Safnast í kvikuhólfið en ómögulegt að segja hvenær gýs Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 23:51 Frá skyndilegum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég les nú í þetta að ef við notum líkingu frá jarðeldunum á Reykjanesi að þá er augljóst, og það má öllum vera augljóst, að það er að safnast meira og meira fyrir í kvikuhólfið en hins vegar hvenær gýs, er ómögulegt að segja. Það er hratt landris sem mun enda með gosi.“ Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu í kvöld um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi skyndilegs þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem fór fram í dag. Á fundinum var lagt mat á stöðu stjórnarsamstarfið og stöðu Sjálfstæðisflokksins en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Engin niðurstaða var á fundinum og engin ákvörðun tekin en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði að fundi loknum að ekki hafi verið lögð fram nein tillaga um stjórnarslit. Senda skýr skilaboð til VG „Þessi atburðarás, að vera með svona fund skyndilega, er frekar óvenjuleg. Það er hins vegar of snemmt að afskrifa ríkisstjórnina. Það sem Bjarni er í raun að gera með þessum fundi er í fyrsta lagi að þá vill hann að það séu opinskáar umræður í þingflokknum. Það er vitað að nokkrir þingmenn vilja slíta strax ef að Bjarni vill ekki slíta strax þá er mikilvægt fyrir hann að koma því með skýrum hætti til skila og mér heyrðist nú á fréttinni hérna áðan að það er Bjarni einn sem ræður framhaldinu,“ sagði Ólafur. Hann tók jafnframt fram að það væri augljóst að með þessu væri Sjálfstæðisflokkurinn að senda skýr skilaboð til Vinstri Grænna. „Hávaðinn hefur verið meiri hjá Vinstri grænum og síðan hjá hinni svokölluðu órólegu deild í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni er að setja niður fótinn og segja við munum ekki gera hvað sem er. Það er á margan hátt önugt að kjósa núna í nóvember. Ég held að það sé mikil freisting fyrir alla stjórnarflokkanna að ef þeir geta haldið haus að kjósa ekki fyrr en eftir áramótin, en það getur samt allt gerst.“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ekki viss að Bjarni vilji bæta óheppilegt met Ólafur telur ómögulegt að segja hvernig framhaldið verður. Hann undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei haft frumkvæði að því að slíta ríkisstjórn. „Ég er ekki viss um að Bjarni vilji gera þetta í fyrsta skipti af hálfu flokksins. Ég er heldur ekki viss um að Bjarni vilji bæta það met sem hann á sjálfur í skammlífustu ríkisstjórn Íslandssögunnar árið 2017. Það er ýmislegt sem mælir með því að menn reyni að hafa sig í gegnum þetta.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu í kvöld um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi skyndilegs þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem fór fram í dag. Á fundinum var lagt mat á stöðu stjórnarsamstarfið og stöðu Sjálfstæðisflokksins en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Engin niðurstaða var á fundinum og engin ákvörðun tekin en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði að fundi loknum að ekki hafi verið lögð fram nein tillaga um stjórnarslit. Senda skýr skilaboð til VG „Þessi atburðarás, að vera með svona fund skyndilega, er frekar óvenjuleg. Það er hins vegar of snemmt að afskrifa ríkisstjórnina. Það sem Bjarni er í raun að gera með þessum fundi er í fyrsta lagi að þá vill hann að það séu opinskáar umræður í þingflokknum. Það er vitað að nokkrir þingmenn vilja slíta strax ef að Bjarni vill ekki slíta strax þá er mikilvægt fyrir hann að koma því með skýrum hætti til skila og mér heyrðist nú á fréttinni hérna áðan að það er Bjarni einn sem ræður framhaldinu,“ sagði Ólafur. Hann tók jafnframt fram að það væri augljóst að með þessu væri Sjálfstæðisflokkurinn að senda skýr skilaboð til Vinstri Grænna. „Hávaðinn hefur verið meiri hjá Vinstri grænum og síðan hjá hinni svokölluðu órólegu deild í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni er að setja niður fótinn og segja við munum ekki gera hvað sem er. Það er á margan hátt önugt að kjósa núna í nóvember. Ég held að það sé mikil freisting fyrir alla stjórnarflokkanna að ef þeir geta haldið haus að kjósa ekki fyrr en eftir áramótin, en það getur samt allt gerst.“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ekki viss að Bjarni vilji bæta óheppilegt met Ólafur telur ómögulegt að segja hvernig framhaldið verður. Hann undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei haft frumkvæði að því að slíta ríkisstjórn. „Ég er ekki viss um að Bjarni vilji gera þetta í fyrsta skipti af hálfu flokksins. Ég er heldur ekki viss um að Bjarni vilji bæta það met sem hann á sjálfur í skammlífustu ríkisstjórn Íslandssögunnar árið 2017. Það er ýmislegt sem mælir með því að menn reyni að hafa sig í gegnum þetta.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira