Ekkert á hreinu um næstu kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2024 19:21 Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra hinn 9. apríl á þessu ári. Hann segist reikna með að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið.Telji fólk erindi sínu lokið megi hins vegar ekki bíða lengi eftir kosningum. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að ríkisstjórn sem ekki hafi burði til að ljúka málum, eigi að pakka saman. Formaður Vinstri grænna sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að oddvitar stjórnarflokkanna ættu eftir að ræða forgangsröðun mála og tímasetningu kosninga. Oddvitar stjórnarflokkanna funduðu sín í milli í rúman hálftíma að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna gerir ráð fyrir að samstaða náist milli þeirra um tímasetningu næstu kosninga og þau verkefni sem framundan væru. Svandís Svavarsdóttir segir formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að ræða hvenær verði boðað til kosninga.Stöð 2/Bjarni „Það gefur auga leið að það hefði verið viðfangsefni hvort sem er. Að ræða þau mál og koma okkur saman um kjarnamál og áherslur. Líka hvaða dagsetningar við erum að horfa til,“ segir nýkjörinn formaður Vinstri grænna. Páskarnir hefjast á miðju vori hinn 17. apríl á næsta ári og því spurning hvort Svandís sjái fyrir sér kosningar fyrir eða eftir páska. Hvað nær vorið langt í þínum huga í þessum efnum? „Það nær nú býsna langt. Við skulum gefa okkur tíma til að horfa saman á dagatalið formenn stjórnarflokkanna áður en ég fer að úttala mig um það.“ Eigið þið eftir að komast til botns í þessu? „Já, við áttum bara örstuttan fund núna að afloknum ríkisstjórnarfundi. Aðallega til að ná að stilla saman strengi þegar hlutverkaskipti hafa breyst,“ segir Svandís. Bjarni Benediktsson segir að telji fólk erindi sínu í ríkisstjórn lokið megi ekki bíða lengi eftir kosningum.Stöð 2/Bjarni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist hafa reiknað með að ríkisstjórnin kláraði kjörtímabilið, enda ætti eftir að klára fjölmörg mál. Það geti verið rök fyrir því að betra væri að kjósa að vori þótt áhorfsmunur væri á því og kosningum snemma að hausti. Telji menn erindi sínu lokið mætti hins vegar ekki bíða lengi með kosningar. „Ef ríkisstjórn er með mál á dagskrá, sem hún getur klárað, þá á hún bara að halda áfram að starfa þar til að þarf að kjósa. Stjórn hins vegar sem er með mál á sinni þingmálaskrá eða stjórnarsáttmála, sem hún hefur ekki burði til að ljúka við og ekki er sátt um forgangsröðun mála, sem eru nægilega í takt við stöðuna í samfélaginu, slík ríkisstjórn verður að ljúka störfum og pakka saman,“ segir Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir eðlilegt að formenn stjórnarflokkanna taki samtal um verkefnin framundan það sem eftir lifir kjörtímabilsins.Stöð 2/Bjarni Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir stjórnmálaflokka í stjórn og stjórnarandstöðu eðlilega álykta um mál. Stjórnarflokkarnir byggðu samstarf sitt aftur á móti á stjórnarsáttmála með verkefnum sem samstaða væri um að klára. „Þannig að niðurstaða um hvenær verði kosið hangir auðvitað beint á því hvenær við teljum verkefnunum vera lokið.“ Ertu með þessu að segja að nýr formaður Vinstri grænna muni hunsa vilja landsfundar hjá sínum flokki? „Nei, eins og ég segi; stjórnmálaflokkar lifa sínu sjálfstæða lífi. Taka sínar ákvarðanir, samþykkja sínar ályktanir. En stjórnarsáttmálinn er samningur þriggja flokka um samstarf og það er eðlilegt að við tökum það samtal. Þar á meðal hvernig við ljúkum því þar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá viðtalið við Svandísi Svavarsdóttur í heild: Hér má sjá viðtalið við Bjarna Benediktsson í heild: Hér má sjá viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Oddvitar stjórnarflokkanna funduðu sín í milli í rúman hálftíma að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna gerir ráð fyrir að samstaða náist milli þeirra um tímasetningu næstu kosninga og þau verkefni sem framundan væru. Svandís Svavarsdóttir segir formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að ræða hvenær verði boðað til kosninga.Stöð 2/Bjarni „Það gefur auga leið að það hefði verið viðfangsefni hvort sem er. Að ræða þau mál og koma okkur saman um kjarnamál og áherslur. Líka hvaða dagsetningar við erum að horfa til,“ segir nýkjörinn formaður Vinstri grænna. Páskarnir hefjast á miðju vori hinn 17. apríl á næsta ári og því spurning hvort Svandís sjái fyrir sér kosningar fyrir eða eftir páska. Hvað nær vorið langt í þínum huga í þessum efnum? „Það nær nú býsna langt. Við skulum gefa okkur tíma til að horfa saman á dagatalið formenn stjórnarflokkanna áður en ég fer að úttala mig um það.“ Eigið þið eftir að komast til botns í þessu? „Já, við áttum bara örstuttan fund núna að afloknum ríkisstjórnarfundi. Aðallega til að ná að stilla saman strengi þegar hlutverkaskipti hafa breyst,“ segir Svandís. Bjarni Benediktsson segir að telji fólk erindi sínu í ríkisstjórn lokið megi ekki bíða lengi eftir kosningum.Stöð 2/Bjarni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist hafa reiknað með að ríkisstjórnin kláraði kjörtímabilið, enda ætti eftir að klára fjölmörg mál. Það geti verið rök fyrir því að betra væri að kjósa að vori þótt áhorfsmunur væri á því og kosningum snemma að hausti. Telji menn erindi sínu lokið mætti hins vegar ekki bíða lengi með kosningar. „Ef ríkisstjórn er með mál á dagskrá, sem hún getur klárað, þá á hún bara að halda áfram að starfa þar til að þarf að kjósa. Stjórn hins vegar sem er með mál á sinni þingmálaskrá eða stjórnarsáttmála, sem hún hefur ekki burði til að ljúka við og ekki er sátt um forgangsröðun mála, sem eru nægilega í takt við stöðuna í samfélaginu, slík ríkisstjórn verður að ljúka störfum og pakka saman,“ segir Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir eðlilegt að formenn stjórnarflokkanna taki samtal um verkefnin framundan það sem eftir lifir kjörtímabilsins.Stöð 2/Bjarni Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir stjórnmálaflokka í stjórn og stjórnarandstöðu eðlilega álykta um mál. Stjórnarflokkarnir byggðu samstarf sitt aftur á móti á stjórnarsáttmála með verkefnum sem samstaða væri um að klára. „Þannig að niðurstaða um hvenær verði kosið hangir auðvitað beint á því hvenær við teljum verkefnunum vera lokið.“ Ertu með þessu að segja að nýr formaður Vinstri grænna muni hunsa vilja landsfundar hjá sínum flokki? „Nei, eins og ég segi; stjórnmálaflokkar lifa sínu sjálfstæða lífi. Taka sínar ákvarðanir, samþykkja sínar ályktanir. En stjórnarsáttmálinn er samningur þriggja flokka um samstarf og það er eðlilegt að við tökum það samtal. Þar á meðal hvernig við ljúkum því þar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá viðtalið við Svandísi Svavarsdóttur í heild: Hér má sjá viðtalið við Bjarna Benediktsson í heild: Hér má sjá viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild:
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06
„Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20
Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23