„Næstum því eins og að sjá einhvern lenda á tunglinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 07:32 Ruth Chepngetich fagnar sigri og heimsmeti sínu með keníska fánann. Hún bætti ekki bara heimsmetið heldur rústaði gamla heimsmetinu. Getty/Michael Reaves Keníska hlaupakonan Ruth Chepngetich skrifaði nýjan kafla í íþróttasögunni í Chicago í gærkvöldi þegar hún stórbætti heimsmetið í maraþonhlaupi kvenna. Chepngetich kom í mark á tveimur klukkutímum, níu mínútum og 56 sekúndum og varð þar með fyrsta konan í sögunni til að hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum og tíu mínútum. Hún bætti ekki aðeins heimsmetið heldur stórbætti hún það um næstum því tvær mínútur. Gamla metið var frá því í Berlínarmaraþoninu 2023 þegar hin eþíópíska Tigst Assefa kom í mark á tveimur klukkutímum, ellefu mínútum og 53 sekúndum. Það munaði því aðeins þremur sekúndum að Chepngetich hefði bætt metið um heilar tvær mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4yuYc3KyjR8">watch on YouTube</a> „Þetta er næstum því eins og að sjá einhvern lenda á tunglinu,“ sagði maraþonhlauparinn Carrie Tollefson sem lýsti hlaupinu. Hún átti varla orð til að lýsa þessu mikla afreki en bætingin gríðarleg. Án efa eitt mesta íþróttaafrek ársins. Chepngetich vann þetta hlaup líka 2021 og 2022 auk þess að verða í öðru sæti í fyrra. Chepngetich sjálf var líka mjög sátt eftir hlaupið. „Mér líður svo vel. Ég er stolt af sjálfri mér og ég þakka guði fyrir sigurinn og fyrir heimsmetið,“ sagði Chepngetich. „Með þessu er draumur minn að rætast. Ég hef hugsað lengi um þetta heimsmet og er því mjög þakklát að það sé nú komið í höfn,“ sagði Chepngetich. Chepngetich hafði einu sinni verið aðeins fjórtán sekúndum frá heimsmetinu sem var mjög svekkjandi fyrir hana en að þessu sinni var enginn vafi á því hvort hún myndi setja nýtt heimsmet. Hún keyrði upp hraðan frá byrjun og var nálægt því að setja persónulegt met í hálfmaraþoni. Mögnuð frammistaða hjá magnaðri íþróttakonu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Frjálsar íþróttir Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira
Chepngetich kom í mark á tveimur klukkutímum, níu mínútum og 56 sekúndum og varð þar með fyrsta konan í sögunni til að hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum og tíu mínútum. Hún bætti ekki aðeins heimsmetið heldur stórbætti hún það um næstum því tvær mínútur. Gamla metið var frá því í Berlínarmaraþoninu 2023 þegar hin eþíópíska Tigst Assefa kom í mark á tveimur klukkutímum, ellefu mínútum og 53 sekúndum. Það munaði því aðeins þremur sekúndum að Chepngetich hefði bætt metið um heilar tvær mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4yuYc3KyjR8">watch on YouTube</a> „Þetta er næstum því eins og að sjá einhvern lenda á tunglinu,“ sagði maraþonhlauparinn Carrie Tollefson sem lýsti hlaupinu. Hún átti varla orð til að lýsa þessu mikla afreki en bætingin gríðarleg. Án efa eitt mesta íþróttaafrek ársins. Chepngetich vann þetta hlaup líka 2021 og 2022 auk þess að verða í öðru sæti í fyrra. Chepngetich sjálf var líka mjög sátt eftir hlaupið. „Mér líður svo vel. Ég er stolt af sjálfri mér og ég þakka guði fyrir sigurinn og fyrir heimsmetið,“ sagði Chepngetich. „Með þessu er draumur minn að rætast. Ég hef hugsað lengi um þetta heimsmet og er því mjög þakklát að það sé nú komið í höfn,“ sagði Chepngetich. Chepngetich hafði einu sinni verið aðeins fjórtán sekúndum frá heimsmetinu sem var mjög svekkjandi fyrir hana en að þessu sinni var enginn vafi á því hvort hún myndi setja nýtt heimsmet. Hún keyrði upp hraðan frá byrjun og var nálægt því að setja persónulegt met í hálfmaraþoni. Mögnuð frammistaða hjá magnaðri íþróttakonu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn