Er fólk ungt eða gamalt? Halldór S. Guðmundsson, Sigurveig H. Sigurðardóttir og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifa 9. október 2024 08:03 Viðhorf og flokkun fólks í unga og gamla, endurspeglast í daglegum samskiptum fólks og líka hvernig við lítum á okkur sjálf. Eitt af því áhugaverða við almenn viðhorf gagnvart aldri, er að þau lýsa ekki aðeins afstöðu til einhvers annars – heldur gjarnan líka óttanum sem við sjálf erum að kljást við gagnvart öldrun og eldra fólki. Niðurstöður evrópskra rannsókna benda til að almenningur í Evrópu telji að yngri hluta æviskeiðsins ljúki milli þrítugs og fimmtugs og að gamals - aldur hefjist einhvern tíma á milli 51-66 ára. Upp úr fimmtugu verður fólk svo oftlega vart við aldursfordóma sem endurspeglast í aðgreiningu sem kemur fram í hugsun, væntingum, orðum og framkomu. Sérstaða aldurstengdra fordóma er að þeir snúa ekki bara að „öðru fólki eða hinum“, heldur varða okkur sjálf. Afstaðan byggir gjarnan á undirliggjandi ótta við að verða gamall, þó svo allflestir sjái fyrir sér eða óski sér þess að lifa lengi og helst til hárrar og heilbrigðrar elli. Þessar tvær hliðar aldursfordóma eru sérstakar, því iðulega snúast fordómar okkar og staðalmyndir um að aðgreina okkur frá tilteknum hópi eða samfélagi sem við sjáum ekki fyrir okkur að tilheyra eða verða hluti af. En það á ekki við um aldur og aldursfordóma – við eldumst og verðum því innan tíðar hluti af hópnum sem aldursfordómarnir beinast að. Í dag 9. október er dagur vitundarvakningar um aldurfordóma og hvatt er til að hvert og eitt og við sem samfélag, veitum staðalímyndum og aldurstengdum fordómum okkar sérstaka athygli. Aldursfordómar eða það sem líka er kallað aldurshyggja, vísar til staðalímynda (hvernig við hugsum), fordóma (hvernig okkur líður) og mismununar (hvernig við hegðum okkur) gagnvart öðrum eða sjálfum okkur á grundvelli aldurs. Hvers vegna að vinna gegn aldursfordómum? Jú af því aldursfordómar eru meiðandi og skaðlegir fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks, hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd þess, auka útgjöld samfélagsins til heilbrigðis- og félagsmála, ýta undir einmanaleika og skerða lífsgæði og líftíma einstaklinga. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er eitt af fjórum áhersluatriðum áratugarins um heilbrigða öldrun 2020-2030, að vinna gegn aldursfordómum. Hér á landi felur það meðal annars í sér breyttar samfélagslegar áherslur í þjónustu við eldra fólk, aldursvænna samfélag og jafnvel afnám ýmissa lagaákvæða og reglna sem skerða réttindi og mannvirðingu eldra fólks. Í stað umræðu út frá veikleikum og kostnaði, þarf að tala út frá styrkleikum og heilbrigði eldra fólks og framlags þess til samfélagsins og menningarlífs og stuðnings milli kynslóðanna. Horfa skuli til styrkleika, og þátttöku, endurmeta hugsun og hegðun okkar og hvetja til virkni og samfélagslegs ávinnings af reynslumiklu fólki sem býr flest við góða heilsu. Ágæti lesandi, hvort sem þú er ungur eða gamall – vandaðu orð þín, hugsun og athafnir - því allt snýst það um hvernig þér líður og muni líða í framtíðinni. Halldór S. GuðmundssonSigurveig H. SigurðardóttirSirrý Sif Sigurlaugardóttir Höfundar er allir félagsráðgjafar og starfandi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Viðhorf og flokkun fólks í unga og gamla, endurspeglast í daglegum samskiptum fólks og líka hvernig við lítum á okkur sjálf. Eitt af því áhugaverða við almenn viðhorf gagnvart aldri, er að þau lýsa ekki aðeins afstöðu til einhvers annars – heldur gjarnan líka óttanum sem við sjálf erum að kljást við gagnvart öldrun og eldra fólki. Niðurstöður evrópskra rannsókna benda til að almenningur í Evrópu telji að yngri hluta æviskeiðsins ljúki milli þrítugs og fimmtugs og að gamals - aldur hefjist einhvern tíma á milli 51-66 ára. Upp úr fimmtugu verður fólk svo oftlega vart við aldursfordóma sem endurspeglast í aðgreiningu sem kemur fram í hugsun, væntingum, orðum og framkomu. Sérstaða aldurstengdra fordóma er að þeir snúa ekki bara að „öðru fólki eða hinum“, heldur varða okkur sjálf. Afstaðan byggir gjarnan á undirliggjandi ótta við að verða gamall, þó svo allflestir sjái fyrir sér eða óski sér þess að lifa lengi og helst til hárrar og heilbrigðrar elli. Þessar tvær hliðar aldursfordóma eru sérstakar, því iðulega snúast fordómar okkar og staðalmyndir um að aðgreina okkur frá tilteknum hópi eða samfélagi sem við sjáum ekki fyrir okkur að tilheyra eða verða hluti af. En það á ekki við um aldur og aldursfordóma – við eldumst og verðum því innan tíðar hluti af hópnum sem aldursfordómarnir beinast að. Í dag 9. október er dagur vitundarvakningar um aldurfordóma og hvatt er til að hvert og eitt og við sem samfélag, veitum staðalímyndum og aldurstengdum fordómum okkar sérstaka athygli. Aldursfordómar eða það sem líka er kallað aldurshyggja, vísar til staðalímynda (hvernig við hugsum), fordóma (hvernig okkur líður) og mismununar (hvernig við hegðum okkur) gagnvart öðrum eða sjálfum okkur á grundvelli aldurs. Hvers vegna að vinna gegn aldursfordómum? Jú af því aldursfordómar eru meiðandi og skaðlegir fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks, hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd þess, auka útgjöld samfélagsins til heilbrigðis- og félagsmála, ýta undir einmanaleika og skerða lífsgæði og líftíma einstaklinga. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er eitt af fjórum áhersluatriðum áratugarins um heilbrigða öldrun 2020-2030, að vinna gegn aldursfordómum. Hér á landi felur það meðal annars í sér breyttar samfélagslegar áherslur í þjónustu við eldra fólk, aldursvænna samfélag og jafnvel afnám ýmissa lagaákvæða og reglna sem skerða réttindi og mannvirðingu eldra fólks. Í stað umræðu út frá veikleikum og kostnaði, þarf að tala út frá styrkleikum og heilbrigði eldra fólks og framlags þess til samfélagsins og menningarlífs og stuðnings milli kynslóðanna. Horfa skuli til styrkleika, og þátttöku, endurmeta hugsun og hegðun okkar og hvetja til virkni og samfélagslegs ávinnings af reynslumiklu fólki sem býr flest við góða heilsu. Ágæti lesandi, hvort sem þú er ungur eða gamall – vandaðu orð þín, hugsun og athafnir - því allt snýst það um hvernig þér líður og muni líða í framtíðinni. Halldór S. GuðmundssonSigurveig H. SigurðardóttirSirrý Sif Sigurlaugardóttir Höfundar er allir félagsráðgjafar og starfandi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun