Þegar öll þjóðin andar léttar Einar Jóhannes Guðnason skrifar 14. október 2024 13:02 Það er margt að meðtaka í umhverfi stjórnmálanna núna fyrir ungt fólk og í gær upplifði ég tilfinningu sem ég held ég hafi aldrei upplifað áður. Það var eins og öll þjóðin hefði andað léttar á sama tíma þegar fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti að ríkisstjórnin væri sprungin. Fari eins og áætlað er taka nú við spennandi 6 vikur þar sem flokkar munu kynna sín stefnumál. Það sem mikilvægt er að hafa í huga í komandi umræðuþáttum og greinaskrifum er að líta á árangur. Það er auðvelt að lofa öllu fögru, líkt og fráfarandi ríkisstjórn hefur stundað en lítið hefur verið um efnd loforð. Um helgina fór fram flokksráðsfundur Miðflokksins. Formaður og þingflokksformaður fóru yfir áherslumál flokksins og er ekki annað hægt að segja en að stefna Miðflokksins eigi sterkt erindi við þjóðina í dag. Líkt og alltaf þá leggur Miðflokkurinn áherslu á skynsemishyggju, að ákvarðanir séu byggðar á staðreyndum og langtímahugsun. Skortur hefur verið á skynsemi í nánast öllum málaflokkum og þar hefði munað um Miðflokkinn. Það vill gleymast að það var ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sem reisti efnahag landsins við eftir hrun, kom með skuldaleiðréttingu og setti á stofn viðbótarlífeyrissparnaðarleiðina sem hjálpar ungu fólki enn þann dag í dag að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Árangur efnahagsstjórnar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var slíkur að ríkisstjórnir sem tóku við gátu lifað af áhrifum þeirra fram yfir COVID. Nú erum við komin í svipaða stöðu og árið 2013. Skuldastaða heimilanna versnar, ungt fólk neyðist til að búa lengur í foreldrahúsum, ungar fjölskyldur eru fastar á leigumarkaði, alvarlegar skuldir aukast og fjármunum ríkisins er óskynsamlega sóað. Í komandi kosningum verður lykilatriði að velja skynsemishyggju fram yfir óraunhæf loforð. Miðflokkurinn mun m.a. leggja áherslu á skynsama hallalausa efnahagsstefnu, aukið framboð lóða til uppbyggingar, skapa umhverfi þar sem allir eigi möguleika á því að eignast heimili, tryggja orkuöryggi með nýjum virkjunum, efla landbúnað og sjávarútveg og ná tökum á landamærum landsins með skynsamari lagasetningu. Til hamingju Ísland með þetta risastóra tækifæri til breytinga. Nýtum það vel. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er margt að meðtaka í umhverfi stjórnmálanna núna fyrir ungt fólk og í gær upplifði ég tilfinningu sem ég held ég hafi aldrei upplifað áður. Það var eins og öll þjóðin hefði andað léttar á sama tíma þegar fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti að ríkisstjórnin væri sprungin. Fari eins og áætlað er taka nú við spennandi 6 vikur þar sem flokkar munu kynna sín stefnumál. Það sem mikilvægt er að hafa í huga í komandi umræðuþáttum og greinaskrifum er að líta á árangur. Það er auðvelt að lofa öllu fögru, líkt og fráfarandi ríkisstjórn hefur stundað en lítið hefur verið um efnd loforð. Um helgina fór fram flokksráðsfundur Miðflokksins. Formaður og þingflokksformaður fóru yfir áherslumál flokksins og er ekki annað hægt að segja en að stefna Miðflokksins eigi sterkt erindi við þjóðina í dag. Líkt og alltaf þá leggur Miðflokkurinn áherslu á skynsemishyggju, að ákvarðanir séu byggðar á staðreyndum og langtímahugsun. Skortur hefur verið á skynsemi í nánast öllum málaflokkum og þar hefði munað um Miðflokkinn. Það vill gleymast að það var ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sem reisti efnahag landsins við eftir hrun, kom með skuldaleiðréttingu og setti á stofn viðbótarlífeyrissparnaðarleiðina sem hjálpar ungu fólki enn þann dag í dag að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Árangur efnahagsstjórnar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var slíkur að ríkisstjórnir sem tóku við gátu lifað af áhrifum þeirra fram yfir COVID. Nú erum við komin í svipaða stöðu og árið 2013. Skuldastaða heimilanna versnar, ungt fólk neyðist til að búa lengur í foreldrahúsum, ungar fjölskyldur eru fastar á leigumarkaði, alvarlegar skuldir aukast og fjármunum ríkisins er óskynsamlega sóað. Í komandi kosningum verður lykilatriði að velja skynsemishyggju fram yfir óraunhæf loforð. Miðflokkurinn mun m.a. leggja áherslu á skynsama hallalausa efnahagsstefnu, aukið framboð lóða til uppbyggingar, skapa umhverfi þar sem allir eigi möguleika á því að eignast heimili, tryggja orkuöryggi með nýjum virkjunum, efla landbúnað og sjávarútveg og ná tökum á landamærum landsins með skynsamari lagasetningu. Til hamingju Ísland með þetta risastóra tækifæri til breytinga. Nýtum það vel. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun