Neville um Tuchel: „Ákveðin vonbrigði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. október 2024 16:31 Gary Neville var um tíma aðstoðarþjálfari hjá enska landsliðinu. Robbie Jay Barratt/Getty Images Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englands, segist fyrir ákveðnum vonbrigðum að Thomas Tuchel hafi verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins. Hann sé þó góður kostur í starfið. Tilkynnt var um ráðningu Tuchels í dag en hann tekur til starfa á næsta ári. Sá þýski hefur náð fínum árangri á ferli sínum með Dortmund í heimalandinu, PSG í Frakklandi og Chelsea á Englandi. „Þeir réðu frábæran þjálfara, það er engin spurning um það. Thomas Tuchel er með flotta ferilskrá og hefur sannað að hann getur unnið erfiða leiki í útsláttarkeppni. Frá því séð, er erfitt að gagnrýna knattspyrnusambandið, og hægt að segja að sambandið hafi fengið besta þjálfarann sem er á lausu í Evrópu,“ segir Neville um ráðninguna. "I'm not sure it fits the criteria of St George's Park and the belief in English coaches" 💬Gary Neville on Thomas Tuchel becoming England's new head coach 🏴 pic.twitter.com/zQl7MJSbnM— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 16, 2024 Vonbrigði hans tengd Tuchel snerti hins vegar á því að hann sé ekki enskur. Gareth Southgate, forveri Tuchel í starfi, náði góðum árangri á sínum tíma með liðið og þá hafa enskir þjálfara getið sér gott orð með yngri landsliðin. Neville hefði því viljað sjá annan Englending taka við og viðhalda þeim kúltúr sem Southgate byggði grunninn að í höfuðstöðvum landsliðsins í St. George's Park. „En ég er ekki viss um að þetta passi við þróun ensks fótbolta og sé ekki í línu við þá þróun sem við höfum séð í St. George‘s Park undanfarin ár: Trúin á enska þjálfara, auk vaxtarins og árangursins sem hefur náðst með karla- og kvennaliðið, auk yngri landsliða, síðustu sjö til átta ár,“ „Þetta var staðurinn sem sýndi fram á að enskir þjálfarar gætu náð aftur á toppinn í Evrópu. Það er erfitt fyrir enska þjálfara að fá störfin á toppnum og núna er ráðinn þjálfari annars staðar frá í þetta starf, sem eru ákveðin vonbrigði,“ segir Neville. Enski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Tilkynnt var um ráðningu Tuchels í dag en hann tekur til starfa á næsta ári. Sá þýski hefur náð fínum árangri á ferli sínum með Dortmund í heimalandinu, PSG í Frakklandi og Chelsea á Englandi. „Þeir réðu frábæran þjálfara, það er engin spurning um það. Thomas Tuchel er með flotta ferilskrá og hefur sannað að hann getur unnið erfiða leiki í útsláttarkeppni. Frá því séð, er erfitt að gagnrýna knattspyrnusambandið, og hægt að segja að sambandið hafi fengið besta þjálfarann sem er á lausu í Evrópu,“ segir Neville um ráðninguna. "I'm not sure it fits the criteria of St George's Park and the belief in English coaches" 💬Gary Neville on Thomas Tuchel becoming England's new head coach 🏴 pic.twitter.com/zQl7MJSbnM— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 16, 2024 Vonbrigði hans tengd Tuchel snerti hins vegar á því að hann sé ekki enskur. Gareth Southgate, forveri Tuchel í starfi, náði góðum árangri á sínum tíma með liðið og þá hafa enskir þjálfara getið sér gott orð með yngri landsliðin. Neville hefði því viljað sjá annan Englending taka við og viðhalda þeim kúltúr sem Southgate byggði grunninn að í höfuðstöðvum landsliðsins í St. George's Park. „En ég er ekki viss um að þetta passi við þróun ensks fótbolta og sé ekki í línu við þá þróun sem við höfum séð í St. George‘s Park undanfarin ár: Trúin á enska þjálfara, auk vaxtarins og árangursins sem hefur náðst með karla- og kvennaliðið, auk yngri landsliða, síðustu sjö til átta ár,“ „Þetta var staðurinn sem sýndi fram á að enskir þjálfarar gætu náð aftur á toppinn í Evrópu. Það er erfitt fyrir enska þjálfara að fá störfin á toppnum og núna er ráðinn þjálfari annars staðar frá í þetta starf, sem eru ákveðin vonbrigði,“ segir Neville.
Enski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira