Sjáðu allt það helsta frá súru tapi á Laugardalsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2024 19:51 Daníel Leó Grétarsson og markvörður Tyrklands. Vísir/Hulda Margrét Ísland mátti þola tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeild karla eftir að komast 1-0 yfir snemma leiks. Lokatölur 2-4 en tapið heldur betur súrt eftir vítaspyrnufíaskó á báðum endum vallarins. Mörkin má sjá hér að neðan. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir með frábæru marki strax í upphafi leiks. Mikael Andersson átti sendingu á Orra Stein sem var við miðlínu, hann hélt varnarmanni gestanna á bakvið sig og óð að marki. Endaði það með því að hann lúðraði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi og kom Íslandi 1-0 yfir. Klippa: Orri skorar fyrir Ísland Orri Steinn var nálægt því að tvöfalda forystu Íslands í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið að þessu sinni. Klippa: Orri í hörkufæri Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson átti svo þrumuskot og var nálægt því að skora annan leikinn í röð. Allt kom fyrir ekki en íslenska liðið gríðarlega nálægt því að komast 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Klippa: Logi með þrumuskot Í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu en þó boltinn hafi endaði í netinu þá stóð markið ekki þar sem Hakan Çalhanoğlu rann er hann sparkaði boltanum með hægri fæti í þann vinstri og þaðan í netið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Ekki löngu síðar jöfnuðu gestirnir hins vegar metin, İrfan Kahveci með gott skot af löngu færi sem endaði í netinu. Klippa: Tyrkir jafna í Laugardal Það voru ekki liðnar margar mínútur þegar gestirnir komust yfir eftir að hafa fengið aðra vítaspyrnu sína í leiknum. Nú brást Hakan Çalhanoğlu ekki bogalistin. Klippa: 1-2 fyrir Tyrkland Ísland vildi fá vítaspyrnu - og líklega rautt á leikmann Tyrklands - en að þessu sinni ákvað dómarateymið að dæma ekki neitt. Klippa: Ísland fær ekki víti Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði metin með góðum skalla þegar skammt var til leiksloka. Valgeir Lunddal Friðriksson með fyrirgjöfina sem Andri Lucas stangaði í netið. Klippa: Andri Lucas jafnar Á 88. mínútu gerðist Hákon Rafn Valdimarsson sekur um skelfileg mistök í marki Íslands þegar Muhammed Kerem Aktürkoğlu vann af honum boltann og Arda Güler renndi boltanum í autt markið. Klippa: 2-3 fyrir Tyrkland Kerem Aktürkoğlu bætti fjórða markinu við með frábæru skoti fyrir utan teig. Lokatölur á Laugardalsvelli 2-4 og Tyrkir fara heim með þrjú stig. Klippa: Fjórða mark Tyrklands Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira
Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir með frábæru marki strax í upphafi leiks. Mikael Andersson átti sendingu á Orra Stein sem var við miðlínu, hann hélt varnarmanni gestanna á bakvið sig og óð að marki. Endaði það með því að hann lúðraði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi og kom Íslandi 1-0 yfir. Klippa: Orri skorar fyrir Ísland Orri Steinn var nálægt því að tvöfalda forystu Íslands í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið að þessu sinni. Klippa: Orri í hörkufæri Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson átti svo þrumuskot og var nálægt því að skora annan leikinn í röð. Allt kom fyrir ekki en íslenska liðið gríðarlega nálægt því að komast 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Klippa: Logi með þrumuskot Í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu en þó boltinn hafi endaði í netinu þá stóð markið ekki þar sem Hakan Çalhanoğlu rann er hann sparkaði boltanum með hægri fæti í þann vinstri og þaðan í netið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Ekki löngu síðar jöfnuðu gestirnir hins vegar metin, İrfan Kahveci með gott skot af löngu færi sem endaði í netinu. Klippa: Tyrkir jafna í Laugardal Það voru ekki liðnar margar mínútur þegar gestirnir komust yfir eftir að hafa fengið aðra vítaspyrnu sína í leiknum. Nú brást Hakan Çalhanoğlu ekki bogalistin. Klippa: 1-2 fyrir Tyrkland Ísland vildi fá vítaspyrnu - og líklega rautt á leikmann Tyrklands - en að þessu sinni ákvað dómarateymið að dæma ekki neitt. Klippa: Ísland fær ekki víti Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði metin með góðum skalla þegar skammt var til leiksloka. Valgeir Lunddal Friðriksson með fyrirgjöfina sem Andri Lucas stangaði í netið. Klippa: Andri Lucas jafnar Á 88. mínútu gerðist Hákon Rafn Valdimarsson sekur um skelfileg mistök í marki Íslands þegar Muhammed Kerem Aktürkoğlu vann af honum boltann og Arda Güler renndi boltanum í autt markið. Klippa: 2-3 fyrir Tyrkland Kerem Aktürkoğlu bætti fjórða markinu við með frábæru skoti fyrir utan teig. Lokatölur á Laugardalsvelli 2-4 og Tyrkir fara heim með þrjú stig. Klippa: Fjórða mark Tyrklands
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira