Sjálfsmark Framsóknarflokksins í Grafarvogi Vignir Sverrisson skrifar 13. október 2024 07:03 Kosningar eru áhugavert fyrirbæri. Ljúf loforð fljúga úr munni pólitíkusa sem vilja allt gera, bæta og breyta. Í síðustu borgarstjórnarkosningum var Framsókn boðberi breytinga með það markmið að brjóta upp meirihlutann í borginni. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Einar Þorsteinsson féllst í faðm Samfylkingarinnar með fögur fyrirheit um borgarstjórastólinn. Margir voru að vonast eftir nýjum degi í borginni en í staðinn fengum við bara nýjan Dag B. Nú eru uppi áform um mikla uppbyggingu í Grafarvogi og íbúar þar allt annað en sáttir. Búið að finna þau grænu svæði sem okkur í Grafarvogi þykir vænt um og ætlunin að byggja á þeim. Það eru vissulega svæði sem hægt er að byggja upp skynsamlega í Grafarvogi en nýr borgarstjóri hefur ákveðið að halda áfram með módelið sem forveri hans var með. Þéttum og hækkum, allt sem var grænt og vænt verður núna byggt, nema nú með inngörðum, býflugnabúi, hænsnum og smíðaaðstöðu. Þegar ég spurði fulltrúa borgarinnar um leiksvæði barnanna sem liggja nú undir væntanlegum nýbyggingum þá var mér bent á Gufunesið og Kirkjugarðinn. Kirkjugarðurinn er vissulega einstaklega fallegur og notalegur en Gufunessvæðið er tæplega fært fótgangandi í ljósi þess „óvænta“ umferðarþunga sem ný bíllaus byggð við Gufunes hafði í för með sér. Ef litið er á tillögur sem nú liggja fyrir t.d. í Sóleyjarima þá virðast þær hafa verið settar fram af fólki sem hafi aldrei komið inn í hverfið. Skyggja á núverandi byggð og byggja mörg há hús í mjög lágreistu umhverfi þar sem aðstaða fyrir bíla verður í stærðarinnar bílastæðahúsi. Bílastæðahúsi sem á bara eftir að verða til vandræða fyrir þá sem þar búa og nágranna. Hvergi í Grafarvogi er að finna slíkt bílastæðahús, hvergi í úthverfum borgarinnar heldur. Borgarstjóri Framsóknarflokksins talaði sjálfur um að þau ætluðu ekki að eyðileggja hverfisbraginn sem virðast í dag orðin tóm. Borgin horfir eflaust á Sóleyjarima sem tilraunarverkefni fyrir Keldnalandið og þeirra hugmynda sem þar liggja fyrir. Hvað er að því að fórna frábæru hverfi í tilraunaskyni fyrir útópískar hugmyndir meirihlutans í Keldnalandinu? Það virðist koma mörgum borgarfulltrúum á óvart af hverju íbúar Grafarvogs velja að búa þar. Við nennum ekki þessu kraðaki sem er víða á þessum þéttingarreitum í borginni. Við viljum græn svæði, sem Einari borgarstjóra Framsóknar þykir svo vænt um, lágreista byggð og umhverfi sem er ekki yfirþyrmandi. Ég fæ á tilfinninguna að vegferð þéttingar í Grafarvogi sé drifin áfram af þörf borgarinnar til að selja lóðir til bygginga sem allra fyrst og fá pening í kassann. Reyna þar með að hylma yfir húsnæðisskortinn sem borgarmeirihlutinn hefur átt stóran þátt í. Nú styttist óðum í kosningar, sem gætu orðið á landsvísu fyrr en seinna. Í Grafarvogi búa hátt í 20 þúsund manns á yfir 6.200 heimilum. Nýr Borgarstjóri Framsóknarflokksins hefur aldeilis látið reyna á samtakamátt stærsta hverfishluta Reykjavíkur. Mun alvöru samtal við íbúa fara fram og hlustað á gagnrýni íbúa, þarfir þeirra og vilja? Í raun viljum við fá kjörna fulltrúa til að standa við gefin kosningaloforð um meiri sátt og samtal. Mögulega er Framsóknarflokkurinn að skora sjálfsmark í Grafarvogi í aðdraganda kosninga á landsvísu. Því skoðun margra hér í Grafarvogi er..... ..... kannski í þetta skipti, er best að sleppa því að kjósa Framsókn. Höfundur hefur verið íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi frá 2001 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar eru áhugavert fyrirbæri. Ljúf loforð fljúga úr munni pólitíkusa sem vilja allt gera, bæta og breyta. Í síðustu borgarstjórnarkosningum var Framsókn boðberi breytinga með það markmið að brjóta upp meirihlutann í borginni. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Einar Þorsteinsson féllst í faðm Samfylkingarinnar með fögur fyrirheit um borgarstjórastólinn. Margir voru að vonast eftir nýjum degi í borginni en í staðinn fengum við bara nýjan Dag B. Nú eru uppi áform um mikla uppbyggingu í Grafarvogi og íbúar þar allt annað en sáttir. Búið að finna þau grænu svæði sem okkur í Grafarvogi þykir vænt um og ætlunin að byggja á þeim. Það eru vissulega svæði sem hægt er að byggja upp skynsamlega í Grafarvogi en nýr borgarstjóri hefur ákveðið að halda áfram með módelið sem forveri hans var með. Þéttum og hækkum, allt sem var grænt og vænt verður núna byggt, nema nú með inngörðum, býflugnabúi, hænsnum og smíðaaðstöðu. Þegar ég spurði fulltrúa borgarinnar um leiksvæði barnanna sem liggja nú undir væntanlegum nýbyggingum þá var mér bent á Gufunesið og Kirkjugarðinn. Kirkjugarðurinn er vissulega einstaklega fallegur og notalegur en Gufunessvæðið er tæplega fært fótgangandi í ljósi þess „óvænta“ umferðarþunga sem ný bíllaus byggð við Gufunes hafði í för með sér. Ef litið er á tillögur sem nú liggja fyrir t.d. í Sóleyjarima þá virðast þær hafa verið settar fram af fólki sem hafi aldrei komið inn í hverfið. Skyggja á núverandi byggð og byggja mörg há hús í mjög lágreistu umhverfi þar sem aðstaða fyrir bíla verður í stærðarinnar bílastæðahúsi. Bílastæðahúsi sem á bara eftir að verða til vandræða fyrir þá sem þar búa og nágranna. Hvergi í Grafarvogi er að finna slíkt bílastæðahús, hvergi í úthverfum borgarinnar heldur. Borgarstjóri Framsóknarflokksins talaði sjálfur um að þau ætluðu ekki að eyðileggja hverfisbraginn sem virðast í dag orðin tóm. Borgin horfir eflaust á Sóleyjarima sem tilraunarverkefni fyrir Keldnalandið og þeirra hugmynda sem þar liggja fyrir. Hvað er að því að fórna frábæru hverfi í tilraunaskyni fyrir útópískar hugmyndir meirihlutans í Keldnalandinu? Það virðist koma mörgum borgarfulltrúum á óvart af hverju íbúar Grafarvogs velja að búa þar. Við nennum ekki þessu kraðaki sem er víða á þessum þéttingarreitum í borginni. Við viljum græn svæði, sem Einari borgarstjóra Framsóknar þykir svo vænt um, lágreista byggð og umhverfi sem er ekki yfirþyrmandi. Ég fæ á tilfinninguna að vegferð þéttingar í Grafarvogi sé drifin áfram af þörf borgarinnar til að selja lóðir til bygginga sem allra fyrst og fá pening í kassann. Reyna þar með að hylma yfir húsnæðisskortinn sem borgarmeirihlutinn hefur átt stóran þátt í. Nú styttist óðum í kosningar, sem gætu orðið á landsvísu fyrr en seinna. Í Grafarvogi búa hátt í 20 þúsund manns á yfir 6.200 heimilum. Nýr Borgarstjóri Framsóknarflokksins hefur aldeilis látið reyna á samtakamátt stærsta hverfishluta Reykjavíkur. Mun alvöru samtal við íbúa fara fram og hlustað á gagnrýni íbúa, þarfir þeirra og vilja? Í raun viljum við fá kjörna fulltrúa til að standa við gefin kosningaloforð um meiri sátt og samtal. Mögulega er Framsóknarflokkurinn að skora sjálfsmark í Grafarvogi í aðdraganda kosninga á landsvísu. Því skoðun margra hér í Grafarvogi er..... ..... kannski í þetta skipti, er best að sleppa því að kjósa Framsókn. Höfundur hefur verið íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi frá 2001
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun