Misspennt fyrir verkfalli: „Þetta er fínt, meira frí“ Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. október 2024 17:19 Ungmenni í Fjölbrautaskóla Suðurlands og Laugalækjaskóla eru misspennt fyrir verkfalli. Vísir/Bjarni/Magnús Hlynur Krakkar í Laugalækjaskóla í Reykjavík og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru misspenntir fyrir yfirvofandi verkfalli kennara við skólana. Sumir óttast að missa of mikið úr á meðan aðrir eru spenntir fyrir smá auka fríi. Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum samþykkti í dag verkfallsaðgerðir sem hefjast í lok mánaðar. Um er að ræða fjóra leikskóla, leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, þrjá grunnskóla, Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri og svo Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu). „Fyrstu viðbrögðin eru „Jess, þrjár vikur í frí. Partý.“ En þá tefjumst við um þrjár vikur. Það hefur áhrif á hvaða menntaskóla við komumst í og námið sem við fáum. Það er alveg erfitt að vinna upp þriggja vikna nám,“ segir Sóley Anna Myer, nemandi í Laugalækjaskóla. Hún hefur áhyggjur af því að missa úr námi en finnur þó til með kennurunum. „Mér finnst þetta nauðsynlegt fyrir þau. Mér finnst þetta gott fyrir þau því þetta þarf að breytast. En þetta bitnar á börnunum. Semjið við kennarana,“ segir Sóley. Sóley Anna Myer er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Samnemandi hennar Sturlaugur Hrafn Ólafsson var ögn slakari. Hann horfir á þetta sem þriggja vikna frí sem hann myndi nýta í að gera góða hluti. „Bara rífa sig í gang þegar verkfallið er búið ef það kemur. Annars bara áfram gakk,“ segir Sturlaugur. Sturlaugur Hrafn Ólafsson er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 á Selfossi ræddi við nokkra drengi um verkfallið í dag. „Ég er í námi þar sem ég má ekki missa af önn en það fer eftir því hvernig þetta endar,“ segir Guðmundur Gauti Ívarsson. Spurðir um lengd verkfallsins, sem á að vera tæpir tveir mánuðir, segja Guðmundur Gauti og vinir hans, Gunnar Hrafn Birgisson og Sigmar Freyr Símonarson, hana bara vera fína. Frá vinstri: Gunnar Hrafn Birgisson, Sigmar Freyr Símonarson og Guðmundur Gauti Ívarsson.Vísir/Magnús Hlynur Benjamín Óli Ólafsson segir kennara eiga skilið að fá hærri laun. Hann er á báðum áttum með hvað honum finnst um verkfallið. „Ef ég fæ allar einingarnar sem ég á að fá fyrir þessa önn þá er ég sáttur, annars ekki,“ segir Benjamín. „Þetta er fínt, meira frí,“ segir Mikael Darri Hjartarson, félagi hans. Frá vinstri: Hákon Birgisson, Benjamín Óli Ólason, Gestur Helgi Snorrason og Mikael Darri HjartarsonVísir/Magnús Hlynur Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Árborg Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10 Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum samþykkti í dag verkfallsaðgerðir sem hefjast í lok mánaðar. Um er að ræða fjóra leikskóla, leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, þrjá grunnskóla, Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri og svo Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu). „Fyrstu viðbrögðin eru „Jess, þrjár vikur í frí. Partý.“ En þá tefjumst við um þrjár vikur. Það hefur áhrif á hvaða menntaskóla við komumst í og námið sem við fáum. Það er alveg erfitt að vinna upp þriggja vikna nám,“ segir Sóley Anna Myer, nemandi í Laugalækjaskóla. Hún hefur áhyggjur af því að missa úr námi en finnur þó til með kennurunum. „Mér finnst þetta nauðsynlegt fyrir þau. Mér finnst þetta gott fyrir þau því þetta þarf að breytast. En þetta bitnar á börnunum. Semjið við kennarana,“ segir Sóley. Sóley Anna Myer er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Samnemandi hennar Sturlaugur Hrafn Ólafsson var ögn slakari. Hann horfir á þetta sem þriggja vikna frí sem hann myndi nýta í að gera góða hluti. „Bara rífa sig í gang þegar verkfallið er búið ef það kemur. Annars bara áfram gakk,“ segir Sturlaugur. Sturlaugur Hrafn Ólafsson er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 á Selfossi ræddi við nokkra drengi um verkfallið í dag. „Ég er í námi þar sem ég má ekki missa af önn en það fer eftir því hvernig þetta endar,“ segir Guðmundur Gauti Ívarsson. Spurðir um lengd verkfallsins, sem á að vera tæpir tveir mánuðir, segja Guðmundur Gauti og vinir hans, Gunnar Hrafn Birgisson og Sigmar Freyr Símonarson, hana bara vera fína. Frá vinstri: Gunnar Hrafn Birgisson, Sigmar Freyr Símonarson og Guðmundur Gauti Ívarsson.Vísir/Magnús Hlynur Benjamín Óli Ólafsson segir kennara eiga skilið að fá hærri laun. Hann er á báðum áttum með hvað honum finnst um verkfallið. „Ef ég fæ allar einingarnar sem ég á að fá fyrir þessa önn þá er ég sáttur, annars ekki,“ segir Benjamín. „Þetta er fínt, meira frí,“ segir Mikael Darri Hjartarson, félagi hans. Frá vinstri: Hákon Birgisson, Benjamín Óli Ólason, Gestur Helgi Snorrason og Mikael Darri HjartarsonVísir/Magnús Hlynur
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Árborg Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10 Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10
Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53