Tími er ekki óþrjótandi auðlind Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 7. október 2024 10:30 Genfaryfirlýsingin, Salamancayfirlýsingin, samningar Sameinuðu þjóðanna, íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli eru allt vegvísar í íslensku skólakerfi ásamt mörgu öðru. Skýr menntastefna og allt það sem hér að framan hefur verið talið upp virðist ekki vera nóg því regluverkinu er ekki fylgt eftir. Fjárframlög sem áttu að fylgja Skóla án aðgreiningar komu aldrei í þeirri mynd sem þurfti til að framfylgja stefnunni. Þetta gap sem hefur myndast hefur aldrei verið fylgt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nefnir í nýlegri grein sinni í Morgunblaðinu að menntun sé blessunarlega komin á dagskrá eftir allt of langa kyrrstöðu. Menntun hefur alltaf verið á dagskrá en greinilega ekki hjá þeim aðilum sem halda um stjórnartaumana. Kennarar hafa alla tíð verið tilbúnir til samtals um menntamál og bent á leiðir til úrbóta. Kennarar hafa reynt að hrópa af hæstu hæðum til að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og bent á hvert stefnir í menntamálum. Hlutirnir hafa raungerst eins og kennarar óttuðust en það hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr ef hlustað hefði verið á kennara. Við eigum flotta krakka og metnaðarfulla kennarastétt. Við viljum gera vel. Hvers vegna eru þá þessar brotalamir í íslensku menntakerfi ? Vandinn er margþættur og búinn að fá að gerjast lengi en ef ég á að nefna eitthvað eitt þá er það virðingarleysi. Við horfum oft til finnska menntakerfisins því það hefur verið talið skara fram úr. Kennsluhættir þeirra eru sambærilegir okkar en það sem er ólíkt er sú virðing sem borin er fyrir skólakerfinu í löndunum. Finnskir kollegar okkar hafa nefnt það þegar þeir hafa heimsótt okkur að þeir greini þetta agaleysi. Agaleysið er ekki búið til í skólunum, það kemur frá heimilunum og inn í skólana. Því miður þá fer stór hluti tíma íslenskra kennara í það að leiðbeina börnum sem kunna ekki að hegða sér innan um aðra og ganga ítrekað á rétt annarra til náms. Flóknustu nemendurnir eiga oft flóknustu foreldrana. Þessir foreldrar eru oft gamlir nemendur sem fengu ekki þjónustu við hæfi því hún var ekki til staðar í kerfinu og boltinn heldur áfram að rúlla. Snemmtæk íhlutun er töfrasprotinn sem hefur verið laskaður of lengi. Við þurfum heildræna nálgun sem tekur til alls samfélagsins. Tími er ekki óþrjótandi auðlind og hver dagur er mikilvægur í lífi einstaklings. Ég hef verið spurð að því af nemanda hvort ég eigi ríkan mann. Þessi nemandi í grunnskóla taldi að ég gæti eflaust ekki lifað af launum mínum nema eiga ríkan mann. Nemendur hafa einnig sagt við mig þegar ég hef rætt mikilvægi menntunar að það skipti ekki máli að mennta sig því þeir geti alveg fengið hærri laun en ég ómenntaðir. 5. október er Alþjóðlegur dagur kennara og ég er stolt af því að tilheyra stétt fólks sem brennur fyrir starfi sínu. Flestir kennarar hafa fagmennskuna að leiðarljósi. Er ekki kominn tími til að Íslendingar girði sig í brók svo að íslenskt menntakerfi hrynji ekki. Kennarar eru samningslausir og löngu orðið tímabært að semja þannig við þá að þeir geti lifað af laununum sínum og það verði eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Eins er löngu orðið tímabært að kennarar fái þau verkfæri í hendur sem geta hjálpað þeim að halda uppi aga og uppfyllt réttindi barna til náms í stað þess að eyða stórum hluta tíma síns í að sinna agamálum. Æska barnanna er núna, tími kennara er núna. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Genfaryfirlýsingin, Salamancayfirlýsingin, samningar Sameinuðu þjóðanna, íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli eru allt vegvísar í íslensku skólakerfi ásamt mörgu öðru. Skýr menntastefna og allt það sem hér að framan hefur verið talið upp virðist ekki vera nóg því regluverkinu er ekki fylgt eftir. Fjárframlög sem áttu að fylgja Skóla án aðgreiningar komu aldrei í þeirri mynd sem þurfti til að framfylgja stefnunni. Þetta gap sem hefur myndast hefur aldrei verið fylgt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nefnir í nýlegri grein sinni í Morgunblaðinu að menntun sé blessunarlega komin á dagskrá eftir allt of langa kyrrstöðu. Menntun hefur alltaf verið á dagskrá en greinilega ekki hjá þeim aðilum sem halda um stjórnartaumana. Kennarar hafa alla tíð verið tilbúnir til samtals um menntamál og bent á leiðir til úrbóta. Kennarar hafa reynt að hrópa af hæstu hæðum til að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og bent á hvert stefnir í menntamálum. Hlutirnir hafa raungerst eins og kennarar óttuðust en það hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr ef hlustað hefði verið á kennara. Við eigum flotta krakka og metnaðarfulla kennarastétt. Við viljum gera vel. Hvers vegna eru þá þessar brotalamir í íslensku menntakerfi ? Vandinn er margþættur og búinn að fá að gerjast lengi en ef ég á að nefna eitthvað eitt þá er það virðingarleysi. Við horfum oft til finnska menntakerfisins því það hefur verið talið skara fram úr. Kennsluhættir þeirra eru sambærilegir okkar en það sem er ólíkt er sú virðing sem borin er fyrir skólakerfinu í löndunum. Finnskir kollegar okkar hafa nefnt það þegar þeir hafa heimsótt okkur að þeir greini þetta agaleysi. Agaleysið er ekki búið til í skólunum, það kemur frá heimilunum og inn í skólana. Því miður þá fer stór hluti tíma íslenskra kennara í það að leiðbeina börnum sem kunna ekki að hegða sér innan um aðra og ganga ítrekað á rétt annarra til náms. Flóknustu nemendurnir eiga oft flóknustu foreldrana. Þessir foreldrar eru oft gamlir nemendur sem fengu ekki þjónustu við hæfi því hún var ekki til staðar í kerfinu og boltinn heldur áfram að rúlla. Snemmtæk íhlutun er töfrasprotinn sem hefur verið laskaður of lengi. Við þurfum heildræna nálgun sem tekur til alls samfélagsins. Tími er ekki óþrjótandi auðlind og hver dagur er mikilvægur í lífi einstaklings. Ég hef verið spurð að því af nemanda hvort ég eigi ríkan mann. Þessi nemandi í grunnskóla taldi að ég gæti eflaust ekki lifað af launum mínum nema eiga ríkan mann. Nemendur hafa einnig sagt við mig þegar ég hef rætt mikilvægi menntunar að það skipti ekki máli að mennta sig því þeir geti alveg fengið hærri laun en ég ómenntaðir. 5. október er Alþjóðlegur dagur kennara og ég er stolt af því að tilheyra stétt fólks sem brennur fyrir starfi sínu. Flestir kennarar hafa fagmennskuna að leiðarljósi. Er ekki kominn tími til að Íslendingar girði sig í brók svo að íslenskt menntakerfi hrynji ekki. Kennarar eru samningslausir og löngu orðið tímabært að semja þannig við þá að þeir geti lifað af laununum sínum og það verði eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Eins er löngu orðið tímabært að kennarar fái þau verkfæri í hendur sem geta hjálpað þeim að halda uppi aga og uppfyllt réttindi barna til náms í stað þess að eyða stórum hluta tíma síns í að sinna agamálum. Æska barnanna er núna, tími kennara er núna. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun