Landlæknir veldur skaða Lárus Sigurður Lárusson skrifar 6. október 2024 23:33 Eitt af meginhlutverkum landlæknis er að hafa sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu, skv. j-lið 1. mgr. 4. gr. laga um Landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Landlæknir hefur einnig eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum, skv. e-lið sama lagaákvæðis. Í 1. mgr. 12. gr. laganna segir að landlækni sé skylt að sinna erindum er varða samskipti almennings við veitendur heilbrigðisþjónustu og í 5. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef kvörtunin varðar mistök eða vanrækslu við sjúkdómsgreiningu eða meðferð þá skuli embættið að jafnaði afla umsagnar óháðs sérfræðings. Í sama ákvæði segir að ákvæði stjórnsýslulaga gildi um meðferð kvartanna hjá embættinu. Ein af meginreglum stjórnsýsluréttarins sem lögfest hefur verið 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 93/1993 er reglan um málshraða eða að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er. Hér að baki liggja þau sjónarmið að borgarar eigi rétt á að fá skjóta úrlausn sinna mála og eigi ekki að þurfa að bíða í óvissu lengur en þörf krefur. Hagsmunir borgaranna geta enda verið brýnir og kallað á skjóta úrlausn. Af þeim sökum er þessi skylda, að passa upp á málshraðann, lögð á herðar stjórnvalda. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu eða mistökum í heilbrigðisþjónustu þurfa oftast að leita til landlæknis til að fá úr því skorið hvort mistök hafi verið gerð að vanræksla átt sér stað. Sá sem hefur orðið fyrri tjóni vegna vanrækslu eða mistaka í heilbrigðisþjónustu á rétt á bótum úr sjúklingatryggingu skv. lögum um sjúklingatryggingar. Þessi bótaréttur er almennur og er slakað á svokölluðum saknæmisskilyrðum skv. lögunum. Það þýðir að ekki eru gerðar eins strangar kröfur til tjónþolans að sanna saknæma háttsemi tjónvaldsins. Á móti kemur að þessi réttur fyrnist á fjórum árum frá þeim tíma að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt. Niðurstaða landlæknis í þessum efnum getur haft úrslitaáhrif á rétt viðkomandi til bóta. Í flestum tilvikum berast kvartanir til Landlæknis eftir þetta tímamark, það er að segja eftir að viðkomandi hefur fengið upplýsingar um að mögulega hafi mistök átt sér stað. Það þýðir að fyrningarfresturinn er byrjaður að líða áður en málið ratar inn á borð Landlæknis. Kæra til Landlæknis hvorki rýfur né frestar fyrningu, fyrir því höfum við skýrt fordæmi frá Hæstarétti. Meðferð landlæknis í þessum málaflokki hefur lengi verið í ólestri. Árið 2021 eða fyrir þremur árum síðan tilkynnti embættið kvartendum að almennt væri ekki niðurstöðu að vænta fyrr en að þremur árum liðnum. Nú þremur árum seinna er landlæknir búinn að lengja málsmeðferðartímann upp í fimm ár. Það gefur auga leið að þessi tími sem landlæknir gefur sér er óboðlegur með öllu. Það er óforsvaranlegt að bótaréttur einstaklinga sé fyrir borð borinn af því að landlæknir getur ekki sinnt þeim verkefnum sem honum ber lögum samkvæmt. Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá Alþingi sem hefur sniðið embættinu of þröngan stakk. Verði ekki ráðin bót á þessu þá er aðeins tímaspursmál hvenær mikilsverð réttindi einstaklinga, sem beðið hafa tjóns vegna mistaka eða vanrækslu í heilbrigðiskerfinu, fara forgörðum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Eitt af meginhlutverkum landlæknis er að hafa sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu, skv. j-lið 1. mgr. 4. gr. laga um Landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Landlæknir hefur einnig eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum, skv. e-lið sama lagaákvæðis. Í 1. mgr. 12. gr. laganna segir að landlækni sé skylt að sinna erindum er varða samskipti almennings við veitendur heilbrigðisþjónustu og í 5. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef kvörtunin varðar mistök eða vanrækslu við sjúkdómsgreiningu eða meðferð þá skuli embættið að jafnaði afla umsagnar óháðs sérfræðings. Í sama ákvæði segir að ákvæði stjórnsýslulaga gildi um meðferð kvartanna hjá embættinu. Ein af meginreglum stjórnsýsluréttarins sem lögfest hefur verið 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 93/1993 er reglan um málshraða eða að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er. Hér að baki liggja þau sjónarmið að borgarar eigi rétt á að fá skjóta úrlausn sinna mála og eigi ekki að þurfa að bíða í óvissu lengur en þörf krefur. Hagsmunir borgaranna geta enda verið brýnir og kallað á skjóta úrlausn. Af þeim sökum er þessi skylda, að passa upp á málshraðann, lögð á herðar stjórnvalda. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu eða mistökum í heilbrigðisþjónustu þurfa oftast að leita til landlæknis til að fá úr því skorið hvort mistök hafi verið gerð að vanræksla átt sér stað. Sá sem hefur orðið fyrri tjóni vegna vanrækslu eða mistaka í heilbrigðisþjónustu á rétt á bótum úr sjúklingatryggingu skv. lögum um sjúklingatryggingar. Þessi bótaréttur er almennur og er slakað á svokölluðum saknæmisskilyrðum skv. lögunum. Það þýðir að ekki eru gerðar eins strangar kröfur til tjónþolans að sanna saknæma háttsemi tjónvaldsins. Á móti kemur að þessi réttur fyrnist á fjórum árum frá þeim tíma að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt. Niðurstaða landlæknis í þessum efnum getur haft úrslitaáhrif á rétt viðkomandi til bóta. Í flestum tilvikum berast kvartanir til Landlæknis eftir þetta tímamark, það er að segja eftir að viðkomandi hefur fengið upplýsingar um að mögulega hafi mistök átt sér stað. Það þýðir að fyrningarfresturinn er byrjaður að líða áður en málið ratar inn á borð Landlæknis. Kæra til Landlæknis hvorki rýfur né frestar fyrningu, fyrir því höfum við skýrt fordæmi frá Hæstarétti. Meðferð landlæknis í þessum málaflokki hefur lengi verið í ólestri. Árið 2021 eða fyrir þremur árum síðan tilkynnti embættið kvartendum að almennt væri ekki niðurstöðu að vænta fyrr en að þremur árum liðnum. Nú þremur árum seinna er landlæknir búinn að lengja málsmeðferðartímann upp í fimm ár. Það gefur auga leið að þessi tími sem landlæknir gefur sér er óboðlegur með öllu. Það er óforsvaranlegt að bótaréttur einstaklinga sé fyrir borð borinn af því að landlæknir getur ekki sinnt þeim verkefnum sem honum ber lögum samkvæmt. Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá Alþingi sem hefur sniðið embættinu of þröngan stakk. Verði ekki ráðin bót á þessu þá er aðeins tímaspursmál hvenær mikilsverð réttindi einstaklinga, sem beðið hafa tjóns vegna mistaka eða vanrækslu í heilbrigðiskerfinu, fara forgörðum. Höfundur er lögmaður.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun