„Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2024 10:33 Einstakur hópur sem kemur að þjálfun hjá Haukum Special Olympics. Það eru sex ár síðan körfuboltamaðurinn Kristinn Jónasson tók ákvörðun um að stofna körfuboltalið sem fékk nafnið Haukar Special Olympics og var ætlað börnum með fötlun. Þrjú börn mættu á fyrstu æfinguna árið 2018. Sá fjöldi hefur rúmlega tífaldast. „Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig. Ég fór inn í þetta með engar væntingar,“ segir Kristinn í Íslandi í dag í vikunni en Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hann og mætti á æfingu hjá liðinu. Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig og í dag mæta Haukar með allt að fjögur lið á mót og keppa á móti börnum sem ekki eru með fötlun. Iðkendur koma af öllu höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar af Suðurnesjunum. „Á æfingu áðan voru tuttugu og tveir krakkar og það vantaði tvo til þrjá. Það var bara eldri hópurinn en heilt yfir koma um 60-70 börn á æfingu hjá okkur,“ segir stofnandinn. Kristinn eða Kiddi, segir að hugmyndin hafi fyrst verið viðruð við hann af starfsmanni Íþróttasambands fatlaðra sem spurði hvort hann hefði áhuga á að taka slíkt verkefni að sér, en þannig vildi til að Kristófer sonur Kidda og eiginkonu hans Thelmu Þorbergsdóttur fæddist með Downs heilkenni og hafði mikinn áhuga á körfubolta - eins og pabbinn. Þau hjónin höfðu þó komist að raun um, sér til furðu, að það reyndist þrautin þyngri að finna fyrir hann lið. Áherslan öll á körfuboltann „Það þarf oft í svona verkefni einhverja sem hafa hagsmuni að gæta og mig langaði að koma honum í körfubolta en það var ekki neinn staður fyrir hann. Ég ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss.“ Í dag æfir hópurinn tvisvar í viku í íþróttahúsi Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Kiddi segir að hér sé áherslan öll á körfubolta en ekki á greiningar. „Þetta er þolinmæðisvinna og gerist kannski aðeins hægar. Þegar við fáum fyrstu krakkana inn sex, sjö ára fyrir sex árum þá var þetta bara að læra grípa boltann, læra dripla boltanum, læra labba aftur á bak og svo hlaupa aftur á bak og síðan vindur þetta upp á sig. Svo eru þau farin að dripla með báðum höndum.“ Liðið er með þjálfarateymi sem gæti þjálfað hvaða meistaraflokk sem er. Kiddi sá sjálfur um þjálfun fyrstu árin en fékk Báru Hálfdanardóttur sér til aðstoðar. Fyrir þremur árum tók Bára svo við, en auk þess að vera þaulreynd körfuboltakona er hún sálfræðingur. Henni til aðstoðar eru Stella Hrund Ásbjarnardóttir, Alexander Stefánsson og nýjasta viðbótin, Everage Richardson, hefur um árabil verið einn stigahæsti leikmaður deildarinnar hér heima og státar reyndar einnig af því að hafa verið einn stigahæsti leikmaður í heimi með rúmlega 50 stig að meðaltali í leik þegar hann spilaði í neðri deildum Þýskalands. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem er rætt við þjálfarana og nokkra leikmenn liðsins sem elska hreinlega að mæta á körfuboltaæfingar. Körfubolti Haukar Ísland í dag Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
„Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig. Ég fór inn í þetta með engar væntingar,“ segir Kristinn í Íslandi í dag í vikunni en Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hann og mætti á æfingu hjá liðinu. Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig og í dag mæta Haukar með allt að fjögur lið á mót og keppa á móti börnum sem ekki eru með fötlun. Iðkendur koma af öllu höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar af Suðurnesjunum. „Á æfingu áðan voru tuttugu og tveir krakkar og það vantaði tvo til þrjá. Það var bara eldri hópurinn en heilt yfir koma um 60-70 börn á æfingu hjá okkur,“ segir stofnandinn. Kristinn eða Kiddi, segir að hugmyndin hafi fyrst verið viðruð við hann af starfsmanni Íþróttasambands fatlaðra sem spurði hvort hann hefði áhuga á að taka slíkt verkefni að sér, en þannig vildi til að Kristófer sonur Kidda og eiginkonu hans Thelmu Þorbergsdóttur fæddist með Downs heilkenni og hafði mikinn áhuga á körfubolta - eins og pabbinn. Þau hjónin höfðu þó komist að raun um, sér til furðu, að það reyndist þrautin þyngri að finna fyrir hann lið. Áherslan öll á körfuboltann „Það þarf oft í svona verkefni einhverja sem hafa hagsmuni að gæta og mig langaði að koma honum í körfubolta en það var ekki neinn staður fyrir hann. Ég ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss.“ Í dag æfir hópurinn tvisvar í viku í íþróttahúsi Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Kiddi segir að hér sé áherslan öll á körfubolta en ekki á greiningar. „Þetta er þolinmæðisvinna og gerist kannski aðeins hægar. Þegar við fáum fyrstu krakkana inn sex, sjö ára fyrir sex árum þá var þetta bara að læra grípa boltann, læra dripla boltanum, læra labba aftur á bak og svo hlaupa aftur á bak og síðan vindur þetta upp á sig. Svo eru þau farin að dripla með báðum höndum.“ Liðið er með þjálfarateymi sem gæti þjálfað hvaða meistaraflokk sem er. Kiddi sá sjálfur um þjálfun fyrstu árin en fékk Báru Hálfdanardóttur sér til aðstoðar. Fyrir þremur árum tók Bára svo við, en auk þess að vera þaulreynd körfuboltakona er hún sálfræðingur. Henni til aðstoðar eru Stella Hrund Ásbjarnardóttir, Alexander Stefánsson og nýjasta viðbótin, Everage Richardson, hefur um árabil verið einn stigahæsti leikmaður deildarinnar hér heima og státar reyndar einnig af því að hafa verið einn stigahæsti leikmaður í heimi með rúmlega 50 stig að meðaltali í leik þegar hann spilaði í neðri deildum Þýskalands. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem er rætt við þjálfarana og nokkra leikmenn liðsins sem elska hreinlega að mæta á körfuboltaæfingar.
Körfubolti Haukar Ísland í dag Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira