Á sama tíma, á sama stað Ólöf Guðmundsdóttir og Friðrik Árnason skrifa 11. október 2024 12:33 Fyrir ári síðan kom fram frumvarp til fjárlaga. Þar kom fram líkt og lengi hafði verið vitað að gistináttaskattur kæmi til framkvæmda á ný en hann hafði aðeins verið felldur niður tímabundið vegna heimsfaraldurs. Það kom því engum á óvart að hann tæki aftur gildi en það sem fylgdi einnig með í pakkanum – og kom á óvart – voru breytingar á skattinum til hækkunar. Þær breytingar voru endanlega lagðar fram mánuði fyrir gildistöku og skatturinn tvöfaldaðist! Þannig hækkaði þessi sértæki skattur á gististaði með nær engum fyrirvara. Hagstofa Íslands hefur birt tölulegar upplýsingar um gistinætur á öllum gististöðum fyrstu átta mánuði ársins. Þegar litið er til fyrri árshelmings hefur gistinóttum á hótelum meðal erlendra ferðamanna fækkað um 6% á milli ára. Þar er sérstaklega varhugavert að þeim fækkaði mun meira á Austurlandi á þeim tíma eða um 24% á milli ára sem segir okkur að ferðamennirnir eru ekki að ferðast jafn víða um landið og áður. Það er áhyggjuefni og gengur í raun þvert á markmið stjórnvalda sem ganga í grunninn út á að erlendir ferðamenn hafi hér lengri viðveru, ferðist víðar um landið, styðji við byggðir utan höfuðborgarsvæðisins og skilji meira eftir sig um allt land. Beitum almennri skynsemi Nú er farið að hausta á nýjan leik og hefur nýtt frumvarp til fjárlaga litið dagsins ljós. Þar kemur fram að til standi að gera breytingar á gjaldtöku á ferðaþjónustu í samræmi við nýsamþykkta ferðamálastefnu. Þar eru boðaðar breytingar á gjaldtöku ferðamanna sem eiga að auka tekjur ríkisins um tæpa tvo milljarða króna. Í fjármálaáætluninni sem birt var í vor kom eftirfarandi fram: „[…] til skoðunar að setja á fót gjaldtöku sem stuðlar að sjálfbærni ferðamannastaða þannig að fjöldi þeirra verði í samræmi við þolmörk náttúruauðlinda, innviða og samfélagsins í heild. Samhliða þeirri vinnu er gert ráð fyrir endurskoðun á gistináttagjaldi.“ Því er tilefni til að árétta að gistináttaskattur hefur afar lítið með sjálfbærni ferðamannastaða að gera enda er hann ekki til þess fallinn að hafa áhrif á hvernig ferðamenn sem komnir eru til landsins á hverjum tíma ferðast um einstaka staði heldur er hann eingöngu tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Horfum lengra fram í tímann Í útvarpsfréttum RÚV 6. september sl. var fjármálaráðherra spurður hvort fyrirhugaðar skattahækkanir væru í farvegi, hann neitaði því. Þau ummæli ráðherra voru ein og sér fagnaðarefni enda er það svo að við getum nefnilega gert hlutina með skynsömum hætti. Nú er stuttur tími til áramóta. Fyrirsjáanleiki og heildarmynd skipta höfuðmáli þegar kemur að breytingum á skattkerfinu, sér í lagi fyrir atvinnugrein sem starfar jafn langt fram í tímann og ferðaþjónusta. Breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu til hækkunar með litlum fyrirvara setja almennt áætlanir fyrirtækja í uppnám og mynda óstöðugleika og óvissu í rekstrarumhverfi þeirra. Sérstaklega þegar harðnar á dalnum, þá verða áhrif slíkra breytinga sársaukafyllri. Það eru blikur á lofti Núna eru blikur á lofti hjá hótelum og öðrum gististöðum hér á landi og hafa miklar kostnaðarhækkanir undanfarinna ára dregið úr samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu. Á meðan er staðan önnur hjá okkar helstu samkeppnislöndum og hefur erlendum gistinóttum fjölgað milli ára á öllum hinum Norðurlöndunum ef litið er til fyrri helming ársins, skv. gögnum Eurostat. Stjórnvöld verða ávallt að huga – nú í meiri mæli en áður – að alþjóðlegri samkeppni íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ljóst er að gistináttaskattur er ekki innheimtur á öðrum Norðurlöndum en hérlendis. Það er engum til bóta að við séum hér aftur, á sama tíma, á sama stað, að horfa upp á gistináttaskattinn og hugsanlega breytingar á honum til hækkunar. Það þarf að hlúa að fjöregginu sem íslensk ferðaþjónusta er til að það haldi áfram að blómstra. Mikilvægt er að stjórnvöld sýni skynsemi og dug og einfaldlega afnemi gistináttaskattinn. Það er kominn tími til að jafna samkeppnisstöðu gististaða á Íslandi. Höfundar eru Ólöf Guðmundsdóttir, hótelstjóri og formaður gististaðanefndar SAF og Friðrik Árnason, hótelstjóri og nefndarmaður í gististaðanefnd SAF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ári síðan kom fram frumvarp til fjárlaga. Þar kom fram líkt og lengi hafði verið vitað að gistináttaskattur kæmi til framkvæmda á ný en hann hafði aðeins verið felldur niður tímabundið vegna heimsfaraldurs. Það kom því engum á óvart að hann tæki aftur gildi en það sem fylgdi einnig með í pakkanum – og kom á óvart – voru breytingar á skattinum til hækkunar. Þær breytingar voru endanlega lagðar fram mánuði fyrir gildistöku og skatturinn tvöfaldaðist! Þannig hækkaði þessi sértæki skattur á gististaði með nær engum fyrirvara. Hagstofa Íslands hefur birt tölulegar upplýsingar um gistinætur á öllum gististöðum fyrstu átta mánuði ársins. Þegar litið er til fyrri árshelmings hefur gistinóttum á hótelum meðal erlendra ferðamanna fækkað um 6% á milli ára. Þar er sérstaklega varhugavert að þeim fækkaði mun meira á Austurlandi á þeim tíma eða um 24% á milli ára sem segir okkur að ferðamennirnir eru ekki að ferðast jafn víða um landið og áður. Það er áhyggjuefni og gengur í raun þvert á markmið stjórnvalda sem ganga í grunninn út á að erlendir ferðamenn hafi hér lengri viðveru, ferðist víðar um landið, styðji við byggðir utan höfuðborgarsvæðisins og skilji meira eftir sig um allt land. Beitum almennri skynsemi Nú er farið að hausta á nýjan leik og hefur nýtt frumvarp til fjárlaga litið dagsins ljós. Þar kemur fram að til standi að gera breytingar á gjaldtöku á ferðaþjónustu í samræmi við nýsamþykkta ferðamálastefnu. Þar eru boðaðar breytingar á gjaldtöku ferðamanna sem eiga að auka tekjur ríkisins um tæpa tvo milljarða króna. Í fjármálaáætluninni sem birt var í vor kom eftirfarandi fram: „[…] til skoðunar að setja á fót gjaldtöku sem stuðlar að sjálfbærni ferðamannastaða þannig að fjöldi þeirra verði í samræmi við þolmörk náttúruauðlinda, innviða og samfélagsins í heild. Samhliða þeirri vinnu er gert ráð fyrir endurskoðun á gistináttagjaldi.“ Því er tilefni til að árétta að gistináttaskattur hefur afar lítið með sjálfbærni ferðamannastaða að gera enda er hann ekki til þess fallinn að hafa áhrif á hvernig ferðamenn sem komnir eru til landsins á hverjum tíma ferðast um einstaka staði heldur er hann eingöngu tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Horfum lengra fram í tímann Í útvarpsfréttum RÚV 6. september sl. var fjármálaráðherra spurður hvort fyrirhugaðar skattahækkanir væru í farvegi, hann neitaði því. Þau ummæli ráðherra voru ein og sér fagnaðarefni enda er það svo að við getum nefnilega gert hlutina með skynsömum hætti. Nú er stuttur tími til áramóta. Fyrirsjáanleiki og heildarmynd skipta höfuðmáli þegar kemur að breytingum á skattkerfinu, sér í lagi fyrir atvinnugrein sem starfar jafn langt fram í tímann og ferðaþjónusta. Breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu til hækkunar með litlum fyrirvara setja almennt áætlanir fyrirtækja í uppnám og mynda óstöðugleika og óvissu í rekstrarumhverfi þeirra. Sérstaklega þegar harðnar á dalnum, þá verða áhrif slíkra breytinga sársaukafyllri. Það eru blikur á lofti Núna eru blikur á lofti hjá hótelum og öðrum gististöðum hér á landi og hafa miklar kostnaðarhækkanir undanfarinna ára dregið úr samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu. Á meðan er staðan önnur hjá okkar helstu samkeppnislöndum og hefur erlendum gistinóttum fjölgað milli ára á öllum hinum Norðurlöndunum ef litið er til fyrri helming ársins, skv. gögnum Eurostat. Stjórnvöld verða ávallt að huga – nú í meiri mæli en áður – að alþjóðlegri samkeppni íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ljóst er að gistináttaskattur er ekki innheimtur á öðrum Norðurlöndum en hérlendis. Það er engum til bóta að við séum hér aftur, á sama tíma, á sama stað, að horfa upp á gistináttaskattinn og hugsanlega breytingar á honum til hækkunar. Það þarf að hlúa að fjöregginu sem íslensk ferðaþjónusta er til að það haldi áfram að blómstra. Mikilvægt er að stjórnvöld sýni skynsemi og dug og einfaldlega afnemi gistináttaskattinn. Það er kominn tími til að jafna samkeppnisstöðu gististaða á Íslandi. Höfundar eru Ólöf Guðmundsdóttir, hótelstjóri og formaður gististaðanefndar SAF og Friðrik Árnason, hótelstjóri og nefndarmaður í gististaðanefnd SAF.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun