„Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 10:31 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra virðist vera meira en tilbúinn í kosningar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði Bjarni að loknum fundi hans og Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Á fundinum óskaði Bjarni eftir heimild til þingrofs en hann tilkynnti í gær að ríkisstjórnin væri fallin. Halla sagði að loknum fundinum að hún hefði þegar rætt við formenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í gærkvöldi. Hún muni nú ræða við formenn allra flokka á Alþingi í dag. Hún muni taka sér tíma til að taka ákvörðun um þingrofsbeiðni Bjarna og tilkynna niðurstöðuna síðar í vikunni. Biðst lausnar ef Sigurður Ingi og Svandís treysta sér ekki til að sitja áfram Bjarni segir að hann hafi metið stöðuna sem svo að ríkisstjórnin geti starfað áfram saman fram að kosningum en ekki lengur. Hann muni ræða við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og Svandísi Svavarsdóttur, formann Vinstri grænna, og komi í ljós að þau treysti sér ekki til áframhaldandi samstarfs muni hann biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Mikilvægt sé að flokkarnir nái saman um að afgreiða mikilvæg mál fyrir kosningar, þar séu fremst fjárlög. Nægur tími sé fyrir það og þingið hafi með meirihluta atkvæða þegar markað ramma fyrir fjárlög næsta árs. „Ég er í engum vafa um að ef menn bara að fylgja þessu einfalda ráði, að hafa sama aðhald við afgreiðslu fjárlaganna, eins og birtist í fjárlögunum sjálfum núna við framlagningu, þá þurfi engar áhyggjur hafa af einhverjum slæmum afleiðingum þess að kjósa fyrir lok árs.“ Verði þeim að góðu Spurður að því hvort hann telji eðlilegast að hann myndi leiða mögulega starfstjórn, komi til þess að hann biðjist lausnar, segist hann vísa í venjuna í þeim efnum. „Ef menn vilja í einhverja leiki í aðdraganda kosninga og finna sér einhvern ávinning í því, þá bara verði þeim að góðu. Ég veit hvað ég ætla að tala um við kjósendur, ég er að mælast til þess að við höfum stjórn á þessum mikilvægustu málum í aðdraganda kosninga. Ég er ekki að leggja til þingrof hér nema vegna þess að ég tel það nauðsynlegt. Ég tel nauðsynlegt að veita fólkinu í landinu valdið til að leggja línurnar um framhaldið. Ef einhverjir flokkar eða stjórnmálamenn ætla að fara í einhverjar æfingar kæmi það mér í fyrsta lagi mjög á óvart. En ég segi bara, ég held að það muni ekki koma vel út fyrir þá.“ Ólík sýn Bjarni segir að á fundi hans með Sigurði Inga og Svandísi um helgina hafi komið í ljós ólík sýn þeirra tveggja annars vegar og hans hins vegar. Þau hafi talið að halda ætti áfram að miðla málum, finna lausnir og svo framvegis. Hann hafi aftur á móti talið að þar sem að það væri engin von til þess, þá væri ekki annað ábyrgt en að ganga til kosninga. „Ég geri það ekki af gamni mínu eða af einhverri léttúð, að segja hingað en ekki lengra, heldur vegna þess að það er nauðsynlegt. Og ég held að þegar menn gá að því betur sjá fleiri og fleiri að það er nauðsynlegt að ganga til kosninga, jafnvel þótt það sé óþægilegt eða það hefði verið gjarnan verið gott að halda áfram og klára kjörtímabilið. Og margir núna sé ég eru að velta fyrir sér stjórnmálasögunni og mér gæti ekki verið meira sama um alla spekinganna sem nú segja: „Ja, þetta voru nú bara svona margir dagar í embætti og þetta verður skrifað í sögubækurnar og annað.“ Það skiptir mig bara nákvæmlega engu máli. Það eina sem skiptir máli er að við þurfum sterkara umboð, ég þarf stærri Sjálfstæðisflokk, meiri styrk á þinginu til þess að leggja þessar skýru línur inn í framtíðina.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Forseti Íslands Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55 Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands klukkan níu til að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Verði af því munu kosningar að öllum líkindum fara fram í lok næsta mánaðar. 14. október 2024 08:23 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Sjá meira
Þetta sagði Bjarni að loknum fundi hans og Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Á fundinum óskaði Bjarni eftir heimild til þingrofs en hann tilkynnti í gær að ríkisstjórnin væri fallin. Halla sagði að loknum fundinum að hún hefði þegar rætt við formenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í gærkvöldi. Hún muni nú ræða við formenn allra flokka á Alþingi í dag. Hún muni taka sér tíma til að taka ákvörðun um þingrofsbeiðni Bjarna og tilkynna niðurstöðuna síðar í vikunni. Biðst lausnar ef Sigurður Ingi og Svandís treysta sér ekki til að sitja áfram Bjarni segir að hann hafi metið stöðuna sem svo að ríkisstjórnin geti starfað áfram saman fram að kosningum en ekki lengur. Hann muni ræða við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og Svandísi Svavarsdóttur, formann Vinstri grænna, og komi í ljós að þau treysti sér ekki til áframhaldandi samstarfs muni hann biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Mikilvægt sé að flokkarnir nái saman um að afgreiða mikilvæg mál fyrir kosningar, þar séu fremst fjárlög. Nægur tími sé fyrir það og þingið hafi með meirihluta atkvæða þegar markað ramma fyrir fjárlög næsta árs. „Ég er í engum vafa um að ef menn bara að fylgja þessu einfalda ráði, að hafa sama aðhald við afgreiðslu fjárlaganna, eins og birtist í fjárlögunum sjálfum núna við framlagningu, þá þurfi engar áhyggjur hafa af einhverjum slæmum afleiðingum þess að kjósa fyrir lok árs.“ Verði þeim að góðu Spurður að því hvort hann telji eðlilegast að hann myndi leiða mögulega starfstjórn, komi til þess að hann biðjist lausnar, segist hann vísa í venjuna í þeim efnum. „Ef menn vilja í einhverja leiki í aðdraganda kosninga og finna sér einhvern ávinning í því, þá bara verði þeim að góðu. Ég veit hvað ég ætla að tala um við kjósendur, ég er að mælast til þess að við höfum stjórn á þessum mikilvægustu málum í aðdraganda kosninga. Ég er ekki að leggja til þingrof hér nema vegna þess að ég tel það nauðsynlegt. Ég tel nauðsynlegt að veita fólkinu í landinu valdið til að leggja línurnar um framhaldið. Ef einhverjir flokkar eða stjórnmálamenn ætla að fara í einhverjar æfingar kæmi það mér í fyrsta lagi mjög á óvart. En ég segi bara, ég held að það muni ekki koma vel út fyrir þá.“ Ólík sýn Bjarni segir að á fundi hans með Sigurði Inga og Svandísi um helgina hafi komið í ljós ólík sýn þeirra tveggja annars vegar og hans hins vegar. Þau hafi talið að halda ætti áfram að miðla málum, finna lausnir og svo framvegis. Hann hafi aftur á móti talið að þar sem að það væri engin von til þess, þá væri ekki annað ábyrgt en að ganga til kosninga. „Ég geri það ekki af gamni mínu eða af einhverri léttúð, að segja hingað en ekki lengra, heldur vegna þess að það er nauðsynlegt. Og ég held að þegar menn gá að því betur sjá fleiri og fleiri að það er nauðsynlegt að ganga til kosninga, jafnvel þótt það sé óþægilegt eða það hefði verið gjarnan verið gott að halda áfram og klára kjörtímabilið. Og margir núna sé ég eru að velta fyrir sér stjórnmálasögunni og mér gæti ekki verið meira sama um alla spekinganna sem nú segja: „Ja, þetta voru nú bara svona margir dagar í embætti og þetta verður skrifað í sögubækurnar og annað.“ Það skiptir mig bara nákvæmlega engu máli. Það eina sem skiptir máli er að við þurfum sterkara umboð, ég þarf stærri Sjálfstæðisflokk, meiri styrk á þinginu til þess að leggja þessar skýru línur inn í framtíðina.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Forseti Íslands Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55 Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands klukkan níu til að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Verði af því munu kosningar að öllum líkindum fara fram í lok næsta mánaðar. 14. október 2024 08:23 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Sjá meira
Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48
Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55
Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands klukkan níu til að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Verði af því munu kosningar að öllum líkindum fara fram í lok næsta mánaðar. 14. október 2024 08:23