Pavel um Tindstólsliðið: Þetta er risastórt fyrirtæki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 09:02 Pavel Ermolinskij þekkir Krókinn vel eftir að hafa þjálfað Tindastólsliðið og gert það að Íslandsmeisturum. Vísir/Diego Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij ræddu byrjun Tindastólsmanna í Bónus deild karla í körfubolta í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. Leikirnir voru báðir á móti nýliðum í deildinni. Tindastólsliðið tapaði á móti KR á heimavelli en vann síðan ÍR eftir slaka byrjun í þeim leik. Benedikt Guðmundsson, nýr þjálfari Tindastóls, var alls ekki sáttur í viðtali eftir leik og þá helst með það hvernig hans menn komu inn í leikinn í Breiðholtinu. „Ég held að Stólarnir þurfi að fara í leik þar sem þeir eiga ekki að vinna. Þar sem þeir skynja það að þeir þurfi að vera ‚on' frá fyrstu mínútu ,“ sagði Helgi Már. Þetta er enginn heimsendir „Þeir þurfa að passa sig á því að það verði ekki eitthvað neikvætt umtal um liðið. Þetta eru tveir fyrstu leikirnir, þeir eru einn og einn og þetta er enginn heimsendir. Kannski aðeins að reyna að tempra það umræðuefni en Pavel þú þekkir Skagafjörðinn betur en ég,“ sagði Helgi. „Þú vilt skapa eitthvað jákvætt mómentum með liðinu og mér finnst talið í kringum þá eftir þessa fyrstu tvo leiki vera svo þungt. Ég veit að þeir eru ekki búnir að spila fullkomlega en mér finnst allt umtal í kringum þá vera svo neikvætt,“ sagði Helgi og Pavel tók orðið. Eins og hvert annað verkefni „Ég held að við séum allir sammála um það hvað við teljum að Tindastól skorti sem er smá ákefð, barátta, orka og allt þetta. Fyrir mér er það bara eins og hvert annað verkefni. Fyrir mér er það eins og sóknarleikur hjá Álftanesi, vörn hjá Keflavík og við gætum haldið áfram línuna því það eru verkefni út um allt. Þetta er bara verkefni fyrir Tindastól,“ sagði Pavel Ermolinskij. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Það eru tveir leikir búnir og ég hitti tvo Skagfirðinga fyrir tilviljun um helgina sem eru að tala eins og liðið er að tala: Þetta var ekki nógu gott. Við unnum en það þarf að bæta þetta en við ætlum að gera betur,“ sagði Pavel. Miklu stærra en þetta körfuboltalið „Ég veit mjög vel og hef margoft sagt það að Tindastóll er svo miklu stærra en þetta körfuboltalið. Þetta er risastórt fyrirtæki sem leikmenn, þjálfarar og stjórn eru að reka. Þetta er mjög stórt batterí og þú þarft að hafa alla með þér eða reyna það,“ sagði Pavel. „Þið unnuð leikinn. Takið það jákvæða og horfið síðan á þetta sem verkefni sem þarf að leysa eins og öll önnur lið. Pössum okkur á því að detta ekki strax í einhverjar væntingar og vonir og þessa neikvæðu umræðu sem við erum svolítið að finna fyrir,“ sagði Pavel. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pavel og Helgi Már ræða byrjun Tindastóls Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Stólarnir hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. Leikirnir voru báðir á móti nýliðum í deildinni. Tindastólsliðið tapaði á móti KR á heimavelli en vann síðan ÍR eftir slaka byrjun í þeim leik. Benedikt Guðmundsson, nýr þjálfari Tindastóls, var alls ekki sáttur í viðtali eftir leik og þá helst með það hvernig hans menn komu inn í leikinn í Breiðholtinu. „Ég held að Stólarnir þurfi að fara í leik þar sem þeir eiga ekki að vinna. Þar sem þeir skynja það að þeir þurfi að vera ‚on' frá fyrstu mínútu ,“ sagði Helgi Már. Þetta er enginn heimsendir „Þeir þurfa að passa sig á því að það verði ekki eitthvað neikvætt umtal um liðið. Þetta eru tveir fyrstu leikirnir, þeir eru einn og einn og þetta er enginn heimsendir. Kannski aðeins að reyna að tempra það umræðuefni en Pavel þú þekkir Skagafjörðinn betur en ég,“ sagði Helgi. „Þú vilt skapa eitthvað jákvætt mómentum með liðinu og mér finnst talið í kringum þá eftir þessa fyrstu tvo leiki vera svo þungt. Ég veit að þeir eru ekki búnir að spila fullkomlega en mér finnst allt umtal í kringum þá vera svo neikvætt,“ sagði Helgi og Pavel tók orðið. Eins og hvert annað verkefni „Ég held að við séum allir sammála um það hvað við teljum að Tindastól skorti sem er smá ákefð, barátta, orka og allt þetta. Fyrir mér er það bara eins og hvert annað verkefni. Fyrir mér er það eins og sóknarleikur hjá Álftanesi, vörn hjá Keflavík og við gætum haldið áfram línuna því það eru verkefni út um allt. Þetta er bara verkefni fyrir Tindastól,“ sagði Pavel Ermolinskij. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Það eru tveir leikir búnir og ég hitti tvo Skagfirðinga fyrir tilviljun um helgina sem eru að tala eins og liðið er að tala: Þetta var ekki nógu gott. Við unnum en það þarf að bæta þetta en við ætlum að gera betur,“ sagði Pavel. Miklu stærra en þetta körfuboltalið „Ég veit mjög vel og hef margoft sagt það að Tindastóll er svo miklu stærra en þetta körfuboltalið. Þetta er risastórt fyrirtæki sem leikmenn, þjálfarar og stjórn eru að reka. Þetta er mjög stórt batterí og þú þarft að hafa alla með þér eða reyna það,“ sagði Pavel. „Þið unnuð leikinn. Takið það jákvæða og horfið síðan á þetta sem verkefni sem þarf að leysa eins og öll önnur lið. Pössum okkur á því að detta ekki strax í einhverjar væntingar og vonir og þessa neikvæðu umræðu sem við erum svolítið að finna fyrir,“ sagði Pavel. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pavel og Helgi Már ræða byrjun Tindastóls
Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira