Kosið um græna framtíð Finnur Beck skrifar 16. október 2024 07:47 Eftir tíðindi helgarinnar af vettvangi stjórnmálanna virðist ljóst að sýn stjórnarflokkanna á orkumál þjóðarinnar og möguleika til grænnar framtíðar hafi haft umtalsverð áhrif á málalyktir. Það er ekkert nýtt að orkumál marki skil á milli flokka og hugmyndafræðilegur ágreiningur sé um það hvernig Ísland, líkt og önnur ríki, megi best ná markmiðum sínum um efnahagslega uppbyggingu og samdrátt í losun koltvísýrings. Orkumál eru efnahagsmál Ítrekað hefur verið á það bent að orkumál eru efnahagsmál. Orkan er súrefni og grundvallarforsenda blómlegrar atvinnustarfsemi sem án orku fær ekki þrifist. Til þessa hefur hún fengist með samspili notkunar á grænni orku en ekki síður með brennslu á jarðefnaeldsneyti sem unnið er með ósjálfbærum hætti og til tjóns fyrir loftslagið. Ísland stefnir að því að hætta notkun jarðefnaeldsneytis þannig að íslenskt samfélag verði knúið og kynt með innlendri grænni orku sem unnin er með sjálfbærum og ábyrgum hætti innanlands. Þau umskipti þurfa að fara fram án þess að dregið verði úr samkeppnishæfni íslenskra atvinnuvega. Í því felst að næg græn orka þarf að vera til staðar á Íslandi á samkeppnishæfu verði til að iðnaður og heimili geti byggt upp starfsemi sína og skapað tækifæri fyrir land og þjóð. Stórar fjárfestingar framundan Á næstu fimm árum er gert ráð fyrir að fjárfesta þurfi fimm hundruð milljörðum króna í orkutengdum framkvæmdum. Þar á meðal er uppbygging og styrking flutningskerfisins, uppbygging dreifiveitna fyrir snjalla og notendavæna framtíð og ný orkuframleiðsla. Tryggja þarf að innlendir sem erlendir fjárfestar geti komið að þessari uppbyggingu, fjölbreytni verði í bæði framkvæmdaraðilum og orkukostum sem ráðist verður í og að öflug samkeppni verði áfram tryggð í orkuframleiðslu og orkusölu, iðnaði og heimilum til hagsbóta. Skýrt verkefni stjórnmálanna Markmið í orkuskiptum og loftslagsmálum byggjast á starfsemi og árangri fyrirtækja í orkugeiranum og nauðsynlegt er að sú starfsemi geti þróast í takt við nýjustu tæknibreytingar, aukna snjallvæðingu og fjölbreyttari viðskiptalausnir. Langur listi mikilvægra þingmála frá umhverfis- orku og loftslagsráðherra sem fyrir lá í haust ber vott um þessa þörf og það fjölbreytta starf sem unnið hefur verði á þessu sviði á kjörtímabilinu. Nauðsynlegt er að sú ríkisstjórn sem tekur við völdum haldi áfram á þeirri braut að einfalda leyfisveitingar og styðja við gróskumikið umhverfi innviðauppbyggingar. Þannig tryggjum við nýtingu auðlinda í þágu þjóðarinnar. Tækifærin eru til staðar Ísland er í einstakri stöðu meðal ríkja heims. Landið okkar býr yfir náttúruauðlindum sem hægt er með skynsamri og ábyrgri nýtingu að leggja grunn að orkusjálfstæði, orkuöryggi og samkeppnishæfu orkuframboði til orkuskipta og grænnar uppbyggingar. Við búum yfir langri og farsælli reynslu af nýtingu þeirra, vel menntuðu starfsfólki og kröftugum orku- og veitufyrirtækjum sem vinna ötullega að orkukerfi framtíðarinnar. Verkefni dagsins á þessu sviði eru grundvöllur framtíðarinnar með tilliti til loftslagsins og hagsældar þjóðarinnar. Kjósum um græna framtíð. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Beck Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Eftir tíðindi helgarinnar af vettvangi stjórnmálanna virðist ljóst að sýn stjórnarflokkanna á orkumál þjóðarinnar og möguleika til grænnar framtíðar hafi haft umtalsverð áhrif á málalyktir. Það er ekkert nýtt að orkumál marki skil á milli flokka og hugmyndafræðilegur ágreiningur sé um það hvernig Ísland, líkt og önnur ríki, megi best ná markmiðum sínum um efnahagslega uppbyggingu og samdrátt í losun koltvísýrings. Orkumál eru efnahagsmál Ítrekað hefur verið á það bent að orkumál eru efnahagsmál. Orkan er súrefni og grundvallarforsenda blómlegrar atvinnustarfsemi sem án orku fær ekki þrifist. Til þessa hefur hún fengist með samspili notkunar á grænni orku en ekki síður með brennslu á jarðefnaeldsneyti sem unnið er með ósjálfbærum hætti og til tjóns fyrir loftslagið. Ísland stefnir að því að hætta notkun jarðefnaeldsneytis þannig að íslenskt samfélag verði knúið og kynt með innlendri grænni orku sem unnin er með sjálfbærum og ábyrgum hætti innanlands. Þau umskipti þurfa að fara fram án þess að dregið verði úr samkeppnishæfni íslenskra atvinnuvega. Í því felst að næg græn orka þarf að vera til staðar á Íslandi á samkeppnishæfu verði til að iðnaður og heimili geti byggt upp starfsemi sína og skapað tækifæri fyrir land og þjóð. Stórar fjárfestingar framundan Á næstu fimm árum er gert ráð fyrir að fjárfesta þurfi fimm hundruð milljörðum króna í orkutengdum framkvæmdum. Þar á meðal er uppbygging og styrking flutningskerfisins, uppbygging dreifiveitna fyrir snjalla og notendavæna framtíð og ný orkuframleiðsla. Tryggja þarf að innlendir sem erlendir fjárfestar geti komið að þessari uppbyggingu, fjölbreytni verði í bæði framkvæmdaraðilum og orkukostum sem ráðist verður í og að öflug samkeppni verði áfram tryggð í orkuframleiðslu og orkusölu, iðnaði og heimilum til hagsbóta. Skýrt verkefni stjórnmálanna Markmið í orkuskiptum og loftslagsmálum byggjast á starfsemi og árangri fyrirtækja í orkugeiranum og nauðsynlegt er að sú starfsemi geti þróast í takt við nýjustu tæknibreytingar, aukna snjallvæðingu og fjölbreyttari viðskiptalausnir. Langur listi mikilvægra þingmála frá umhverfis- orku og loftslagsráðherra sem fyrir lá í haust ber vott um þessa þörf og það fjölbreytta starf sem unnið hefur verði á þessu sviði á kjörtímabilinu. Nauðsynlegt er að sú ríkisstjórn sem tekur við völdum haldi áfram á þeirri braut að einfalda leyfisveitingar og styðja við gróskumikið umhverfi innviðauppbyggingar. Þannig tryggjum við nýtingu auðlinda í þágu þjóðarinnar. Tækifærin eru til staðar Ísland er í einstakri stöðu meðal ríkja heims. Landið okkar býr yfir náttúruauðlindum sem hægt er með skynsamri og ábyrgri nýtingu að leggja grunn að orkusjálfstæði, orkuöryggi og samkeppnishæfu orkuframboði til orkuskipta og grænnar uppbyggingar. Við búum yfir langri og farsælli reynslu af nýtingu þeirra, vel menntuðu starfsfólki og kröftugum orku- og veitufyrirtækjum sem vinna ötullega að orkukerfi framtíðarinnar. Verkefni dagsins á þessu sviði eru grundvöllur framtíðarinnar með tilliti til loftslagsins og hagsældar þjóðarinnar. Kjósum um græna framtíð. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun