Albert skoraði sigurmarkið eftir að De Gea varði tvær vítaspyrnur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 20:47 David De Gea varði tvær vítaspyrnur gegn AC Milan. EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Fiorentina í 2-1 sigri á AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörðurinn David De Gea átti stórleik í marki heimaliðsins þar sem hann varði tvær vítaspyrnur og önnur góð færi gestanna. Þá varði Mike Maignan einnig vítaspyrnu en alls fóru þrjár slíkar forgörðum í leiknum. Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Bayern München 3-3 jafntefli í efstu deild Þýskalands á meðan Frakklandsmeistarar París Saint-Germain náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Nice í efstu deild Frakklands. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur í Flórens og eftir rétttæplega tuttugu mínútna leik fékk Fiorentina vítaspyrnu. Moise Kean fór á punktinn en Mike Maignan gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Kean. Mike Maignan greip slaka spyrnu Kean.Claudio Villa/Getty Images Framherjinn hélt hann hefði bætt upp fyrir klikkið eftir rétt tæpan hálftíma en mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Á 35. mínútu komst Fiorentina svo loks yfir, Yacine Adli með markið eftir frábært einstaklingsframtak. Hann sveigði framhjá hverju varnarmanni AC Milan á fætur öðrum og sendi boltann svo í netið með viðkomu í stönginni. Í blálok fyrri hálfleiks fengu gestirnir frá Mílanó vítaspyrnu. Theo Hernández fór á punktinn en David De Gea virtist vita nákvæmlega hvað Theo ætlaði sér og varði vítaspyrnu hans. Staðan því 1-0 Fiorentina í vil þegar síðari hálfleikur hófst. Theo denied ❌#FiorentinaMilan 1-0 pic.twitter.com/C9zysQHI7h— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Það voru rétt rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar gestirnir fengu aðra vítaspyrnu sína. Að þessu sinni fór Tammy Abraham á punktinn en það skipti engu, De Gea varði aftur. DAVID DE GEA WHAT HAVE YOU DONE 🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯#FiorentinaMilan pic.twitter.com/dqoorNN7FQ— Lega Serie A (@SerieA) October 6, 2024 Því miður fyrir De Gea kom hann engum vörnum við nokkrum mínútum síðar þegar Christian Pulisic jafnaði metin með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Hernández. Á 73. mínútu skoraði Albert svo það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti eftir sendingu frá Kean. Albert Gudmundsson for the Viola! 🙌#FiorentinaMilan 2-1 pic.twitter.com/YqCjInmdF1— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Albert var svo tekinn af velli nokkrum mínútum eftir það sem reyndist sigurmarkið þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð. Fiorentina stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu AC Milan, lokatölur 2-1. Fiorentina nú með 10 stig í 11. sæti að loknum sjö leikjum á meðan Mílanó-liðið er með 11 stig í 6. sæti. Sigurmarkið í uppsiglingu.Photo Agency/Getty Images Önnur úrslit í Serie A Juventus 1-1 Cagliari Bologna 0-0 Parma Lazio 2-1 Empoli Monza 1-1 Roma Aftur gerði Bayern jafntefli Í Þýskalandi gerðu Frankfurt og Bayern 3-3 jafntefli í frábærum leik. Kim Min-Jae kom gestunum yfir en Omar Marmoush og Hugo Ekitike svöruðu fyrir Frankfurt áður en Dayot Upamecano jafnaði metin og staðan 2-2 í hálfleik. Michael Olise kom Bayern yfir á 53. mínútu og stefndi í 3-2 útisigur Bayern en á fjórðu mínútu uppbótartíma jafnaði Marmoush metin með öðru marki sínu og þriðja marki Frankfurt. Niðurstaðan jafntefli og Bayern nú gert tvö slík í röð. Bæjarar sitja þó á toppi efstu deildar í Þýskalandi með 14 stig að loknum sex leikjum líkt og RB Leipzig. Frankfurt er svo í 3. sæti með 13 stig. PSG mistókst að jafna toppliði að stigum Í Frakklandi náðu Frakklandsmeistarar PSG aðeins jafntefli gegn Nice, lokatölur 1-1. Ali Abdi kom Nice yfir í fyrri hálfleik en Nuno Mendes jafnaði fyrir gestina í síðari hálfleik eftir undirbúning Ousmane Dembélé. Eftir jafntefli kvöldsins er PSG með 17 stig að loknum sjö leikjum, tveimur minna en topplið Monaco. Nice er í 9. sæti með níu stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Bayern München 3-3 jafntefli í efstu deild Þýskalands á meðan Frakklandsmeistarar París Saint-Germain náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Nice í efstu deild Frakklands. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur í Flórens og eftir rétttæplega tuttugu mínútna leik fékk Fiorentina vítaspyrnu. Moise Kean fór á punktinn en Mike Maignan gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Kean. Mike Maignan greip slaka spyrnu Kean.Claudio Villa/Getty Images Framherjinn hélt hann hefði bætt upp fyrir klikkið eftir rétt tæpan hálftíma en mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Á 35. mínútu komst Fiorentina svo loks yfir, Yacine Adli með markið eftir frábært einstaklingsframtak. Hann sveigði framhjá hverju varnarmanni AC Milan á fætur öðrum og sendi boltann svo í netið með viðkomu í stönginni. Í blálok fyrri hálfleiks fengu gestirnir frá Mílanó vítaspyrnu. Theo Hernández fór á punktinn en David De Gea virtist vita nákvæmlega hvað Theo ætlaði sér og varði vítaspyrnu hans. Staðan því 1-0 Fiorentina í vil þegar síðari hálfleikur hófst. Theo denied ❌#FiorentinaMilan 1-0 pic.twitter.com/C9zysQHI7h— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Það voru rétt rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar gestirnir fengu aðra vítaspyrnu sína. Að þessu sinni fór Tammy Abraham á punktinn en það skipti engu, De Gea varði aftur. DAVID DE GEA WHAT HAVE YOU DONE 🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯#FiorentinaMilan pic.twitter.com/dqoorNN7FQ— Lega Serie A (@SerieA) October 6, 2024 Því miður fyrir De Gea kom hann engum vörnum við nokkrum mínútum síðar þegar Christian Pulisic jafnaði metin með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Hernández. Á 73. mínútu skoraði Albert svo það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti eftir sendingu frá Kean. Albert Gudmundsson for the Viola! 🙌#FiorentinaMilan 2-1 pic.twitter.com/YqCjInmdF1— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Albert var svo tekinn af velli nokkrum mínútum eftir það sem reyndist sigurmarkið þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð. Fiorentina stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu AC Milan, lokatölur 2-1. Fiorentina nú með 10 stig í 11. sæti að loknum sjö leikjum á meðan Mílanó-liðið er með 11 stig í 6. sæti. Sigurmarkið í uppsiglingu.Photo Agency/Getty Images Önnur úrslit í Serie A Juventus 1-1 Cagliari Bologna 0-0 Parma Lazio 2-1 Empoli Monza 1-1 Roma Aftur gerði Bayern jafntefli Í Þýskalandi gerðu Frankfurt og Bayern 3-3 jafntefli í frábærum leik. Kim Min-Jae kom gestunum yfir en Omar Marmoush og Hugo Ekitike svöruðu fyrir Frankfurt áður en Dayot Upamecano jafnaði metin og staðan 2-2 í hálfleik. Michael Olise kom Bayern yfir á 53. mínútu og stefndi í 3-2 útisigur Bayern en á fjórðu mínútu uppbótartíma jafnaði Marmoush metin með öðru marki sínu og þriðja marki Frankfurt. Niðurstaðan jafntefli og Bayern nú gert tvö slík í röð. Bæjarar sitja þó á toppi efstu deildar í Þýskalandi með 14 stig að loknum sex leikjum líkt og RB Leipzig. Frankfurt er svo í 3. sæti með 13 stig. PSG mistókst að jafna toppliði að stigum Í Frakklandi náðu Frakklandsmeistarar PSG aðeins jafntefli gegn Nice, lokatölur 1-1. Ali Abdi kom Nice yfir í fyrri hálfleik en Nuno Mendes jafnaði fyrir gestina í síðari hálfleik eftir undirbúning Ousmane Dembélé. Eftir jafntefli kvöldsins er PSG með 17 stig að loknum sjö leikjum, tveimur minna en topplið Monaco. Nice er í 9. sæti með níu stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira