomandi prófdómurum. Þetta gerir prófin að mikilvægu jafnréttistæki. Líkt lýst var hér að ofan er í Matsferlinum gert ráð fyrir að kennarar og skólar „njóti trausts“ til að ákveða hvaða nemendur verða prófaðir í hverju, hvenær og hve oft. Það gerir prófin ekki lengur blind. Til dæmis má ímynda sér að metnaðarfullir foreldrar muni fara fram á að matsþættir séu endurteknir uns viðunandi árangur næst, en foreldrar sem fylgjast ekki jafnmikið með skólagöngu barna sinna geri það síður. Þarna er hætta á að matið dragi frekar fram mismun í félagslegum bakgrunni nemenda, fremur en að draga úr honum. Árangursmat nemenda Næsta spurning er síðan hvort Matsferilinn muni mega nota til að bera nemendur saman innbyrðis, til dæmis við inntöku í framhaldsskóla. Í tillögunum segir: „Óheimilter þó að birta niðurstöður einstakra nemenda, námshópa, skóla eða sveitarfélaga opinberlega eða að vera með samanburð þar á milli.“ Af þessu má því ráða óheimilt verði að nota þennan, þó samræmda, mælikvarða við inntöku í framhaldsskóla. Matsferilinn verður þá mögulega nýttur inn í skólaeinkunn en inntakan í skólanna mun ófram ráðast af ósamræmdu mati. Svo það sé sagt: Ekkert kerfi til að úthluta nemendum takmörkuðum plássum (sumra) framhaldsskóla er fullkomið en samræmd, miðlæg mæling er samt sanngjörnust og gegnsæjust. Hana má fá fram með gamaldags samræmdum prófum. Árangursmat skóla Loks á eru samræmd próf líka mikilvægt tæki fyrir mat menntastofnunum sjálfum. Tæki sem nota má til að vita hvar allt sé eins og það eigi að vera, hvar breytinga sé þörf eða hvar meiri stuðning vantar. Hér er fólk auðvitað mjög smeykt, að svona tölur, ef þær eru birtar opinberlega hafi neikvæð áhrif á ákveðin skólasamfélög sem standa höllum fæti. Það eru raunveruleg rök, en trompa ekki sjálfsagða, lýðræðislega kröfu um gegnsæi. Það myndi aldrei líðast að halda ástandsskýrslum um skólahúsnæði leyndum fyrir almenningi. Hví ætti því að hvíla leynd yfir þeim þætti skólastarfsins sem mestu máli skiptir? Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim. Gagna-laus ár Þrátt fyrir ýmsa mögulega kosti Matsferilsins er samt fjarri að hugmyndin hafi verið það óumdeilt frábær að rétt hafi verið að henda til hliðar öðru samræmdu mati á meðan unnið væri að því að koma henni á. Líklega hefði hið þveröfuga verið rétt: Að keyra samræmdu könnunarprófin sem enn voru við lýði samhliða Matsferlinum í 2-3 ár til að tapa ekki samfellu í gögnum. Það var því miður ekki gert. Of mikið frelsi - of mikil leynd Stærstu spurningamerkin sem setja má við Matsferilinn felast í þeim þáttum sem auglýstir hafa verið sem hans helstu kostir. Of mikið frelsi kennara til að ákveða hvað sé prófað og hvenær getur verið varhugavert. Sú leynd sem hvíla á yfir öllum niðurstöðunum er það líka. Matsferlinum fylgja ákveðin tækifæri. En þegar kemur að óumflýjanleikanum, blindni prófanna og möguleikanum til að bera saman árangur nemenda og skóla þá hafa „gamaldags“ samræmd próf ýmsa kosti sem Matsferillinn hefur ekki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar