„Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“ Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 11:32 Svandís Svavarsdóttir segist standa með Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknaflokksins segir samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð og formaður Vinstri grænna segist ekki vilja leyna því að ríkisstjórnin sé í vanda stödd. Þrátt fyrir það segist hvorugt þeirra spennt fyrir kosningum á allra næstu mánuðum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrradag að sér þætti óheppilegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hafi hringt í ríkislögreglustjóra til þess að fresta brottvísun hins tólf ára Yasans Tamini Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tók undir þessi orð Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég er sammála því að þetta hafi verið óheppilegt. Ég held að það hefði verið eðlilegra hefði félagsmálaráðherra haft samband við dómsmálaráðherra á þessum tímapuntki.“ Sigurður Ingi segist ekki vilja leggja dóm á það hvort um óeðlilega stjórnsýslu væri að ræða. „Það er alveg ljóst að traust til ríkisstjórnarinnar hefur minnkað verulega og samskiptin hafa verið svolítið stirð. Ýmsir stjórnarþingmenn verið í fjölmiðlum talandi út og suður. Mín afstaða og Framsóknar hefur verið mjög skýr. Við erum enn með talsvert af verkefnum sem við þurfum að klára.“ Þó segir Sigurður að það væri óábyrgt að boða til kosninga strax í nóvember, en slíkum hugmyndum hefur verið varpað fram. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og formaður Vinstri grænna, segist standa með Guðmundi Inga í málinu. „Ég tel að Guðmundur Ingi hafi gert það sem var rétt í þessu máli.“ Svandís segist ekki muna atburði morgunsins nákvæmlega um hvort hún hafi heyrt í Guðmundi fyrir eða eftir að hann ræddi við ríkislögreglustjóra. Þau tvö hafi þó verið í samskiptum um morguninn. Hún hafi verið samþykk því sem Guðmundur gerði þá og er það enn í dag. Svandís segist ekki telja að málið hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um hafi verið að ræða einstakt mál. Er ekki von á neinum óvæntum tíðindum? „Ég sé þau ekki, en ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mál Yazans Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrradag að sér þætti óheppilegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hafi hringt í ríkislögreglustjóra til þess að fresta brottvísun hins tólf ára Yasans Tamini Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tók undir þessi orð Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég er sammála því að þetta hafi verið óheppilegt. Ég held að það hefði verið eðlilegra hefði félagsmálaráðherra haft samband við dómsmálaráðherra á þessum tímapuntki.“ Sigurður Ingi segist ekki vilja leggja dóm á það hvort um óeðlilega stjórnsýslu væri að ræða. „Það er alveg ljóst að traust til ríkisstjórnarinnar hefur minnkað verulega og samskiptin hafa verið svolítið stirð. Ýmsir stjórnarþingmenn verið í fjölmiðlum talandi út og suður. Mín afstaða og Framsóknar hefur verið mjög skýr. Við erum enn með talsvert af verkefnum sem við þurfum að klára.“ Þó segir Sigurður að það væri óábyrgt að boða til kosninga strax í nóvember, en slíkum hugmyndum hefur verið varpað fram. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og formaður Vinstri grænna, segist standa með Guðmundi Inga í málinu. „Ég tel að Guðmundur Ingi hafi gert það sem var rétt í þessu máli.“ Svandís segist ekki muna atburði morgunsins nákvæmlega um hvort hún hafi heyrt í Guðmundi fyrir eða eftir að hann ræddi við ríkislögreglustjóra. Þau tvö hafi þó verið í samskiptum um morguninn. Hún hafi verið samþykk því sem Guðmundur gerði þá og er það enn í dag. Svandís segist ekki telja að málið hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um hafi verið að ræða einstakt mál. Er ekki von á neinum óvæntum tíðindum? „Ég sé þau ekki, en ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mál Yazans Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira