Hætt að hugsa um það sem liðið er og horfa fram á við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 22:43 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni flokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Þar komu þingmenn Framsóknar saman og ræddu óvæntar vendingar dagsins og næstu skref í ljósi þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið. Þetta staðfestir Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir að nú sé tími til að horfa fram á veginn. Forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Við vorum bara að ræða stöðuna sem kom upp í dag og vendingar síðustu klukkustunda. Við vorum að ná utan um það og framhaldið í kjölfarið,“ segir Ingibjörg. Hún tekur fram að ákvörðunin hafi komið öllum á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins tekur undir orð Ingibjargar í samtali við Vísi og ítrekar að Framsóknarflokkurinn muni leggja allt sitt undir svo að mikilvæg verkefni verði kláruð áður en blásið verður til kosninga í nóvember. „Það sem ég hef áhyggjur af þegar það eru fjölmörg verkefni sem á eftir að klára, kallar það á gríðarlega samvinnu inn á þingi,“ sagði hann og harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki treyst sér til að ljúka verkefnunum og nefnir sem dæmi efnahagsmálin. Formennirnir ræddu saman í gær „Þetta kom okkur á óvörum sérstaklega í ljósi þess að formennirnir ræddu saman í gær. Við vildum ljúka mikilvægum verkefnum á skynsamlegan hátt áður en boðað yrði til kosninga.“ Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun í dag þar sem sagði að ungu Framsóknarfólki blöskri ákvörðun forsætisráðherra og að um heigulshátt væri að ræða. Spurð hvernig þessi orð blasa við þingmönnum Framsóknarflokksins segir Ingibjörg: „Stjórnin hefur frjálsar hendur til að koma með sýnar ályktanir og koma sinni sýn á framfæri. Eins og þetta blasir við okkur núna hafa þessir þrír flokkar verið í samstarfi, við höfum verið að vinna eftir stjórnarsáttmála og það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að ljúka verkefninu.“ Alltaf reiðubúin í kosningar Hún tekur fram að Framsóknarflokkurinn sé alltaf reiðubúinn í kosningar. „Núna er kominn tími til þess að hætta hugsa um það sem liðið er og horfa fram á við. Við erum búin að vinna góða vinna á þessu kjörtímabili. Við höfum skilað góðu verki að okkar mati. Nú er næsta verkefni kosningarnar.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Þetta staðfestir Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir að nú sé tími til að horfa fram á veginn. Forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Við vorum bara að ræða stöðuna sem kom upp í dag og vendingar síðustu klukkustunda. Við vorum að ná utan um það og framhaldið í kjölfarið,“ segir Ingibjörg. Hún tekur fram að ákvörðunin hafi komið öllum á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins tekur undir orð Ingibjargar í samtali við Vísi og ítrekar að Framsóknarflokkurinn muni leggja allt sitt undir svo að mikilvæg verkefni verði kláruð áður en blásið verður til kosninga í nóvember. „Það sem ég hef áhyggjur af þegar það eru fjölmörg verkefni sem á eftir að klára, kallar það á gríðarlega samvinnu inn á þingi,“ sagði hann og harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki treyst sér til að ljúka verkefnunum og nefnir sem dæmi efnahagsmálin. Formennirnir ræddu saman í gær „Þetta kom okkur á óvörum sérstaklega í ljósi þess að formennirnir ræddu saman í gær. Við vildum ljúka mikilvægum verkefnum á skynsamlegan hátt áður en boðað yrði til kosninga.“ Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun í dag þar sem sagði að ungu Framsóknarfólki blöskri ákvörðun forsætisráðherra og að um heigulshátt væri að ræða. Spurð hvernig þessi orð blasa við þingmönnum Framsóknarflokksins segir Ingibjörg: „Stjórnin hefur frjálsar hendur til að koma með sýnar ályktanir og koma sinni sýn á framfæri. Eins og þetta blasir við okkur núna hafa þessir þrír flokkar verið í samstarfi, við höfum verið að vinna eftir stjórnarsáttmála og það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að ljúka verkefninu.“ Alltaf reiðubúin í kosningar Hún tekur fram að Framsóknarflokkurinn sé alltaf reiðubúinn í kosningar. „Núna er kominn tími til þess að hætta hugsa um það sem liðið er og horfa fram á við. Við erum búin að vinna góða vinna á þessu kjörtímabili. Við höfum skilað góðu verki að okkar mati. Nú er næsta verkefni kosningarnar.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48