Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2024 09:01 Craig Bellamy var líflegur á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í gær. Vísir/Anton Brink Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. Craig Bellamy þjálfari Wales var auðmjúkur í sjónvarpsviðtali eftir jafntefli Íslands og Wales á Laugardalsvelli í gær. Á blaðamannafundi strax í kjölfarið sendi hann hins vegar breskum blaðamönnum á fundinum væna pillu þegar þeir spurðu hann út í leikinn. „Ég er mjög ánægður og hafði gaman af leiknum,“ sagði Bellamy þegar hann var spurður út í leikinn. Hann skaut síðan á blaðamennina sem mættir voru bæði frá Wales og Englandi. „Mig langaði mikið að fá þessar spurningar um íslenska liðið í gær. Því mig langaði að segja ykkur hversu góðir mér finnst þeir vera. Ég hef horft á þá nokkuð oft og þess vegna var ég svekktur með spurningarnar í gær, ég hefði þurft að láta ykkur vita á móti hvaða liði við værum að fara að spila. Því þeir eru góðir og það er ástæða fyrir því að þeir hafa komist á tvö stórmót og misstu rétt af því þriðja.“ Síðar á fundinum fór Bellamy síðan yfir pressu íslenska liðsins og endaði á að segja við blaðamennina að hann hefði viljað gefa þeim þessar upplýsingar í gær, augljóslega ögn pirraður á stöðu mála. Á blaðamannafundi fyrir leikinn á fimmtudag virtist Bellamy pirraður yfir því að bresku blaðamennirnir spurðu ekkert út í íslenska liðið og kallaði þá slúðurmiðla. Hrósaði Íslandi í hástert og sagði elska Jóhann Berg Á fundinum sagði Bellamy að hann væri mikill aðdáandi íslenska liðsins og þeim árangri sem Ísland hefur náð. Hann sagði þjálfarann Åge Hareide vera með DNA-ið sem þarf fyrir liðið og sagði árangur hans á ferlinum tala sínu máli. „Þið eruð með góða leikmenn á leiðinni. Þið eruð 350 þúsund íbúar, hvernig þið búið til svona marga leikmenn?“ spurði Bellamy. „Við vitum að skandinavískir leikmenn eru miklir íþróttamenn en hvernig þið hafið byggt upp innviði hefur gert ykkur kleift að bæta ykkur. Að komast á stórmót var fyrsta stóra skrefið og svo fóruð þið aftur 2018. Þið eruð alltaf þarna, þegar ég horfi á leiki þá hugsa ég að þið tapið ekki oft.“ „Þið eruð búin að fá aðdáun fólks, eflaust vegna stærðarinnar. Það er litið á okkur sem litla þjóð en við gerum það ekki sjálfir. Að þið getið gert þetta með svona fáa íbúa, mér finnst þið ekki fá nægt hrós.“ Bellamy var aðstoðarþjálfari Burnley í tvö ár þegar Jóhann Berg Guðmundsson var leikmaður liðsins. Jóhann Berg talaði afar vel um Bellamy á blaðamannafundi Íslands á fimmtudag og ljóst að sambandið á milli þeirra er gott. „Ég elska Jóa. Jafnvel þegar hann var að væla. Hann er góð manneskja og ég fíla húmorinn hans. Ég var heppinn því ég lék með Aroni [Einari Gunnarssyni] líka, ég elskaði hann líka. Þeir sem ég hef spilað með frá Íslandi hafa haft áhrif á mig. Jói er harður, hann talaði eithvað um seinni hálfleikinn og hvernig þeir breyttu leiknum. Vonandi sé ég hann í Cardiff eftir mánuð. Hvað sem hann segir þá næ ég alltaf að svara fyrir mig.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Craig Bellamy þjálfari Wales var auðmjúkur í sjónvarpsviðtali eftir jafntefli Íslands og Wales á Laugardalsvelli í gær. Á blaðamannafundi strax í kjölfarið sendi hann hins vegar breskum blaðamönnum á fundinum væna pillu þegar þeir spurðu hann út í leikinn. „Ég er mjög ánægður og hafði gaman af leiknum,“ sagði Bellamy þegar hann var spurður út í leikinn. Hann skaut síðan á blaðamennina sem mættir voru bæði frá Wales og Englandi. „Mig langaði mikið að fá þessar spurningar um íslenska liðið í gær. Því mig langaði að segja ykkur hversu góðir mér finnst þeir vera. Ég hef horft á þá nokkuð oft og þess vegna var ég svekktur með spurningarnar í gær, ég hefði þurft að láta ykkur vita á móti hvaða liði við værum að fara að spila. Því þeir eru góðir og það er ástæða fyrir því að þeir hafa komist á tvö stórmót og misstu rétt af því þriðja.“ Síðar á fundinum fór Bellamy síðan yfir pressu íslenska liðsins og endaði á að segja við blaðamennina að hann hefði viljað gefa þeim þessar upplýsingar í gær, augljóslega ögn pirraður á stöðu mála. Á blaðamannafundi fyrir leikinn á fimmtudag virtist Bellamy pirraður yfir því að bresku blaðamennirnir spurðu ekkert út í íslenska liðið og kallaði þá slúðurmiðla. Hrósaði Íslandi í hástert og sagði elska Jóhann Berg Á fundinum sagði Bellamy að hann væri mikill aðdáandi íslenska liðsins og þeim árangri sem Ísland hefur náð. Hann sagði þjálfarann Åge Hareide vera með DNA-ið sem þarf fyrir liðið og sagði árangur hans á ferlinum tala sínu máli. „Þið eruð með góða leikmenn á leiðinni. Þið eruð 350 þúsund íbúar, hvernig þið búið til svona marga leikmenn?“ spurði Bellamy. „Við vitum að skandinavískir leikmenn eru miklir íþróttamenn en hvernig þið hafið byggt upp innviði hefur gert ykkur kleift að bæta ykkur. Að komast á stórmót var fyrsta stóra skrefið og svo fóruð þið aftur 2018. Þið eruð alltaf þarna, þegar ég horfi á leiki þá hugsa ég að þið tapið ekki oft.“ „Þið eruð búin að fá aðdáun fólks, eflaust vegna stærðarinnar. Það er litið á okkur sem litla þjóð en við gerum það ekki sjálfir. Að þið getið gert þetta með svona fáa íbúa, mér finnst þið ekki fá nægt hrós.“ Bellamy var aðstoðarþjálfari Burnley í tvö ár þegar Jóhann Berg Guðmundsson var leikmaður liðsins. Jóhann Berg talaði afar vel um Bellamy á blaðamannafundi Íslands á fimmtudag og ljóst að sambandið á milli þeirra er gott. „Ég elska Jóa. Jafnvel þegar hann var að væla. Hann er góð manneskja og ég fíla húmorinn hans. Ég var heppinn því ég lék með Aroni [Einari Gunnarssyni] líka, ég elskaði hann líka. Þeir sem ég hef spilað með frá Íslandi hafa haft áhrif á mig. Jói er harður, hann talaði eithvað um seinni hálfleikinn og hvernig þeir breyttu leiknum. Vonandi sé ég hann í Cardiff eftir mánuð. Hvað sem hann segir þá næ ég alltaf að svara fyrir mig.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira