Erlent

Fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Skot­lands látinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Alex Salmond.
Alex Salmond. Vísir/Getty

Alex Salmond fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands er látinn, 69 ára að aldri. 

Sky News greinir frá. 

Salmond leiddi Skoska þjóðarflokkinn (Scottish Nationalist Party) á árunum 1990 til 2000 og aftur á milli 2004 og 2014. Hann var því afar stórtækur í stjórnmálalífi Skotlands. 

Í síðari stjórnartíð hans efndi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Skota um sjálfstæði Skotlands. Sú barátta hans, „Yes Scotland“ eða „Já Skotland“ tapaðist hins vegar og Skotar felldu tillöguna um að verða sjálfstætt ríki. Salmond sagði af sér í kjölfarið. Nicola Sturgeon tók við af honum sem forsætisráðherra. 

Samkvæmt Guardian andaðist Salmond í Norður-Makedóníu í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×