Er framtíðin í okkar höndum? Anton Sveinn McKee skrifar 11. október 2024 11:30 Eiga framtíðarkynslóðir á Íslandi að búa í landi sem ræður sínum eigin lögum og reglum? Eiga þær að stýra eigin framtíð frekar en að leyfa erlendum ríkjum og stofnunum að taka ákvarðanir fyrir sig? Nú er verið að leggja fram frumvarp á Alþingi um innleiðingu reglu sem segir að lög frá Evrópu verði æðri íslenskum lögum, þessi regla er hin svokallaða „Bókun 35“. Í frumvarpinu felst hugmyndafræðileg uppgjöf gagnvart sjálfstæði og fullveldi landsins. Ísland, eftir langa frelsisbaráttu gegn danska ríkinu, fékk fullveldi árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944. Sjálfsmynd okkar Íslendinga er samofin þessari sögu og landsmenn hafa sterka tengingu við þá atburðarás sem skóp fullveldi landsins. Eitthvert mesta frávik frá þessu átti sér stað árið 1994 þegar EES-samningurinn var fullgildur án þess að leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram um málið. Það gerðu hins vegar Svisslendingar og þar var EES-samningnum hafnað af svissnesku þjóðinni. Seinni tíma upplýsingar sýna að þáverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, var mjög tvístígandi um að senda málið til þjóðarinnar og nýta sér þannig málskotsrétt forseta. Íslenska þjóðin fékk ekki að sýna hug sinn til samningsins á þeim tíma. Samkvæmt þessu nýja frumvarpi, sem lagt hefur verið fram af varaformanni Sjálfstæðisflokksins, ættu innleiddar EES-reglur að víkja öllum íslenskum lögum til hliðar, nema ef Alþingi setur sérstakan fyrirvara í lögin. Í 30 ár hefur verið vitneskja um að bókun 35 hafi ekki verið innleidd á Íslandi og eru engar ástæður til að breyta því. Þeir sem hlynntir eru þessu framsali á valdi þjóðarinnar vilja meina að þetta sé í raun ekkert stórmál, Alþingi geti bara sett fyrirvara í lögin. Það er ekki rétt. Með þessu fyrirkomulagi er verið að búa til nýja réttarheimild sem væri æðri almennum lögum. Auk stjórnarskrárinnar, sem er æðsta réttarheimild landsins, yrðu allar innleiddar EES-reglur æðri almennum lögum. Þetta myndi án efa leiða til flóknari lagasetningar í framtíðinni. Ýmsir lögspekingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum og enn ríkir töluverð óvissa um hvorum lögunum Hæstiréttur mundi dæma í hag ef á reyndi rétthæð nýrra laga gagnvart eldri lögum. Það er áhyggjuefni þegar flokkur sem var stofnaður í kringum sjálfstæðisbaráttu landsins sé nú, á 80 ára afmæli lýðveldisins, að leggja fram frumvarp sem gengur gegn fullveldi landsins og afsalar því að hluta. Svona framkvæmd kemur róti á þjóðarsálina og særir stolt landsmanna. Stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að fara sérlega varlega þegar unnið er með fullveldi lands og þjóðar og gæta hagsmuna okkar í hvívetna gagnvart öðrum þjóðum. Innleiðing á bókuninni væri einfaldlega uppgjöf gagnvart erlendum ríkjum. Höldum uppi vörnum í málinu, förum með málstað okkar fyrir dómstóla og höldum þjóðarstoltinu. Ráðamenn landsins eiga aldrei að gera málamiðlanir þegar kemur að fullveldi Íslands. Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Evrópusambandið Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eiga framtíðarkynslóðir á Íslandi að búa í landi sem ræður sínum eigin lögum og reglum? Eiga þær að stýra eigin framtíð frekar en að leyfa erlendum ríkjum og stofnunum að taka ákvarðanir fyrir sig? Nú er verið að leggja fram frumvarp á Alþingi um innleiðingu reglu sem segir að lög frá Evrópu verði æðri íslenskum lögum, þessi regla er hin svokallaða „Bókun 35“. Í frumvarpinu felst hugmyndafræðileg uppgjöf gagnvart sjálfstæði og fullveldi landsins. Ísland, eftir langa frelsisbaráttu gegn danska ríkinu, fékk fullveldi árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944. Sjálfsmynd okkar Íslendinga er samofin þessari sögu og landsmenn hafa sterka tengingu við þá atburðarás sem skóp fullveldi landsins. Eitthvert mesta frávik frá þessu átti sér stað árið 1994 þegar EES-samningurinn var fullgildur án þess að leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram um málið. Það gerðu hins vegar Svisslendingar og þar var EES-samningnum hafnað af svissnesku þjóðinni. Seinni tíma upplýsingar sýna að þáverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, var mjög tvístígandi um að senda málið til þjóðarinnar og nýta sér þannig málskotsrétt forseta. Íslenska þjóðin fékk ekki að sýna hug sinn til samningsins á þeim tíma. Samkvæmt þessu nýja frumvarpi, sem lagt hefur verið fram af varaformanni Sjálfstæðisflokksins, ættu innleiddar EES-reglur að víkja öllum íslenskum lögum til hliðar, nema ef Alþingi setur sérstakan fyrirvara í lögin. Í 30 ár hefur verið vitneskja um að bókun 35 hafi ekki verið innleidd á Íslandi og eru engar ástæður til að breyta því. Þeir sem hlynntir eru þessu framsali á valdi þjóðarinnar vilja meina að þetta sé í raun ekkert stórmál, Alþingi geti bara sett fyrirvara í lögin. Það er ekki rétt. Með þessu fyrirkomulagi er verið að búa til nýja réttarheimild sem væri æðri almennum lögum. Auk stjórnarskrárinnar, sem er æðsta réttarheimild landsins, yrðu allar innleiddar EES-reglur æðri almennum lögum. Þetta myndi án efa leiða til flóknari lagasetningar í framtíðinni. Ýmsir lögspekingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum og enn ríkir töluverð óvissa um hvorum lögunum Hæstiréttur mundi dæma í hag ef á reyndi rétthæð nýrra laga gagnvart eldri lögum. Það er áhyggjuefni þegar flokkur sem var stofnaður í kringum sjálfstæðisbaráttu landsins sé nú, á 80 ára afmæli lýðveldisins, að leggja fram frumvarp sem gengur gegn fullveldi landsins og afsalar því að hluta. Svona framkvæmd kemur róti á þjóðarsálina og særir stolt landsmanna. Stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að fara sérlega varlega þegar unnið er með fullveldi lands og þjóðar og gæta hagsmuna okkar í hvívetna gagnvart öðrum þjóðum. Innleiðing á bókuninni væri einfaldlega uppgjöf gagnvart erlendum ríkjum. Höldum uppi vörnum í málinu, förum með málstað okkar fyrir dómstóla og höldum þjóðarstoltinu. Ráðamenn landsins eiga aldrei að gera málamiðlanir þegar kemur að fullveldi Íslands. Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun