Karólína Lea var í byrjunarliði Leverkusen sem vann 1-0 sigur á Jena í kvöld þökk sé marki Katharina Piljić á 69. mínútu. Íslenska landsliðskonan, sem er á láni hjá Leverkusen frá Þýskalandsmeisturum Bayern München, var tekin af velli á 83. mínútu.
Sigur kvöldsins var sá fjórði hjá Leverkusen í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Þá hefur liðið gert eitt jafntefli, við Eintracht Frankfurt. Bæði lið eru með 13 stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar, tveimur minna en topplið Bayern sem er með fullt hús stiga.