„Erum ennþá með þetta í okkar höndum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2024 21:45 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego „Þetta er svekkelsi. Mér fannst við spila frábæran leik,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Val í 25. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Okkur var refsað fyrir þessi fáu mistök sem við gerðum. Við gerðum reyndar vel að koma til baka tvisvar en það er auðvitað bara Frederik [Schram, markvörður Vals] sem vinnur þetta stig fyrir þá. Ég er stoltur af liðinu en svekktur með niðurstöðuna,“ bætti Halldór við. Hann segir enn fremur að það sé erfitt að finna eitthvað sem hann er ósáttur við í leik síns liðs í kvöld. „Það er erfitt. Í byrjun leiks fannst mér við vera aðeins of soft þegar þeir voru að senda háa bolta fram á Patrick [Pedersen]. Mér fannst hann fá að valsa bara hérna um og við hefðum þurft að standa aðeins nær honum. Það var kannski aðallega það. Við tókum hann miklu betur í seinni hálfleik.“ „Valsliðið var auðvitað mætt hérna til að verja markið sitt og þeir gerðu það vel. Þetta var þolinmæðisleikur og auðvitað setur það strik í reikninginn að lenda tvisvar undir. En mér fannst liðið spila vel og ég var ánægður með strákana í dag.“ Þrátt fyrir að hægt sé að tala um tvö töpuð stig í titilbaráttu Breiðabliks getur liðið huggað sig við það að Víkingar gerðu einnig jafntefli í kvöld. „Það er bara óbreytt staða frá því í morgun. Við erum ennþá með þetta í okkar höndum eins og í svolítið langan tíma núna.“ Þá segist Halldór ætla að gefa liðinu smá frí nú þegar landsleikjahléið tekur við áður en liðið mætir aftur á fullu gasi til að undirbúa sig fyrir lokasprettinn. „Við tökum þriggja daga frí, en svo þurfum við bara að æfa vel og undirbúa þessa tvo leiki sem eru framundan,“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
„Okkur var refsað fyrir þessi fáu mistök sem við gerðum. Við gerðum reyndar vel að koma til baka tvisvar en það er auðvitað bara Frederik [Schram, markvörður Vals] sem vinnur þetta stig fyrir þá. Ég er stoltur af liðinu en svekktur með niðurstöðuna,“ bætti Halldór við. Hann segir enn fremur að það sé erfitt að finna eitthvað sem hann er ósáttur við í leik síns liðs í kvöld. „Það er erfitt. Í byrjun leiks fannst mér við vera aðeins of soft þegar þeir voru að senda háa bolta fram á Patrick [Pedersen]. Mér fannst hann fá að valsa bara hérna um og við hefðum þurft að standa aðeins nær honum. Það var kannski aðallega það. Við tókum hann miklu betur í seinni hálfleik.“ „Valsliðið var auðvitað mætt hérna til að verja markið sitt og þeir gerðu það vel. Þetta var þolinmæðisleikur og auðvitað setur það strik í reikninginn að lenda tvisvar undir. En mér fannst liðið spila vel og ég var ánægður með strákana í dag.“ Þrátt fyrir að hægt sé að tala um tvö töpuð stig í titilbaráttu Breiðabliks getur liðið huggað sig við það að Víkingar gerðu einnig jafntefli í kvöld. „Það er bara óbreytt staða frá því í morgun. Við erum ennþá með þetta í okkar höndum eins og í svolítið langan tíma núna.“ Þá segist Halldór ætla að gefa liðinu smá frí nú þegar landsleikjahléið tekur við áður en liðið mætir aftur á fullu gasi til að undirbúa sig fyrir lokasprettinn. „Við tökum þriggja daga frí, en svo þurfum við bara að æfa vel og undirbúa þessa tvo leiki sem eru framundan,“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira