Stóð af sér vantrauststillögu Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2024 13:56 Michel Barnier var skipaður forsætisráðherra Frakklands í sumar. AP Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. Það voru þingmenn vinstriflokksins NFP sem lögðu fram vantrauststillöguna sem naut einnig stuðnings þingmanna Sósíalistaflokksins, þar með talið formannsins Olivier Faure. Alls hefði þurft 289 þingmenn til að greiða atkvæði með tillögunni þannig að hún myndi ná fram að ganga. Þó fór svo að einungis 197 þingmenn studdu tillöguna. „Nú veit franska þjóðin hverjir eru í meirihluta og hverjir eru í stjórnarandstöðu,“ sagði Faure sem sakaði Barnier jafnframt um að vera „samverkamaður hægriöfgaafla“. Þingmenn hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, og sagðist Le Pen vilja gefa stjórninni tækifæri um stundarsakir. Naumur meirihluti er fyrir ríkisstjórn Barnier, en það eru þingmenn jafnt af hægri- og vinstri vængnum og á miðju stjórnmálanna sem verja hana vantrausti. Þingmenn NFP ákváðu að leggja fram vantrauststillöguna vegna óánægju sinnar með Macron og ákvörðun hans að skipa ekki forsætisráðherra af vinstri vængnum eftir þingkosningarnar í sumar þar sem vinstrisinnar náðu góðum árangri. Enginn fylking náði þó hreinum meirihluta á þinginu. Macron ákvað að skipa reynsluboltann Barnier sem nýjan forsætisráðherra eftir kosningarnar en flestir í ríkisstjórn hans eru úr röðum hægriflokks Repúblikana og miðjuhreyfingu Macrons. Barnier var á sínum tíma aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum um skilmála útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. 21. september 2024 22:01 Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. 7. september 2024 18:08 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Það voru þingmenn vinstriflokksins NFP sem lögðu fram vantrauststillöguna sem naut einnig stuðnings þingmanna Sósíalistaflokksins, þar með talið formannsins Olivier Faure. Alls hefði þurft 289 þingmenn til að greiða atkvæði með tillögunni þannig að hún myndi ná fram að ganga. Þó fór svo að einungis 197 þingmenn studdu tillöguna. „Nú veit franska þjóðin hverjir eru í meirihluta og hverjir eru í stjórnarandstöðu,“ sagði Faure sem sakaði Barnier jafnframt um að vera „samverkamaður hægriöfgaafla“. Þingmenn hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, og sagðist Le Pen vilja gefa stjórninni tækifæri um stundarsakir. Naumur meirihluti er fyrir ríkisstjórn Barnier, en það eru þingmenn jafnt af hægri- og vinstri vængnum og á miðju stjórnmálanna sem verja hana vantrausti. Þingmenn NFP ákváðu að leggja fram vantrauststillöguna vegna óánægju sinnar með Macron og ákvörðun hans að skipa ekki forsætisráðherra af vinstri vængnum eftir þingkosningarnar í sumar þar sem vinstrisinnar náðu góðum árangri. Enginn fylking náði þó hreinum meirihluta á þinginu. Macron ákvað að skipa reynsluboltann Barnier sem nýjan forsætisráðherra eftir kosningarnar en flestir í ríkisstjórn hans eru úr röðum hægriflokks Repúblikana og miðjuhreyfingu Macrons. Barnier var á sínum tíma aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum um skilmála útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. 21. september 2024 22:01 Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. 7. september 2024 18:08 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. 21. september 2024 22:01
Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. 7. september 2024 18:08