Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 08:20 Frá Nuseirat-flóttamannabúðunum á norðanverðri Gasaströndinni þar sem fólk lést í loftárás í gærkvöldi. Vísir/EPA Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að átta manna fjölskylda í Nuseirat-flóttamannabúðunum hafi fallið í loftárás Ísraela á miðri Gasaströndinni seint í gærkvöldi. Ísraelar hafa skipað hátt í hálfri milljón manna að rýma norðanverða Gasa. Hjón og sex börn þeirra á aldrinum átta til 23 ára féllu þegar hús þeirra varð fyrir loftárás Ísraela samkvæmt upplýsingum Shuhada al-Aqsa-sjúkrahússins í Deir al-Balah þangað sem líkin voru flutt. AP-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi talið líkin og myndað bænir fyrir þau látnu. Sjö manns til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvær konur og barn sem eru í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að alls hafi 29 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Ísraelsher hefur ítrekað ráðist á skólabyggingar sem eru notaðar sem skýli fyrir fólk á flótta. Hann sakar vígamenn um að fela sig á meðal flóttafólks. Herinn hefur nú skipað öllum íbúum á norðanverðri Gasaströndinni, þar á meðal í Gasaborg, að hafa sig á brott vegna hernaðaraðgerða gegn vopnuðum Palestínumönnum í Jabaliya. Um 400.000 manns eru sagðir enn búa á svæðinu eftir að Ísraelar hrökktu íbúum þar á flótta við upphaf stríðsins í fyrra. Átök Ísraels og Hezbollah halda áfram í nágrannaríkinu Líbanon. Ísraelsher segir að liðsmenn Hezbollah hafi skotið á fjórða hundrað eldflauga á Ísrael í gær. Líbönsk heilbrigðisyfirvöld segja að fimmtán manns hafi fallið í þremur árásum Ísraela í sunnanverðu Líbanon í gær. Þá hafi fimm sjúkrahús orðið fyrir tjóni í loftárásum Ísraela á Baalbek og Bekaa-dal. Þá er enn búist við því að Ísraelar láti til skarar skríða gegn Íran til þess að hefna fyrir flugskeytaárásir á Ísrael. Þær árásir voru svar Írana við drápi Ísraela á leiðtoga Hezbollah-samtakanna sem klerkastjórnin í Teheran styður. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Hjón og sex börn þeirra á aldrinum átta til 23 ára féllu þegar hús þeirra varð fyrir loftárás Ísraela samkvæmt upplýsingum Shuhada al-Aqsa-sjúkrahússins í Deir al-Balah þangað sem líkin voru flutt. AP-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi talið líkin og myndað bænir fyrir þau látnu. Sjö manns til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvær konur og barn sem eru í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að alls hafi 29 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Ísraelsher hefur ítrekað ráðist á skólabyggingar sem eru notaðar sem skýli fyrir fólk á flótta. Hann sakar vígamenn um að fela sig á meðal flóttafólks. Herinn hefur nú skipað öllum íbúum á norðanverðri Gasaströndinni, þar á meðal í Gasaborg, að hafa sig á brott vegna hernaðaraðgerða gegn vopnuðum Palestínumönnum í Jabaliya. Um 400.000 manns eru sagðir enn búa á svæðinu eftir að Ísraelar hrökktu íbúum þar á flótta við upphaf stríðsins í fyrra. Átök Ísraels og Hezbollah halda áfram í nágrannaríkinu Líbanon. Ísraelsher segir að liðsmenn Hezbollah hafi skotið á fjórða hundrað eldflauga á Ísrael í gær. Líbönsk heilbrigðisyfirvöld segja að fimmtán manns hafi fallið í þremur árásum Ísraela í sunnanverðu Líbanon í gær. Þá hafi fimm sjúkrahús orðið fyrir tjóni í loftárásum Ísraela á Baalbek og Bekaa-dal. Þá er enn búist við því að Ísraelar láti til skarar skríða gegn Íran til þess að hefna fyrir flugskeytaárásir á Ísrael. Þær árásir voru svar Írana við drápi Ísraela á leiðtoga Hezbollah-samtakanna sem klerkastjórnin í Teheran styður.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira