Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 09:12 Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um bókun 35 hefur hlotið töluvert umtal að undanförnu. Vísir/Einar Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. Frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið og kennt hefur verið við bókun 35 hefur vakið nokkuð umtal undanfarin misseri. Andstæðingar frumvarpsins og Evrópusambandsaðildar hafa lýst frumvarpinu sem framsali á fullveldi landsins. Yrði frumvarpið að lögum gengi ákvæði laga þar sem skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum eru réttilega innleiddar framar öðrum almennum lagaákvæðum ef þau eru ósamrýmanleg nema ef Alþingi ákveður annað. Í greinargerð með frumvarpinu er ítrekað að ef Alþingi vill setja reglur sem samrýmast ekki innleiddum EES-reglum komi frumvarpið ekki í veg fyrir það. Þá hafi þingið vald til þess að fella ákvæðið úr gildi hvenær sem er. Í spurningu sem Heimsýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, lét Prósent leggja fyrir í skoðanakönnun er frumvarpið sagt fela í sér þá breytingu að þegar lög sem byggja á EES-samningnum stangast á við önnur almenn íslensk lög þá skuli fyrrnefndu lögin ganga framar. Ekki kemur fram í spurningunni að Alþingi geti mælt fyrir um annað samkvæmt frumvarpinu. Tæpur fimmtungur sagðist mjög andvígur frumvarpinu í könnuninni og ellefu prósent frekar andvíg, samtals 29 prósent á móti. Tólf prósent sögðust mjög hlynnt bókun 35 og fimmtán prósent frekar hlynnt, samtals 27 prósent. Fimmtungur sagði hvorki né og tæpur fjórðungur sagðist ekki vita. Þegar aðeins eru teknir þeir sem gáfu upp einhvers konar afstöðu voru 39 prósent andvíg frumvarpinu en 35 prósent hlynnt því. Rétt rúmur fjórðungur sagði þá hvorki né. Miðflokksfólk og landsbyggðarbúar mest á móti Langmest andstaða við frumvarpið var á meðal svarenda sem sögðust ætla að kjósa Miðflokkinn í næstu kosningum, 61 prósent. Andstaða mældist einnig mikil á meðal kjósenda Framsóknarflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Mestu stuðningur við frumvarpið var á meðal kjósenda Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Eins og oft áður í skoðanakönnunum höfðu karlar eindregnari skoðun á málefninu en konur. Jafnmargir karla voru hlynntir frumvarpinu og andvígir því, 37 prósent. Fjórðungur kvenna sagðist því hlynntur og fjórðungur mótfallinn. Umtalsvert meiri andstaða er við frumvarpið á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík og nágrenni sagðist um þriðjungur hlynntur og rúmur fjórðungur á móti en á landsbyggðinni voru rúmlega tveir af hverjum fimm á móti en fjórðungur fylgjandi. Haraldur Ólafsson, formaður Heimsýnar, ræddi könnunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Evrópusambandið Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Bítið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið og kennt hefur verið við bókun 35 hefur vakið nokkuð umtal undanfarin misseri. Andstæðingar frumvarpsins og Evrópusambandsaðildar hafa lýst frumvarpinu sem framsali á fullveldi landsins. Yrði frumvarpið að lögum gengi ákvæði laga þar sem skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum eru réttilega innleiddar framar öðrum almennum lagaákvæðum ef þau eru ósamrýmanleg nema ef Alþingi ákveður annað. Í greinargerð með frumvarpinu er ítrekað að ef Alþingi vill setja reglur sem samrýmast ekki innleiddum EES-reglum komi frumvarpið ekki í veg fyrir það. Þá hafi þingið vald til þess að fella ákvæðið úr gildi hvenær sem er. Í spurningu sem Heimsýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, lét Prósent leggja fyrir í skoðanakönnun er frumvarpið sagt fela í sér þá breytingu að þegar lög sem byggja á EES-samningnum stangast á við önnur almenn íslensk lög þá skuli fyrrnefndu lögin ganga framar. Ekki kemur fram í spurningunni að Alþingi geti mælt fyrir um annað samkvæmt frumvarpinu. Tæpur fimmtungur sagðist mjög andvígur frumvarpinu í könnuninni og ellefu prósent frekar andvíg, samtals 29 prósent á móti. Tólf prósent sögðust mjög hlynnt bókun 35 og fimmtán prósent frekar hlynnt, samtals 27 prósent. Fimmtungur sagði hvorki né og tæpur fjórðungur sagðist ekki vita. Þegar aðeins eru teknir þeir sem gáfu upp einhvers konar afstöðu voru 39 prósent andvíg frumvarpinu en 35 prósent hlynnt því. Rétt rúmur fjórðungur sagði þá hvorki né. Miðflokksfólk og landsbyggðarbúar mest á móti Langmest andstaða við frumvarpið var á meðal svarenda sem sögðust ætla að kjósa Miðflokkinn í næstu kosningum, 61 prósent. Andstaða mældist einnig mikil á meðal kjósenda Framsóknarflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Mestu stuðningur við frumvarpið var á meðal kjósenda Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Eins og oft áður í skoðanakönnunum höfðu karlar eindregnari skoðun á málefninu en konur. Jafnmargir karla voru hlynntir frumvarpinu og andvígir því, 37 prósent. Fjórðungur kvenna sagðist því hlynntur og fjórðungur mótfallinn. Umtalsvert meiri andstaða er við frumvarpið á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík og nágrenni sagðist um þriðjungur hlynntur og rúmur fjórðungur á móti en á landsbyggðinni voru rúmlega tveir af hverjum fimm á móti en fjórðungur fylgjandi. Haraldur Ólafsson, formaður Heimsýnar, ræddi könnunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Bítið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira