Orðaður við Ísland í fyrra en virðist taka við Svíum Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 10:01 Michael Apelgren, næstlengst til hægri á mynd, hefur verið aðstoðarþjálfari Svía í tvö ár. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Svíar eru í leit að næsta landsliðsþjálfara sínum í handbolta karla en þeirri leit gæti verið lokið með ráðningu manns sem á síðasta ári var orðaður við íslenska landsliðið. Aftonbladet í Svíþjóð fullyrðir að Svíar séu nú nálægt því að ráða hinn fertuga Michael Apelgren í starfið, sem losnaði 20. september þegar Glenn Solberg hætti óvænt. „Það er samtal í gangi á milli mín og sambandsins,“ staðfesti Apelgren við Aftonbladet. Hann var einn af þeim sem orðaðir voru við stöðu landsliðsþjálfara Íslands snemma á síðasta ári, eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti, en að lokum var Snorri Steinn Guðjónsson ráðinn. Aðeins átta dagar eru þar til að tilkynna á sænska landsliðshópinn sem keppir á EHF Euro Cup í nóvember, í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Markmið sænska handboltasambandsins hefur verið að finna þjálfara fyrir þann tíma, og að ekki verði þá um tímabundna ráðningu að ræða heldur þjálfara til lengri tíma. Apelgren var aðstoðarlandsliðsþjálfari Svía í tvö ár þar til að samningur hans rann út um síðustu mánaðamót. Hann var því fljótt álitinn líklegur kandídat í að taka við af Solberg. Apelgren segist hins vegar ekki vera eini kostur sænska sambandsins: „Það eru fleiri enn inni í myndinni og í samtali [við sambandið],“ sagði Apelgren við Aftonbladet. Gerðist þjálfari Janusar Daða í sumar Aftonbladet segir að sænska sambandið sé einnig með til skoðunar Patrik Fahlgren hjá Hammarby og Oscar Carlén hjá Ystad, mögulega sem þjálfarapar, fari svo að Apelgren verði ekki ráðinn. Apelgren fer ekki í neinar grafgötur með það að hann sækist eftir starfinu. „Ég hef alltaf haft metnað fyrir því. Svo já, það er klárlega áhugi hjá mér þó að ég hafi ekki vonast eftir því að það yrði með þessum hætti [að Solberg hætti skyndilega, með tvö ár eftir af samningi sínum],“ sagði Apelgren sem í sumar tók við þjálfun Pick Szeged, og stýrir þar meðal annars Janusi Daða Smárasyni. Aftonbladet segir að í samningi Apelgren við Pick Szeged sé skýrt að hann megi einnig þjálfa landslið, en þó sé verið að bíða eftir staðfestingu frá ungverska liðinu á því að Apelgren megi gegn báðum störfum. Blaðið segir að það sé það helsta sem enn komi í veg fyrir ráðningu hans í landsliðsþjálfarastarfið. Handbolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Aftonbladet í Svíþjóð fullyrðir að Svíar séu nú nálægt því að ráða hinn fertuga Michael Apelgren í starfið, sem losnaði 20. september þegar Glenn Solberg hætti óvænt. „Það er samtal í gangi á milli mín og sambandsins,“ staðfesti Apelgren við Aftonbladet. Hann var einn af þeim sem orðaðir voru við stöðu landsliðsþjálfara Íslands snemma á síðasta ári, eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti, en að lokum var Snorri Steinn Guðjónsson ráðinn. Aðeins átta dagar eru þar til að tilkynna á sænska landsliðshópinn sem keppir á EHF Euro Cup í nóvember, í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Markmið sænska handboltasambandsins hefur verið að finna þjálfara fyrir þann tíma, og að ekki verði þá um tímabundna ráðningu að ræða heldur þjálfara til lengri tíma. Apelgren var aðstoðarlandsliðsþjálfari Svía í tvö ár þar til að samningur hans rann út um síðustu mánaðamót. Hann var því fljótt álitinn líklegur kandídat í að taka við af Solberg. Apelgren segist hins vegar ekki vera eini kostur sænska sambandsins: „Það eru fleiri enn inni í myndinni og í samtali [við sambandið],“ sagði Apelgren við Aftonbladet. Gerðist þjálfari Janusar Daða í sumar Aftonbladet segir að sænska sambandið sé einnig með til skoðunar Patrik Fahlgren hjá Hammarby og Oscar Carlén hjá Ystad, mögulega sem þjálfarapar, fari svo að Apelgren verði ekki ráðinn. Apelgren fer ekki í neinar grafgötur með það að hann sækist eftir starfinu. „Ég hef alltaf haft metnað fyrir því. Svo já, það er klárlega áhugi hjá mér þó að ég hafi ekki vonast eftir því að það yrði með þessum hætti [að Solberg hætti skyndilega, með tvö ár eftir af samningi sínum],“ sagði Apelgren sem í sumar tók við þjálfun Pick Szeged, og stýrir þar meðal annars Janusi Daða Smárasyni. Aftonbladet segir að í samningi Apelgren við Pick Szeged sé skýrt að hann megi einnig þjálfa landslið, en þó sé verið að bíða eftir staðfestingu frá ungverska liðinu á því að Apelgren megi gegn báðum störfum. Blaðið segir að það sé það helsta sem enn komi í veg fyrir ráðningu hans í landsliðsþjálfarastarfið.
Handbolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Sjá meira