Verðlaunaðir fyrir rannsóknir á áhrifum stofnana á auðlegð þjóða Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 11:40 Fulltrúar Nóbelsnefndarinnar undir glæru með myndum af verðlaunahöfunum þremur í hagfræði árið 2024. AP/Christine Olsson/TT News Agency Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaunum í hagfræði fyrir rannsóknir sem sýna hvaða þýðingu stofnanir samfélagsins hafa fyrir velgengni þess. Rannsóknir þeirra eru sagðar hafa varpað ljósi á hvers vegna sumum þjóðum vegnar vel en öðrum illa. Þeir Daron Acemoglu og Simon Johnson frá Tæknisháskóla Massachusetts (MIT) hlutu Nóbelsverðlaunin ásamt James A. Robinson frá Háskólanum í Chicago í Bandaríkjunum. Í rökstuðningi fyrir valinu segir að rannsóknir þremenninganna skýri hvers vegna ríki þar sem réttarríkið stendur höllum fæti og stofnanir eru veikar ná ekki að vaxa og dafna. Rannsóknir þeirra sýni ennfremur hvaða áhrif stofnanir samfélagsins hafi á velgengni þjóða. Þeir Acemoglu og Robinson skrifuðu saman bókina „Why Nations Fail: The Origins of Power, Prosperity and Poverty“ árið 2012. Í henni færðu þeir rök fyrir því að manngerð vandamál væru ástæða þess að sum ríki festust í fátæktargildru. Tóku þeir sem dæmi tvær landamæraborgir hvor sínu megin við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sem deila sama landslagi, loftslagi og að stórum hluta uppruna og menningu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að bandarísku borginni vegnaði mun betur en þeirri mexíkósku vegna þess að bandaríska kerfið tryggði eignarrétt borgaranna og að þeir hefðu áhrif á stjórn samfélagsins. Acemoglu sagði í dag að rannsóknir þeirra sýndu fram á gildi lýðræðislegra stofnana. Lýðræðið sem slíkt væri þó ekki undralyf og mjög erfitt væri að koma því á þar sem það væri ekki fyrir. „Þegar maður bæti kosningum við, skapar það stundum átök,“ sagði Acemoglu þegar Nóbelsnefndin náði í skottið á honum eftir að hún tilkynnti um verðlaunahafana. Svíþjóð Stjórnsýsla Nóbelsverðlaun Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Þeir Daron Acemoglu og Simon Johnson frá Tæknisháskóla Massachusetts (MIT) hlutu Nóbelsverðlaunin ásamt James A. Robinson frá Háskólanum í Chicago í Bandaríkjunum. Í rökstuðningi fyrir valinu segir að rannsóknir þremenninganna skýri hvers vegna ríki þar sem réttarríkið stendur höllum fæti og stofnanir eru veikar ná ekki að vaxa og dafna. Rannsóknir þeirra sýni ennfremur hvaða áhrif stofnanir samfélagsins hafi á velgengni þjóða. Þeir Acemoglu og Robinson skrifuðu saman bókina „Why Nations Fail: The Origins of Power, Prosperity and Poverty“ árið 2012. Í henni færðu þeir rök fyrir því að manngerð vandamál væru ástæða þess að sum ríki festust í fátæktargildru. Tóku þeir sem dæmi tvær landamæraborgir hvor sínu megin við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sem deila sama landslagi, loftslagi og að stórum hluta uppruna og menningu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að bandarísku borginni vegnaði mun betur en þeirri mexíkósku vegna þess að bandaríska kerfið tryggði eignarrétt borgaranna og að þeir hefðu áhrif á stjórn samfélagsins. Acemoglu sagði í dag að rannsóknir þeirra sýndu fram á gildi lýðræðislegra stofnana. Lýðræðið sem slíkt væri þó ekki undralyf og mjög erfitt væri að koma því á þar sem það væri ekki fyrir. „Þegar maður bæti kosningum við, skapar það stundum átök,“ sagði Acemoglu þegar Nóbelsnefndin náði í skottið á honum eftir að hún tilkynnti um verðlaunahafana.
Svíþjóð Stjórnsýsla Nóbelsverðlaun Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira