Staðan óljós eftir atburðarás gærdagsins Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2024 14:32 Sigurður Ingi Jóhannson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknarflokksins. segir fjárlögin skipta mestu máli á þinginu. Það verði að klára það mál. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þingflokkinn hafa farið yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á þingflokksfundi. Staðan sé óljóst eftir atburðarás gærdagsins. Hann ætlar á fundi með forsetanum síðar í dag að ræða það hvort ríkisstjórnin starfi saman fram að kosningum eða hvort skipa þurfi starfsstjórn. „Það er mikilvægt að við komum saman og förum yfir þetta,“ segir hann um fund flokksins í dag. Sigurður segist enn á þeirri skoðun að það hefði verið hægt að vinna saman að þeim málum sem voru á dagsrá. Hann hafi heyrt ræðu forsætisráðherra og séð að Sjálfstæðismenn voru ekki til í það. Hann segir ábyrgðarhluta að vera í ríkisstjórn og það komi í ljós á næstu vikum hvaða verkefni verður hægt að leysa og hver ekki. Hann þá bera ábyrgð á pólitískri óvissu sem tóku þetta ákvörðun. Hann segir þessa ákvörðun Bjarna ekki hafa komið honum í opna skjöldu. Það hafi verið órói og ályktanir á landfundi Vinstri grænna hafi ekki verið í takt við þingmálaskrá. Hvort ríkisstjórnin geti haldið áfram að starfa fram að kosningum segir Sigurður Ingi það eitt af því sem hafi verið rætt á þingflokksfundi. Hann muni ræða það við forsetann og ætli ekki að ræða það opinberlega fyrr en hann hefur upplýst forsetann. Sigurður Ingi segir stöðuna óljósa og þau verkefni sem þarf að taka utan um muni líða fyrir það. Hann segir fjárlagafrumvarpið mikilvægasta verkefnið. Það geri allir sér grein fyrir því að það þurfi að ljúka því verkefni. Hann segist hafa rætt við Svandísi nokkrum sinnum í dag og í gær. Hann segir þeirra samstarf gott. Þingflokksfundur og svo forseti Þingflokkur Framsóknarflokksins hittist á fundi klukkan 13 á Alþingi. Formaður flokksins heldur á fund forseta Íslands, höllu Tómasdóttur, klukkan 17.30 í dag. Þingflokkurinn kom einnig saman í gærkvöldi. „Við vorum bara að ræða stöðuna sem kom upp í dag og vendingar síðustu klukkustunda. Við vorum að ná utan um það og framhaldið í kjölfarið,“ sagði Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins í viðtali í gær. Sigurður Ingi harmaði að Sjálfstæðisflokkurinn sæi sér ekki lengur fært að vinna saman að þeim verkefnum sem ríkisstjórnin hefði sett sér. „Þetta kom okkur á óvörum sérstaklega í ljósi þess að formennirnir ræddu saman í gær. Við vildum ljúka mikilvægum verkefnum á skynsamlegan hátt áður en boðað yrði til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi í gær. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
„Það er mikilvægt að við komum saman og förum yfir þetta,“ segir hann um fund flokksins í dag. Sigurður segist enn á þeirri skoðun að það hefði verið hægt að vinna saman að þeim málum sem voru á dagsrá. Hann hafi heyrt ræðu forsætisráðherra og séð að Sjálfstæðismenn voru ekki til í það. Hann segir ábyrgðarhluta að vera í ríkisstjórn og það komi í ljós á næstu vikum hvaða verkefni verður hægt að leysa og hver ekki. Hann þá bera ábyrgð á pólitískri óvissu sem tóku þetta ákvörðun. Hann segir þessa ákvörðun Bjarna ekki hafa komið honum í opna skjöldu. Það hafi verið órói og ályktanir á landfundi Vinstri grænna hafi ekki verið í takt við þingmálaskrá. Hvort ríkisstjórnin geti haldið áfram að starfa fram að kosningum segir Sigurður Ingi það eitt af því sem hafi verið rætt á þingflokksfundi. Hann muni ræða það við forsetann og ætli ekki að ræða það opinberlega fyrr en hann hefur upplýst forsetann. Sigurður Ingi segir stöðuna óljósa og þau verkefni sem þarf að taka utan um muni líða fyrir það. Hann segir fjárlagafrumvarpið mikilvægasta verkefnið. Það geri allir sér grein fyrir því að það þurfi að ljúka því verkefni. Hann segist hafa rætt við Svandísi nokkrum sinnum í dag og í gær. Hann segir þeirra samstarf gott. Þingflokksfundur og svo forseti Þingflokkur Framsóknarflokksins hittist á fundi klukkan 13 á Alþingi. Formaður flokksins heldur á fund forseta Íslands, höllu Tómasdóttur, klukkan 17.30 í dag. Þingflokkurinn kom einnig saman í gærkvöldi. „Við vorum bara að ræða stöðuna sem kom upp í dag og vendingar síðustu klukkustunda. Við vorum að ná utan um það og framhaldið í kjölfarið,“ sagði Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins í viðtali í gær. Sigurður Ingi harmaði að Sjálfstæðisflokkurinn sæi sér ekki lengur fært að vinna saman að þeim verkefnum sem ríkisstjórnin hefði sett sér. „Þetta kom okkur á óvörum sérstaklega í ljósi þess að formennirnir ræddu saman í gær. Við vildum ljúka mikilvægum verkefnum á skynsamlegan hátt áður en boðað yrði til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi í gær.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira