Afmælisboð 180 daga á ári og oft á dag Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 14. október 2024 11:02 Þegar ég svara fólki spurningunni um hvað kennarastarfið felur í sér þá á ég það til að nota líkingarmál því fáir sem ekki hafa kennt vita um hvað starfið snýst í raun. Stutta svarið er að starfið er margþætt, krefjandi og háð utanaðkomandi áhrifum en sú skilgreining segir lítið. Ímyndaðu þér að halda afmælisveislu, á hverjum virkum degi og oft á dag, sem þú þarft að undirbúa vel svo gestirnir séu sáttir og líka foreldrar þeirra. Þú þarft auðvitað að taka tillit til allra frávika undir sólinni. Útbúa veitingar fyrir vegan börnin, þau sem eru með glútenóþol, ofnæmi og annað sem gæti haft áhrif á upplifun veislugestanna. Til að ná athygli allra gestanna í veislunni þarftu að vera með leiki sem ná til sem flestra því annars er voðinn vís. Aðallaun veislustjórans eftir hverja veislu eru hamingjusöm börn, sem geyma minninguna um veisluna í reynslubanka sínum, og sáttir foreldrar. Hlutverk veislustjórans, í samvinnu við foreldra því það eru þeir sem þekkja veislugestina best, er að stuðla að alhliða þroska veislugestanna. En staðreyndin er sú að nám og kennsla snýst ekki um girnilegt bakkelsi og skemmtiatriði. Nám og kennsla yngstu samborgaranna snýst um það að leiðbeina þeim á faglegan hátt svo þeir verði fullgildir einstaklingar í lýðræðis samfélagi. Ef fólk er ekki búið að missa áhugann á því sem ég er að segja og vill vita meira um starf mitt sem kennara þá nefni ég nokkrar staðreyndir. Veistu að ... ... þú þrífst ekki í kennslu ef þú hefur ekki brennandi áhuga á að auka farsæld barna. ... lægstu meðallaunin í landinu eru í störfum sem tengjast börnum og þeir sem starfa við póstflokkun eru með hærri meðallaun þó ætlun mín sé ekki að gera lítið úr þeim störfum. ... ástæðan fyrir því að ég valdi mér ekki póstflokkun sem ævistarf var sú að ég hafði meiri áhuga á því að mennta mig til starfa með börnum. ... við höfum misst fjöldann allan af framúrskarandi hæfum einstaklingum úr kennslu vegna þess að þeir hafa ekki látið bjóða sér þau kjör sem eru í boði. ... þeir hæfu einstaklingar sem brenna fyrir gott skólastarf og menntun eru að sligast undan álagi og margir þeirra klessa á vegg vegna vinnuálags og því miður sér stór hluti sig ekki starfa við kennslu þegar litið er til framtíðar. ... launaliðurinn er sá liður sem fælir flesta frá kennslu. Samkvæmt könnunum þá eru þeir sem starfa við kennslu langt á eftir öðrum sambærilegum sérfræðingum hvað laun varðar. Gapið er orðið um 40% munur. ... kennaranámið er fimm ára háskólanám og kennarar eru upp til hópa vel menntuð stétt sem er dugleg að sækja sér viðbótarmenntun til að auka færni sína í starfi. ... þróunin í kjaramálum kennara er á mjög einföldu máli galin. Á meðan kröfurnar aukast þá fjarlægjast kennarar viðmiðunarstéttir í launum. ... tími “Hússins á sléttunni” er löngu liðinn þar sem kennarinn var kona sem lifði fyrir starf sitt og átti sér lítið annað líf utan kennslu. ... ég og fleiri í minni stétt hafa gefið mikið af vinnu okkar til samfélagsins í gegnum árin með ólaunaðri vinnu til að uppfylla kröfur Aðalnámskrár grunnskóla. Þeir sem búa með kennurum geta staðfest þetta. Þetta hefur því miður gefið skakka mynd af ástandinu og er lítið talað um þetta því margir kennarar skammast sín fyrir þessa staðreynd. En staðreyndin er sú að kennarar eiga erfitt með að uppfylla skyldur sínar innan þess ramma sem þeim er settur. ... að heimurinn hefur breyst mikið á þessari öld. Unga fólkið er ekki tilbúið til að festa sig í aðstæðum sem það sættir sig ekki við. Það gerir sér grein fyrir því að gapið sem hefur myndast á milli kennara og annarra viðmiðunarstétta er orðið allt of stórt. Ungur kennari sem fer að starfa við kennslu gerir sér grein fyrir því hvað hann fer á mis við launalega séð ef hann gerir kennslu að lífsstarfi sínu. Laun á starfsævi einstaklinga skipta máli og hafa áhrif á lífeyri þeirra seinna á ævinni. ... staðan í menntamálum er alvarleg. Það þarf að skapast sátt um kjör kennara. Það er ekki hægt að grafa hausinn endalaust í sandinn og þvinga kennara til að samþykkja samninga sem þeir eru ósáttir við. Hlutfall fagmenntaðra kennara lækkar í menntageiranum með tilheyrandi auknu álagi á þá sem eftir eru á gólfinu og þeir gefast upp á endanum. ... við þurfum að horfa til framtíðar. Við erum að missa tökin á ástandinu og ábyrgðin er hjá stjórnvöldum. Ef ég næ áheyrn með því að þylja upp þessar staðreyndir þá veit ég að fólki er ekki sama. Við sem störfum við kennslu þurfum að fá samfélagið í lið með okkur. Skólastarf skiptir okkur öll mál. Það skiptir máli að ná sátt um þennan málaflokk. Ég hef alltaf haft trú á því að stjórnvöld færu að hlusta á raddir kennara og leiðrétta kjör þeirra. Ég hef virkilega trúað því á minni þrjátíu ára starfsævi að ég myndi ná því að skrifa undir samning sem ég væri sátt við . En ég er ekki lengur viss. Kennarar eru samningslausir og ekki í fyrsta sinn. Þeir samningar sem skrifað verður undir næst munu segja til um hvernig menntakerfi við munum bjóða börnunum okkar upp á í framtíðinni. Ég ætlaði að enda þennan pistil á orðum Geir Haarde í upphafi hrunsins en ákvað að gera það ekki. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Sjá meira
Þegar ég svara fólki spurningunni um hvað kennarastarfið felur í sér þá á ég það til að nota líkingarmál því fáir sem ekki hafa kennt vita um hvað starfið snýst í raun. Stutta svarið er að starfið er margþætt, krefjandi og háð utanaðkomandi áhrifum en sú skilgreining segir lítið. Ímyndaðu þér að halda afmælisveislu, á hverjum virkum degi og oft á dag, sem þú þarft að undirbúa vel svo gestirnir séu sáttir og líka foreldrar þeirra. Þú þarft auðvitað að taka tillit til allra frávika undir sólinni. Útbúa veitingar fyrir vegan börnin, þau sem eru með glútenóþol, ofnæmi og annað sem gæti haft áhrif á upplifun veislugestanna. Til að ná athygli allra gestanna í veislunni þarftu að vera með leiki sem ná til sem flestra því annars er voðinn vís. Aðallaun veislustjórans eftir hverja veislu eru hamingjusöm börn, sem geyma minninguna um veisluna í reynslubanka sínum, og sáttir foreldrar. Hlutverk veislustjórans, í samvinnu við foreldra því það eru þeir sem þekkja veislugestina best, er að stuðla að alhliða þroska veislugestanna. En staðreyndin er sú að nám og kennsla snýst ekki um girnilegt bakkelsi og skemmtiatriði. Nám og kennsla yngstu samborgaranna snýst um það að leiðbeina þeim á faglegan hátt svo þeir verði fullgildir einstaklingar í lýðræðis samfélagi. Ef fólk er ekki búið að missa áhugann á því sem ég er að segja og vill vita meira um starf mitt sem kennara þá nefni ég nokkrar staðreyndir. Veistu að ... ... þú þrífst ekki í kennslu ef þú hefur ekki brennandi áhuga á að auka farsæld barna. ... lægstu meðallaunin í landinu eru í störfum sem tengjast börnum og þeir sem starfa við póstflokkun eru með hærri meðallaun þó ætlun mín sé ekki að gera lítið úr þeim störfum. ... ástæðan fyrir því að ég valdi mér ekki póstflokkun sem ævistarf var sú að ég hafði meiri áhuga á því að mennta mig til starfa með börnum. ... við höfum misst fjöldann allan af framúrskarandi hæfum einstaklingum úr kennslu vegna þess að þeir hafa ekki látið bjóða sér þau kjör sem eru í boði. ... þeir hæfu einstaklingar sem brenna fyrir gott skólastarf og menntun eru að sligast undan álagi og margir þeirra klessa á vegg vegna vinnuálags og því miður sér stór hluti sig ekki starfa við kennslu þegar litið er til framtíðar. ... launaliðurinn er sá liður sem fælir flesta frá kennslu. Samkvæmt könnunum þá eru þeir sem starfa við kennslu langt á eftir öðrum sambærilegum sérfræðingum hvað laun varðar. Gapið er orðið um 40% munur. ... kennaranámið er fimm ára háskólanám og kennarar eru upp til hópa vel menntuð stétt sem er dugleg að sækja sér viðbótarmenntun til að auka færni sína í starfi. ... þróunin í kjaramálum kennara er á mjög einföldu máli galin. Á meðan kröfurnar aukast þá fjarlægjast kennarar viðmiðunarstéttir í launum. ... tími “Hússins á sléttunni” er löngu liðinn þar sem kennarinn var kona sem lifði fyrir starf sitt og átti sér lítið annað líf utan kennslu. ... ég og fleiri í minni stétt hafa gefið mikið af vinnu okkar til samfélagsins í gegnum árin með ólaunaðri vinnu til að uppfylla kröfur Aðalnámskrár grunnskóla. Þeir sem búa með kennurum geta staðfest þetta. Þetta hefur því miður gefið skakka mynd af ástandinu og er lítið talað um þetta því margir kennarar skammast sín fyrir þessa staðreynd. En staðreyndin er sú að kennarar eiga erfitt með að uppfylla skyldur sínar innan þess ramma sem þeim er settur. ... að heimurinn hefur breyst mikið á þessari öld. Unga fólkið er ekki tilbúið til að festa sig í aðstæðum sem það sættir sig ekki við. Það gerir sér grein fyrir því að gapið sem hefur myndast á milli kennara og annarra viðmiðunarstétta er orðið allt of stórt. Ungur kennari sem fer að starfa við kennslu gerir sér grein fyrir því hvað hann fer á mis við launalega séð ef hann gerir kennslu að lífsstarfi sínu. Laun á starfsævi einstaklinga skipta máli og hafa áhrif á lífeyri þeirra seinna á ævinni. ... staðan í menntamálum er alvarleg. Það þarf að skapast sátt um kjör kennara. Það er ekki hægt að grafa hausinn endalaust í sandinn og þvinga kennara til að samþykkja samninga sem þeir eru ósáttir við. Hlutfall fagmenntaðra kennara lækkar í menntageiranum með tilheyrandi auknu álagi á þá sem eftir eru á gólfinu og þeir gefast upp á endanum. ... við þurfum að horfa til framtíðar. Við erum að missa tökin á ástandinu og ábyrgðin er hjá stjórnvöldum. Ef ég næ áheyrn með því að þylja upp þessar staðreyndir þá veit ég að fólki er ekki sama. Við sem störfum við kennslu þurfum að fá samfélagið í lið með okkur. Skólastarf skiptir okkur öll mál. Það skiptir máli að ná sátt um þennan málaflokk. Ég hef alltaf haft trú á því að stjórnvöld færu að hlusta á raddir kennara og leiðrétta kjör þeirra. Ég hef virkilega trúað því á minni þrjátíu ára starfsævi að ég myndi ná því að skrifa undir samning sem ég væri sátt við . En ég er ekki lengur viss. Kennarar eru samningslausir og ekki í fyrsta sinn. Þeir samningar sem skrifað verður undir næst munu segja til um hvernig menntakerfi við munum bjóða börnunum okkar upp á í framtíðinni. Ég ætlaði að enda þennan pistil á orðum Geir Haarde í upphafi hrunsins en ákvað að gera það ekki. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar