Landsleikurinn fer fram í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2024 14:20 Orri Steinn Óskarsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta Tyrkjum í kvöld. vísir/anton Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins. Talsverð óvissa ríkti hvort leikur Íslendinga og Tyrkja í Þjóðadeildinni gæti farið fram í kvöld vegna ástands grassins á Laugardalsvelli. Hann er ekki upphitaður og því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og var í nótt. Lokaákvörðunin um hvort leikurinn færi fram var í höndum dómaranna sem skoðuðu völlinn klukkan 14:00. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að Laugardalsvöllurinn væri leikhæfur. Ef völlurinn hefði ekki verið metinn leikhæfur hefði leiknum verið frestað til morguns. Leikurinn í kvöld verður síðasti leikurinn á Laugardalsvelli áður blandað gras verður lagt á hann. Undanfarna daga hefur verið dúkur yfir grasinu á Laugardalsvelli til að halda sem mestum hita á því. Dúkurinn var tekinn af skömmu fyrir leikinn gegn Wales á föstudaginn en settur aftur á eftir leik. Ekki hefur verið æft á Laugardalsvelli undanfarna daga en fyrir leikinn gegn Wales æfði íslenska liðið á blönduðu grasi FH-inga í Kaplakrika. Walesverjar æfðu heima fyrir áður en þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr. Laugardalsvöllur KSÍ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. 14. október 2024 11:33 Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14. október 2024 10:56 „Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31 Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Talsverð óvissa ríkti hvort leikur Íslendinga og Tyrkja í Þjóðadeildinni gæti farið fram í kvöld vegna ástands grassins á Laugardalsvelli. Hann er ekki upphitaður og því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og var í nótt. Lokaákvörðunin um hvort leikurinn færi fram var í höndum dómaranna sem skoðuðu völlinn klukkan 14:00. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að Laugardalsvöllurinn væri leikhæfur. Ef völlurinn hefði ekki verið metinn leikhæfur hefði leiknum verið frestað til morguns. Leikurinn í kvöld verður síðasti leikurinn á Laugardalsvelli áður blandað gras verður lagt á hann. Undanfarna daga hefur verið dúkur yfir grasinu á Laugardalsvelli til að halda sem mestum hita á því. Dúkurinn var tekinn af skömmu fyrir leikinn gegn Wales á föstudaginn en settur aftur á eftir leik. Ekki hefur verið æft á Laugardalsvelli undanfarna daga en fyrir leikinn gegn Wales æfði íslenska liðið á blönduðu grasi FH-inga í Kaplakrika. Walesverjar æfðu heima fyrir áður en þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr.
Laugardalsvöllur KSÍ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. 14. október 2024 11:33 Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14. október 2024 10:56 „Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31 Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. 14. október 2024 11:33
Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14. október 2024 10:56
„Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31
Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02